Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Þóra er verðugur forseti lýðveldisins

Sú sýn sem Þóra lýsti í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun var í fullum samhljómi við skoðanir mínar um það hvernig forsetaembættið eigi að vera. Í embætti forseta Íslands á að sitja einstaklingur sem talar kjark í þjóðina, sem sameinar, einstaklingur sem er maður sátta og samlyndis. Því miður hefur núverandi forseti brugðist í því hlutverki. Þess vegna þarf breytingu.

Mér finnst erfitt að trúa því að íslensk þjóð sé ekki sammála þessari fullyrðingu, sérstaklega nú um stundir:

Forsetinn, sem er kjörinn beint af þjóðinni, er tákn um einingu ríkisins. Sá sem er kjörinn verður fyrst og fremst að vinna að því að sameina fólk og því tel ég að hann eigi að láta stjórnmálaflokkana um hina pólitísku umræðu. 

Ef þú ert sammála þessu þá er Þóra rétti kosturinn.

Mikið hefur verið rætt um málskotsréttinn og notkun á honum. Það sem Þóra segir er svo rétt, „það ber ekki að tala um málskotsréttinn af léttúð“.

Málsskotsréttinum var ekki ætlað að vera nýttur eins og borðtuska eftir máltíðir.  Þóra sagði að ef sú staða kæmi upp að þingið ætlaði sér að keyra í gegn mál, eins og t.d. aðildarsamning að ESB án þess að spyrja þjóðina, þá væri rétt að taka málsskotsréttinn upp og beita honum. Þessu er ég hjartanlega sammála.

Forsetinn á ekki að beita sér í pólitísku dægurþrasi, hann á að vera yfir slíkt hafinn og ...

 Hann getur ekki farið út í heim og talað gegn utanríkisstefnu sem stjórnvöld hafa mótað.

Langflest af því sem Þóra talaði um í viðtalinu voru í fullkomnum samhljómi við mínar skoðanir og lokaorð hennar um arfleið sína á stóli forseta falla í frjóan jarðveg hjá mér.

Ég vona að hún (arfleifðin) verði eitthvað á þá leið að eftir mína forsetatíð þá hefðum við stigið nokkur góð skref, kannski stór, í átt að því að ná betri samhljómi

 Ég kýs Þóru Arnórsdóttur í forsetakosningunum 30. júní nk.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband