Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2010

Rétt skal vera rétt

Eftirfarandi erindi barst mér í dag.

Ingibjörg HinriksdóttirSćl og blessuđ.

Af rćlni sá ég ađ mín var getiđ á bloggi ţínu á mbl.isRétt er sem ţar kemur fram ađ ég hafi ekki skilađ inn upplýsingum tilríkisendurskođunaar um kostnađ í prófkjörum vegna viđleitni minnar til ađláta gott af mér leiđa í samfélaginu.

Hitt kemur ekki fram ađ strax ađ loknu prófkjöri birti ég á heimasíđuminni allar upplýsingar varđandi prófkjörskostnađ minn - ţar međ talinnútreiknađan kostnađ á hvert fengiđ atkvćđi. Skemmst er frá ţví ađ segja ađég greiddi allan kostnađ úr eigin vasa - líklega innan viđ ein mánađarlaun láglaunamanns.

Allar upplýsingar lágu ţví fyrir opinberlega strax ađ loknuprófkjöri og engin ástćđa til ađ bregđast viđ á öđrum vettvangi löngusíđar.

Nú hef ég afmáđ ţessar upplýsingar af heimasíđu minni og hef enginafskipti haft af "pólitík" eftir ađ mér varđ ljóst ađ hugsjónir mínar áttu ekki upp á pallborđiđ á ţeim vettvangi sem ég vildi hasla mér völl á.

Mér ćtti vćnt um ađ ţú kćmir málavöxtum á framfćri á "ţínum / samavettvangi".

Góđ kveđja,Steinn Kárason

ps. innan skamms kemur ú hljómplatan mín "steinn úr djúpinu"í laginu Paradís sem ţar er ađ finna er óđur til Íslands sem endurspeglarađ hluta hugsjónir mínar og elsku til landsins míns Íslands

kv. sk


Trúin á meirihlutaflokkum síđustu 20 ára farin

Fylgishrun Framsóknarflokksins í Kópavogi var gríđarlegt í sveitarstjórnarkosningunum sl. laugardag. Ţađ sama má segja um Sjálfstćđisflokkinn sem tapar ríflega ţriđjungi ţeirra atkvćđa sem flokkurinn fékk áriđ 2006.

Raunar er ţađ ţannig ađ allir ţeir flokkar sem eiga fulltrúa í bćjarstjórn Kópavogs tapa fylgi frá ţví fyrir fjórum árum en ađeins tveir flokkar tapa manni, Sjálfstćđisflokkur og Samfylking.

Ţađ er athyglisvert ađ skođa töfluna sem sýnir atkvćđafjölda á bak viđ flokkana fjóra áriđ 2006 annars vegar og áriđ 2010 hins vegar. Ţar sést ađ nćrri helmingur ţeirra sem kusu Framsóknarflokkinn áriđ 2006 yfirgefa hann í kosningunum 2010. 

 

B

D

S

V

2006

1789

6610

4646

1546

2010

991

4142

3853

1341

 

798

2468

793

205

 

44,61%

37,34%

17,07%

13,26%

Í fréttum undanfarna daga hafa komiđ fram fullyrđingar um ađ Samfylkingin hafi tapađ jafnmiklu fylgi og Sjálfstćđisflokkur og Framsóknarflokkur til samans. Ţađ má örugglega sjá ţađ hafi menn til ţess einbeittan vilja og horfi einungis á fulltrúafjöldann. En atkvćđatölurnar ljúga ekki, ţar er fylgishrun Framsóknarflokksins í Kópavogi gríđarlegt, alveg gríđarlegt!

Ég ćtla ekki ađ koma međ söguskýringu á fylgishruni Framsóknar hér, mín vegna hefđi hruniđ mátt verđa enn meira og algjört. En hitt er ađ fylgishruniđ frá árinu 2002, ţegar hinn farsćli leiđtogi Framsóknarmanna Sigurđur heitinn Geirdal, var og hét er allt ađ ţví ótrúlegt. Í kosningunum 2002 kusu 3.776 Kópavogsbúar Framsóknarflokkinn, fylgishruniđ miđađ viđ kosningarnar 29. maí sl. telur 2.785 atkvćđi eđa nćrri 74%. 

Tafla sem sýnir atkvćđamagniđ segir meira en mörg orđ. Svona lítur hún út milli flokkanna fjögurra árin 2002, 2006 og 2010.

 

B

D

S

V

2002

3.776

5.097

3.821

831

2006

1.789

6.610

4.646

1.546

2010

991

4.142

3.853

1.341

Mism 02

-2.785

-955

32

510

Hlutf 02

-73,76%

-18,74%

0,84%

61,37%

Á ţessari töflu má sjá ađ Vinstri hreyfingin grćnt frambođ hefur unniđ mikiđ á í Kópavogi á síđustu átta árum. Samfylkingin heldur sínu fylgi ađ mestu en flokkarnir tveir sem stýrt hafa bćnum tapa nćrri ţví fjögur ţúsund atkvćđum sín á milli.  

Af ţessu má draga ţann ályktun ađ rökrétt sé ađ ţeir flokkar sem nú eiga fulltrúa í bćjarstjórn Kópavogs reyni ađ ná saman um stefnumál og verkefni. Kópavogsbúar eru búnir ađ missa trúna á 20 ára meirihlutanum og ţó fyrr hefđi veriđ!

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband