Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
20.4.2009
Af hverju aðildarviðræður um ESB?
Undanfarnar vikur hef ég öðru hvoru átt í orðaskiptum við fólk um það hvort það eigi að sækja um aðild að ESB eða ekki. Iðulega hefur svar mitt verið þetta: "Ég er ekkert viss um að við eigum að ganga í Evrópusambandið. En við getum ekki litið framhjá því lengur að sækja um aðild."
Í þessum orðum er falin ákveðin mótsögn.
Af hverju þarf að sækja um aðild? Jú til þess að það komi í ljós hvað er í boði og hvað það muni kosta okkur. Án aðildarviðræðna getum við ekki vegið það og metið með vitrænum hætti hvort aðild henti okkur eða ekki.
Eini flokkurinn sem hefur lýst því yfir að það eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið er Samfylkingin.
Þegar aðildarviðræður hafa farið fram verður samningur borinn undir þjóðaratkvæði. Í samningnum mun skýrt koma fram hverjir eru kostir og gallar aðildar. þar mun koma fram hvað aðild mun kosta okkur og þar mun koma fram hvað við fáum í staðinn. Án viðræðna munum við aldrei fá svör við þessu.
Þras og þvaður um Evrópusambandið er einskis virði án aðildarviðræðna, þær eru að mínu viti forsenda þess að Ísland geti aftur orðið þjóð meðal þjóða. Guð forði okkur frá því að aftur verði forsenda fyrir útgáfu bókar undir titlinum: Hvernig getur Ísland orðið ríkasta land í heimi.
Það er fullreynt og er ekki það sem við þurfum.
Muna að kjósa í skoðanakönnuninni hér til hægri >>>>>
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.4.2009
Finnið fimm villur
Ég veit þetta er illa gert gagnvart söngkonunni en Smári Jökull bloggvinur minn var með þessa færslu á blogginu sínu. Hann biður fólk um að finna 5 villur ....!!!
Mundu svo eftir því að kjósa í skoðanakönnuninni hér til hægri >>>>
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú fyrir helgina fékk ég sent bréf frá LOGOS lögfræðistofu. Fyrst hugsaði ég hvort ég væri komin í einhver vandræði sem ég vissi ekki að ég ætti í vændum og var ögn kvíðin þegar ég opnaði bréfið. Inní bréfinu voru nokkurt magn pappíra þar sem mér er tjáð að ég geti "selt" eign mína í Exista til BBR ehf.
"Ha?" hugsaði ég með mér, "var ég ekki búin að tapa öllu í Exista?"
Þegar ég las áfram kom í ljós að BBR vildi gera mér tilboð í hluti mína í félaginu og yrði ég að undirrita meðfylgjandi samþykkis- og framtalseyðublað og senda það til LOGOS lögmannsþjónustu.
"Nú," hugsaði ég enn á ný. "Ætli ég eigi þá einhverja þúsundkalla eftir af þessum 100 þúsund krónum sem ég setti í félagið um mitt ári 2007."
Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem ég fletti yfir á næsta blað og þvílík vonbrigði. "Hlutafé að nafnvirði 5.716 kr. x 0,02 = Samtals kaupverð: 114 krónur!"
"Yeah, right," ... 114 krónur fyrir 100 þúsund kall tveimur árum síðar.
Nei takk, alls ekki, ég held ég eigi þetta bara áfram!
19.4.2009
Verður lengi í minnum haft
Mig langar til að segja ykkur frá stórkoslegri skemmtun sem ég tók þátt í á föstudag en það er erfitt að átta sig á hvar á að byrja. Á föstudagskvöld var nefnilega haldið kvennakvöld Breiðabliks, en það hefur ekki verið haldið í 2 ár eftir að hafa verið fastur liður á hverju vori.
Undirbúningur tók ekki sérlega langan tíma því þegar ákvörðun hafði verið tekin og 10 kvenna undirbúningshópur settur saman var eins og allar konurnar ynnu saman sem einn hugur. Allt var keyrt af stað, orð látið út berast og reynt að draga eins margar konur í Smárann og unnt var.
Það verður að segjast eins og er að kvöldið heppnaðist fullkomlega. Fullt hús, frábær matur, skemmtiatriði við allra hæfi og gleðin var allsráðandi. Hvað er hægt að biðja um betra?
Öllum þeim sem lögðu hönd á plóg til að gera kvöldið svona vel úr garði þakka ég fyrir þeirra þátt, skemmtikröftum kvöldsins þakka ég þeirra framlag og konunum öllum sem mætti þakka ég stuðninginn við meistaraflokk Breiðabliks. Þetta kvöld verður lengi í minnum haft.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.4.2009
Heiftarleg fráhvarfseinkenni á Alþingi
- Að afnema varanlega vald til að gefa eða selja einkaaðilum sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar.
- Færa almenningi vald til að geta haft bein áhrif á mál milli kosninga með ákvæðum um þjóðaratkvæðagreiðslur.
- Færa almenningi beinna vald til breytinga á stjórnarskrá með ákvæði um hvernig stjórnarskrá er breytt milli kosninga.
Þegar þingmenn Sjálfstæðisflokksins hamast gegn þessum sjálfsögðu breytingum með þeim rökum að verið sé að svipta Alþingi hulta verkefna sinna eða valda er klárlega litið framhjá því að þar verður valdið ekki til. Valdið á uppruna sinn hjá almenningi, í kosningum. Helst mætti halda að Sjálfstæðismenn hafi ákveðið að sjá hvorki né heyra því fólkið, almenningur, hefur frá því í október sett fram kröfu um að meirihlutavald á Alþingi verði tekið frá Sjálfstæðisflokknum. Þessi krafa hefur einnig komið skýrt fram í skoðanakönnunum að undanförnu þar sem fylgi við íhaldsflokkinn, sem allt eins gæti kallast valdsýkisFLokkur, miðað við það hversu heiftarleg fráhvarfseinkenni þeir hafa sýnt í þinginu undanfarna daga.
Ein afleiðing þess að hafna því að stjórnarskrá megi breyta í samræmi við þjóðarvilja á miðju kjörtímabili í stað þess að aðeins Alþingi geti gert slíkt á tvennum þingum, er sú að tefja lyktir mögulegra samninga við Evrópusambandið um aðild óháð vilja kjósenda eða stöðu á þeim tíma. Það þarf mjög sérstakan hugsunarhátt til að kalla framtíðarhindranir í vegi þess að skýlaus þjóðarvilji nái fram að ganga fullnaðarsigur.
Laugardaginn 25. apríl fær almenningur, fólkið í landinu, kjósendur tækifæri til að sýna hug sin í verki, losa Ísland við sérhagsmunapólitík Sjálfstæðisflokksins og koma á samfélagi þar sem jöfnuður, jafnrétti og bræðralag ræður för.
Í tilefni af fréttum dagsins um hústökufólkið við Vatnsstíg datt mér í hug hvort ungmennin væru ekki að fara að tillögu HHG um að gera "dautt" fé "lifandi" - láta það fara að vinna. Mér sýnist svona í fljótu bragði að ungmennin hafi þarna fundið "hús án hirðis" og gert það þannig úr garði að það varð til gagns.
Með þessum orðum er ég ekki að bera í bætifláka fyrir ungmennin, síður en svo. Þau voru í mínum huga klárlega að brjóta lög, en spurningin er hvort sé löglegra, að hirða fé án hirðis úr sparisjóðunum eða hús án hirðis á Vatnsstígnum?
14.4.2009
Hvar er samanburðurinn?
Í fréttum einhvers ljósvakamiðilsins í gær var tíundað hverjar tekjur Samfylkingarinnar hefðu verið af styrkjum frá lögaðilum nokkur ár aftur í tímann og fram til ársins 2006. Gott og vel, þessi umfjöllun á sannarlega rétt á sér en hvar er samanburðurinn við aðra flokka? Hvar er umfjöllunin um styrki lögaðila til Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks frá t.d. árinu 2003? Reikningar þeirra eru sannarlega ekki á vef flokkanna.
Væri það ekki efni í rannsókn fyrir öflugan blaðamann eins og Agnesi Bragadóttur að grafa upp styrki til B og D og hafa til samanburðar við styrki til Samfylkingarinnar eða duga hálfkveðnar vísur?
Smelltu tvisvar til að sjá stærri mynd. Hér er aðeins fjallað um þrjá flokka, B, D og S.
"Á ekki örugglega að vera 2+2 vegur alla leið austur," hvíslaði maðurinn í eyra mér.
Þegar ég sneri mér við blasti við mér glottið á Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarfulltrúa og fráfarandi alþingismanni. Hann var að rifja upp rimmu sem við tvö áttum á mínum fyrsta bæjarstjórnarfundi þar sem ég bar fram ályktun til samþykktar þess efnis að bæjarstjórn Kópavogs teldi að þjóðvegurinn milli Reykjavíkur og Selfoss, Suðurlandsvegur, ætti að vera 2+2 vegur. Slíkri tillögu fann Ármann allt til foráttu, þetta var bæði of dýrt og auk þess væri umferðaröryggi á Suðurlandsvegi ásættanlegt.
Þetta var um áramótin 2006/2007 en ég sagði reyndar ekki frá þessu hér á blogginu fyrr en í aprílmánuði það sama ár þegar ályktunin hafði sofið í örmum bæjarráðs í 105 daga.
Í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningar lýsti þáverandi samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, því yfir að hann myndi styðja við það að vegurinn austur yrði 2+2 vegur en það var þó ekki fyrr en í lok mars á þessu ári sem núverandi samgönguráðherra, Kristján L. Möller, boðaði til blaðamannafundar þar sem afdrif Suðurlandsvegar voru kynnt. Í fréttatilkynningunni kemur fram að vegurinn frá Lögbergsbrekku að Litlu kaffistofunni verði 2+2 vegur, þaðan og að Kambabrún verði vegurinn 2+1 vegur en að vegurinn frá Kambabrún austur á Selfoss verði 2+2.
Persónulega hefði ég kosið að vegurinn yrði 2+2 vegur alla leið, en að teknu tilliti til þeirra framkvæmda sem þegar hafa átt sér stað á Hellisheiði þar sem umferðaröryggi hefur stórlega verið bætt.
Að þessu gefnu verð ég að segja að ég get sætt mig við niðurstöðu núverandi samgönguráðherra í málinu. Að vísu finnst mér fjármagnið til framkvæmdanna heldur klént, en það er kreppa og allt er betra en ekki neitt í þessu árferði.
Hins vegar finnst mér glottið á fráfarandi þingmanninum ekki við hæfi, honum hefði verið nær að styðja mig og ályktunina þegar hún kom fram um áramótin 2006/2007.
Eftir að hafa hlustað á fréttir af styrkjum til stjórnmálaflokka um páskana ákvað ég að fara í smá rannsóknarvinnu, ekki ýkja merkilega þó, og skoða hvað Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking gáfu upp mikla styrki frá lögaðilum á árinu 2007 og bera saman við þær fjárhæðir sem flokkarnir hafa gefið upp frá stærstu styrktaraðilum sínum á árinu 2006. Mér finnst niðurstöðurnar dálítið merkilegar.
Framsóknarflokkurinn fékk samtals 23.500.000 krónur frá 11 lögaðilum á árinu 2006. Á árinu 2007 fá þeir samtals um 25.600.000 krónur í styrki frá öllum lögaðilum. Mismunurinn jákvæður uppá 2,1 milljón.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk samtals 81.000.000 króna frá 9 lögaðilum á árinu 2006 en flokkurinn safnaði samtals 56.900.000 krónum frá öllum lögaðilum á árinu 2007. Mismunurinn neikvæður uppá 24,1 milljón.
Samfylkingin fékk samtals 36.000.000 krónur frá 15 lögaðilum á árinu 2006 en flokkurinn aflaði samtals 10.756.000 krónum frá öllum lögaðilum á árinu 2007. Mismunurinn neikvæður uppá 25,2 milljónir.
Málefni REI (Reykjavik Energy Invest) og GGE (Geysir Green Energy) hefur verið rifjað upp nú þegar í ljós hefur komið að Sjálfstæðisflokkurinn þáði risagjafir frá FL group og Landsbankanum í lok árs 2006, nokkrum dögum áður en lög um að styrkir lögaðila til stjórnmálaflokka mættu ekki fara yfir 300 þúsund krónur. Einhverra hluta vegna hafa Sjálfstæðismenn komið með þá undarlegu söguskýringu að þeir hafi stöðvað samruna REI og GGE. Af því tilefni er rétt að rifja eftirfarandi samantekt Sigrúnar Elsu Smáradóttur upp. Bendi auk þess á bloggið hennar Láru Hönnu, sbr. færslu mína hér að neðan.
REI málið
Staðreyndir málsins eru Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leiddu stofnun REI og sameiningarviðræður milli REI og GGE en FL-group var meirihlutaeigandi GGE. "Hetjuleg" framganga 6 menninganna í REI málinu birtist sem nafnlausir lekar í fjölmiðlum.
Niðurstaða borgarfulltrúahóps Sjálfstæðisflokks var að selja ætti REI með 20 ára einkaréttasamningnum, en GGE átti forkaupsrétt.
Það var undir forystu 100-daga meirihlutans sem samrunasamningnum var rift.
Tengsl REI málsins við risastyrki Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur Þór Þórðarson tók við stjórnarformennsku í Stjórn OR eftir borgarstjórnarkosningar (en hann hafði stutt Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson dyggilega í prófkjöri). Skömmu eftir að Guðlaugur biður varaformann stjórnar FL-group um að safna styrkjum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, samþykkti stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ( í mars 2007) að stofna hlutafélagið Reykjavik Energy Invest utan um útrásarstarfsemi OR.
Í júní 2007 tók Haukur Leósson við stjórnarformensku í OR og sat einnig í stjórn REI og fylgdi því samrunaferlinu frá upphafi. Fram hefur komið í fréttum að Haukur Leósson var endurskoðandi Sjálfstæðisflokksins árið 2006 og vissi um risastyrkina og hafði rætt þá við forsvarsmenn flokksins.
Þetta er athyglisvert í því ljósi að í niðurstöðu stýrihóps borgarráðs sem Svandís Svavarsdóttir stýrði og Sigrún Elsa Smáradóttir sat í fyrir hönd Samfylkingar segir meðal annars:
"Við vinnu stýrihópsins kom í ljós að FL-group, sem hafði verulega fjárhagslega hagsmuni af því hvernig þjónustusamningur OR og REI yrði, hafði bein áhrif á samningsgerðina eins og fram kemur í tölvupóstssamskiptum milli FL-group og OR . Þetta verður að teljast óeðlilegt í ljósi þess að samningurinn var á milli tveggja fyrirtækja í meirihlutaeigu borgarinnar og formleg staða FL-group gagnvart þeim fyrirtækjum engin. Þannig telur hópurinn að hagsmunum OR hafi ekki verið gætt nægjanlega vel við samningsgerðina."
Síðar í skýrslu stýrihópsins segir:
"Stýrihópurinn gagnrýnir sérstaklega þau vinnubrögð að aðkoma einkaaðila að verkefninu skuli hafa verið með þeim hætti að einum tilteknum aðila stæði auðlindin til
boða án þess að eðlilegs jafnræðis milli aðila væri gætt."
Einnig er rétt að hafa í huga að ef sjálfstæðismenn í borginni hefðu náð fram sínum vilja og REI hefði verið selt, eftir sameininguna við GGE, hefði GGE haft forkaupsrétt að hlutnum. Þannig hefði FL-group getað eignast allan hlutinn í REI með 20 ára einkaréttarsamningi.
Aðdragandi REI málsins, aðkoma minnihluta
REI var stofnað í valdatíð fyrsta meirihluta þessa kjörtímabils en í þeim meirihluta sátu sjálfstæðismenn og framsóknarmenn. Fulltrúar þeirra leiddu samningaviðræður við GGE um sameiningu GGE og REI.
Minnihlutinn átti engan fulltrúa í stjórn REI og kom því hvergi nærri því örlagaferli. Í stjórn REI voru til að mynda kaupréttasamningar samþykktir og þeim síðar breytt eftir harða gagnrýni minnihlutans eftir að minnihlutinn kom upp um samningana og að endingu voru þeir svo felldir niður í stjórn REI.
Enginn fulltrúi minnihlutans greiddi því atkvæði með eða á móti þeim kaupréttarsamningum, því í stjórn REI átti minnihlutinn ekki fulltrúa.
Samruninn var vissulega samþykktur mótatkvæðalaust í stjórn OR 3. október 2007. Enda hafði veigamiklum þáttum verið haldið leyndum fyrir kjörnum fulltrúum og var talað um algjöran trúnaðarbrest í því sambandi. Meðal annars var eðli 20 ára einkaréttarsamnings ekki kynnt.
Fulltrúar minnihlutans í stjórn OR óskuðu eftir frestun á málinu en frestunartillagan var felld af meirihlutanum. Meirihluta sjálfstæðismanna og framsóknarmanna.
Það var svo minnihlutinn sem náði að draga fram í dagsljósið meinbugina sem voru á þessum gjörningi. Það fór ekki fram hjá neinum að mikil ólga var innan borgafulltrúahóps Sjálfstæðisflokksins þegar kvarnast fór upp úr þeirri glansmynd sem dregin hafði verið upp af sameiningu REI og GGE. En sú óeineining birtist helst í nafnlausum lekum innan úr hópnum og því varla um mikla hetjudáðir að ræða.
Sjálfstæðismenn vildu afhenda FL-group REI
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins héldu blaðamannafund í ráðhúsinu þann 8. október 2007 þar sem þeir kynntu niðurstöðu þriggja tíma sáttafundar sem þeir höfðu þá setið á með sjálfum sér. Niðurstaða þess fundar var að selja ætti REI að fullu út úr Orkuveitunni. Reyndar láðist þeim að ræða þessa niðurstöðu við samstarfsflokkinn, sem ekki gat unað henni og sleit samstarfinu þremur dögum síðar. Hefði Sjálfstæðisflokkurinn náð að hrinda vilja sínum í framkvæmd hefði GGE átt forkaupsrétt að fyrirtækinu og þar með 20 ára einkaréttasamningi á öllum erlendum verkefnum OR.
Hvernig nokkur maður getur látið sig dreyma um að hægt sé að falsa söguna þannig að sexmenningarnir svokölluðu hafi bjargað REI er óskiljanlegt.
Það var svo 100-daga meirihlutinn og vinna stýrihóps undir forystu Svandísar Svavarsdóttur sem fór yfir málið í heild sinni og rifti samrunanum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson