Leita í fréttum mbl.is

"Á ekki örugglega að vera 2+2 vegur alla leið austur," hvíslaði maðurinn í eyra mér

"Á ekki örugglega að vera 2+2 vegur alla leið austur," hvíslaði maðurinn í eyra mér.

Þegar ég sneri mér við blasti við mér glottið á Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarfulltrúa og fráfarandi alþingismanni. Hann var að rifja upp rimmu sem við tvö áttum á mínum fyrsta bæjarstjórnarfundi þar sem ég bar fram ályktun til samþykktar þess efnis að bæjarstjórn Kópavogs teldi að þjóðvegurinn milli Reykjavíkur og Selfoss, Suðurlandsvegur, ætti að vera 2+2 vegur. Slíkri tillögu fann Ármann allt til foráttu, þetta var bæði of dýrt og auk þess væri umferðaröryggi á Suðurlandsvegi ásættanlegt.

Þetta var um áramótin 2006/2007 en ég sagði reyndar ekki frá þessu hér á blogginu fyrr en í aprílmánuði það sama ár þegar ályktunin hafði sofið í örmum bæjarráðs í 105 daga.

Í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningar lýsti þáverandi samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, því yfir að hann myndi styðja við það að vegurinn austur yrði 2+2 vegur en það var þó ekki fyrr en í lok mars á þessu ári sem núverandi samgönguráðherra, Kristján L. Möller, boðaði til blaðamannafundar þar sem afdrif Suðurlandsvegar voru kynnt. Í fréttatilkynningunni kemur fram að vegurinn frá Lögbergsbrekku að Litlu kaffistofunni verði 2+2 vegur, þaðan og að Kambabrún verði vegurinn 2+1 vegur en að vegurinn frá Kambabrún austur á Selfoss verði 2+2.

Persónulega hefði ég kosið að vegurinn yrði 2+2 vegur alla leið, en að teknu tilliti til þeirra framkvæmda sem þegar hafa átt sér stað á Hellisheiði þar sem umferðaröryggi hefur stórlega verið bætt.

Að þessu gefnu verð ég að segja að ég get sætt mig við niðurstöðu núverandi samgönguráðherra í málinu. Að vísu finnst mér fjármagnið til framkvæmdanna heldur klént, en það er kreppa og allt er betra en ekki neitt í þessu árferði.

Hins vegar finnst mér glottið á fráfarandi þingmanninum ekki við hæfi, honum hefði verið nær að styðja mig og ályktunina þegar hún kom fram um áramótin 2006/2007.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband