Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Algjörlega sammála

Þá mun það vera vísindalega sannað, að hljóðið sem heyrist þegar kastað er upp er það óþægilega sem fólk heyrir. Þá hefur komið í ljós, að konur eru viðkvæmari fyrir hljóðum en karlmenn.
Lesa meira

Alveg er ég sammála þessari niðurstöðu. Reyndar finnst mér ælupest vera það versta sem getur komið fyrir mig og geri ég allt sem ég get til að koma í veg fyrir að maturinn sem ég hef sett oní mig í ómældu magni komi sömu leið til baka. Ég skal gefa ykkur nokkur góð ráð til þess að koma í veg fyrir að maturinn fari upp:

  1. Drekka gott staup af Whiskey og fara að sofa. Shocking
  2. Ef þú sofnar ekki strax, settu fjóra púða undir bakið á þér og reyndu að sofa sitjandi. Sleeping
  3. Ef það gengur ekki taktu þér bók í hönd og reyndu að lesa þig í svefn, skólabækur klikka aldrei en ef þú hefur þær ekki við höndina þá má reyna að lesa einhverja góða bók eftir Gabríel Garcia Lorca, klikkar aldrei að maður sofnar á fyrstu síðu! Smile
  4. Þamba sódavatn, þegar það gýs í maganum og auðveldar matnum að fara rétta leið. W00t
  5. Borða meira, helst eitthvað sem þú færð í magann af og ýtir matnum niður (ekki nema í algjörri neyð). Sick
  6. Setjast á salernið og reyna að tæma þarmana. Sideways

Ef allt þetta klikkar þá er best að vera á salernið með fötu og vona það besta. Smile

 


mbl.is Æluhljóð það versta í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála KR-ingi

Það hefur ekki oft gerst í mínu lífi að ég vitni í það sem vinir mínir í KR segja en ég rakst á slíka snilld á netinu áðan að ég verð að deila því með ykkur.

http://krreykjavik.is/?kr=frettir&vID=462

Greinin er ágætlega vel skrifuð og sönn er hún og þörf í þá umræðu sem spunnist hefur um formannskjör KSÍ. Nokkra punknta langar mig að draga út úr greininni og tek algjörlega undir allt það sem þar er sagt:

  • Greinarhöfundur efast ekki um að Halla er sannlega mikil áhugakona um knattspyrnu en efast þó um hæfni hennar til að gegna hinu ábyrgðarmikla starfi formanns KSÍ.
  • Umræðan hefur tekið á sig kvenpólitíska mynd sem er miður, enda eiga fótbolti og stjórnmál ekki samleið, en um það hafa stór knattspyrnusambönd líkt og UEFA verið mér sammála.
  • Vinstri-Grænum lukkaðist reyndar að flækja málin enn frekar með ályktun sinni á flokkráðsfundi dagana 19. – 20. janúar. Þar er framboði Höllu hampað og talað um að það marki tímamót.
  • Vinstri-Grænir áfellast KSÍ án nokkurs rökstuðnings, sem er bagalegt.
  • Mikið vatn hefur runnið til sjávar og það er ekki síst að þakka KSÍ sem hefur barist ötullega gegn ójafnrétti í fótbolta, hvort sem það er kynjabundið eða af öðrum illum rótum runnið.
  • KSÍ hefur ekki vanrækt skyldur sínar við almenna iðkendur íþróttarinnar og næsta sumar er væntanleg ítarleg skýrsla um árangur íslenskra félagsliða við innleiðingu og framkvæmd reglna KSÍ um lágmarksmenntun þjálfara.
  • KSÍ hefur unnið að markaðssetningu fótbolta sem fjölskyldu- og þjóðaríþróttar, enda má hverjum manni það vera ljóst að hagur KSÍ er fólgin í sem mestri útbreiðslu íþróttarinnar, en ekki einungis meðal karlmanna.
  • Greinarhöfundur fagnar auknum áhuga almennings á fótbolta og telur það ekki skipta nokkru máli hvort karlmaður eða kona er í forystu hverju sinni, svo fremi sem að gildum KSÍ er haldið til haga.
  • Framboð af pólitískum toga, líkt og greinarhöfundur telur hér vera um að ræða, á aftur á móti ekki að sjást í fótbolta.

Lifðu heill kæri KR-ingur, þetta voru orð í tíma töluð.

 


Gott framtak hjá Bónus

Mynd 418148 Verslanakeðjan Bónus hefur tekið upp á því að verðlauna þá birgja sem ekki hafa hækkað verð á vörum sínum til verslunarinnar, með því að vekja sérstaka athygli viðskiptavina á þessum vörum, að sögn Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónuss.

Þetta er snilld hjá Bónus. Þeir sýna með þessu enn og aftur að það er fyrst og fremst Bónus sem hefur haldið verðlagi á matvöru niðri á undangengnum árum, ekki ríkisstjórnin eða aðgerðir hennar. Lækkun virðisaukaskatts á matvæli væri skammvinn ef ekki kemur til þessar aðgerðir Bónuss. Í gamla daga var alltaf rætt um heildsala sem helstu auðmenn þjóðarinnar og sjálfsagt hefur það átt við einhver rök að styðjast. Nú ber minna á þessum auðmönnum, sem ganga undir nafninu byrgjar þessa dagana, a.m.k. ef miðað er við eigendur banka og flutningsfyrirtækja, en líklega eru þeir þó í hópi þeirra einstaklinga sem helst hafa hagnast á öðrum skattalækkunum ríkisstjórnarinnar og sjálfsagt eru margir þeirra í þeim hópi sem greiðir bara skatt af fjármagnstekjum og rætt var um í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.

Það er samt önnur saga en vonandi munu aðrar verslanir, Nettó, Fjarðakaup og fleiri taka þetta upp eftir Bónus og stuðla þannig að því að hinn almenni launþegi á Íslandi fái notið skattalækkunarinnar, þó ég spái því að hún verði afar skammvinn.

 


mbl.is Bónus verðlaunar birgja sem ekki hafa hækkað verð á vörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar í nánd

Tekist í hendur eftir undirritun samningsins. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, og Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, og Jóhannes Sigfússon, formaður Landssambands sauðfjárbænda, skrifuðu í dag undir nýjan samning um starfsskilyrði sauðfjárræktar til ársins 2014.

Það mætti halda að það væru kosningar í nánd. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar spreða peningum eins og þeir eigi lífið að leysa og allt í einu eru engin sérstök áform um að draga úr þenslu eða slá á eyðslu landans. Nei, aldeilis ekki, nú eru kynntir samningar um skilyrði til sauðfjárræktar til ársins 2014, hendur komandi ríkisstjórnar eru bundnar fyrir aftan bak og afleiðingarnar mun alls ekki hvíla á herðum þeirra sem stjórna í þessari ríkisstjórn. Alls ekki, frekar en fyrri daginn.

Og hvað er þetta með að samningurinn við sauðfjárbændur kosti 16 þúsund milljónir, af hverju eru tölurnar ekki nefndar sínu rétta nafni og talað um 16 milljarða króna? Hljóma 16 þúsund milljónir betur? Ég veit ekki, kannski? Kannski finnst fólki 16 þúsund milljónir vera minna en 16 milljarðar, kannski finns sauðfjárbændum 16 þúsund milljónir vera meira en 16 milljarðar.

Hitt veit ég að þegar verið er að tala um tvöföldun Suðurlandsvegar þá standa 8 milljarðar króna í ráðherra samgöngumála, og hann vill helst ekki ræða um tvöföldun Vesturlandsvegar heldur. En að splæsa 16 milljörðum í sauðfjárbændur það er í lagi.

Mér er ekki illa við sauðfjárbændur, því fer fjarri, þeir eru mikið heldur vinir mínir. Hins vegar er það þó þannig að hagkvæmni í rekstri meirihluta sauðfjárbúa er afar takmörkuð. Menn eru að kúldrast á litlum jörðum og hagkvæmni stærðarinnar er látin fyrir róða í einhversskonar sveitarómantík. Það er hreinlega ekki hægt að bjóða íslenskri þjóð uppá það að styðja þessa atvinnugrein langt umfram aðrar þegar fjölmargir bændur þrjóskast við að hagræða í rekstrinum hjá sér. Að setja 16 þúsund milljónir í þessa atvinnugrein á næstu sjö árum er glapræði að mínu mati og ekkert annað. Ef þessir fjármunir væru notaðir í hagræðingu þá væri það í lagi en að efla nýliðun í sauðfjárræktinni er verri kostur en þegar framsóknarflokkurinn kom kvótakerfinu á. Þá var þó verið að stemma stigu við fjölda skipa, nú er ýtt undir fjölgun bænda.

Mér finnst þetta vitleysa og peningum skattborgaranna illa varið og þetta segi ég með fullri virðingu fyrir sauðfjárbændum, sem líklega verða uppnefndir auðfjárbændur eftir þetta.

 


mbl.is Nýr sauðfjársamningur undirritaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einmitt

Hellisheiðarvirkjun. Hveralyktin sem skynugir höfuðborgarbúar telja sig hafa fundið í haust og í vetur er engin ímyndun heldur er um að ræða alvöru hveralykt frá borholum Hellisheiðarvirkjunar. 
 

Ég hef einmitt fundið fyrir brennisteinslyktinn öðru hvoru og þá sérstaklega á morgnana þegar veður er stillt. Í gamla daga var manni sagt að brennisteinslyktin væri fyrir náttúruhamförum en í dag fær maður engar slíkar vísbendingar enda lyktin allt að því daglegt brauð.

Annars hef ég gaman að þessari lykt og þá sérstaklega þegar erlendir gestir koma í heimsókn. Þetta er sívinsælt umræðuefni í formlegum kvöldverðarboðum, næst á eftir spurningunni hvort viðkomandi hafi komið áður til Íslands. Ef þetta er fyrsta ferð þá kemur alltaf spurningin, hefur þú fundið lyktina af vatninu? Alltaf er svarið játandi og þá upphefst fyrirlestur um það hvað Íslendingar eru sniðugir að bora eftir heitu vatni og nota það til húshitunar og þrifa.

Þetta leggst samt misvel í gesti okkar. Sumir þora varla að baða sig þar sem lyktin er svona vond af heita vatninu og baða sig úr köldu vatni í staðinn.  Mjög gott, eða þannig, að vera kannski á Íslandi í 4-5 daga og þora ekki að fara í heitt bað!

Annars erum við Íslendingar engu skárri þegar við bregðum okkur bæjarleið. Kannast menn kannski ekki við það að leggja ekki einu sinni í að tannbursta sig uppúr vatninu í krananum? Ég reyni nú alltaf að prufa vatnið þegar ég er erlendis, ef mér finnst óbragð af því þá sleppi ég að drekka það en ég reyni nú yfirleitt alltaf að tannbursta mig uppúr vatninu þó það bragðist illa.

 


mbl.is Lyktina af virkjuninni leggur niður í byggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blogg á Mogganum

Mér finnst þetta hálf undarlegt að vera í bloggheimum og er alls ekki viss um að ég verði hér oft. Vísa hins vegar á að ég á mér mjög svo varanlegt og áhugavert heimilisfang á www.ingibjorg.net. Lítið í heimsókn ef ykkur leiðist.

 


Flott hjá mínum mönnum

Það var flott hjá mínum mönnum að ná jafntefli gegn Tottenham á White Hart Lane. Þetta er erfiður heimavöllur og Tottenham er þannig lið að það getur dottið í gírinn og unnið hverja sem er eða verið eins og þeir eiga að sér og tapað fyrir hverjum sem er.

Babtista var óheppinn þegar hann skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik en sá bætti það upp! Góður leikur hjá honum og strákunum öllum.

Áfram Arsenal.


mbl.is Jafntefli á White Hart Lane
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 129408

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband