Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2009

Siđferđisţrek ţingmannsins

ALŢINGISMAĐURINN Jón Gunnarsson stakk niđur penna í málgagni Sjálfstćđisflokksins í Kópavogi, Vogum, sem dreift var fyrir skömmu. Ber hann ţar miklu lofsorđi á bćjarstjórann í Kópavogi fyrir ţađ ađ hafa „sýnt mikiđ siđferđisţrek" í lífeyrissjóđsmálinu svokallađa. Ađ vísu segir alţingismađurinn ađ vissulega hafi bćjarstjórinn„fariđ á svig viđ lög" í störfum sínum sem formađur lífeyrissjóđsins, en ţađ skín í gegnum grein hans ađ hinn siđferđislegi styrkur bćjarstjórans hafi hreinlega boriđ hann ofurliđi og hann sagt af sér ţess vegna.

Jón Gunnarsson, sá hinn sami og skrifar í Voga um siđferđisţrek bćjarstjórans í Kópavogi, situr á Alţingi Íslendinga en starfsmenn ţeirrar stofnunar hafa m.a. ţann starfa ađ setja ţjóđinni lög sem ćtlast er til ađ almenningur fylgi og fari eftir. Ţađ ađ fara á svig viđ lög er ekki léttvćgt atriđi og ţađ ber ađ mínu viti engan vott um siđferđisţrek ađ víkja sćti ţegar grunur leikur á ađ formađur stjórnar opinberrar stofnunar hafi „gerst brotlegur viđ lög".

Ţingmađurinn nefnir í upphafi greinar sinnar málefni fyrirtćkis dóttur bćjarstjórans, ţađ sem mikill styr stóđ um skömmu áđur en FME vék stjórn LSK frá. Ţađ var gott hjá honum ađ nefna, ţví ţegar málefni LSK komst í hámćli lá ţegar fyrir krafa frá samstarfsflokki Sjálfstćđismanna í bćjarstjórn Kópavogs ađ bćjarstjórinn viki sćti vegna ţess máls. Og bćjarstjórinn var á förum ađ kröfu framsóknarmanna. Engu ađ síđur lítur ţingmađurinn svo á ađ ţađ hafi veriđ ađ kröfu Samfylkingarinnar sem bćjarstjórinn vék. Samfylkingin er ekki í meirihlutasamstarfi í bćjarstjórn Kópavogs og hefur ţví ekkert úrslitavald um ţađ hvort bćjarstjórinn segir af sér eđa ekki, slíkt er alfariđ á forrćđi Framsóknarflokksins.

Jón Gunnarsson, tók sćti á Alţingi Íslendinga áriđ 2007 og hefur hefur stutt Sjálfstćđisflokkinn og forystusveit hans í gegnum súrt og sćtt um árabil. Alţingismađurinn Jón Gunnarsson hefur ekki minnst einu orđi á siđferđisţrek sitt og félaga sinna, ţeirra sem seldu íslensku bankana, sem lögđu af Ţjóđhagsstofnun og stjórnuđu bćđi forsćtisráđuneyti og fjármálaráđuneyti á ţeim tímum sem kallađir voru „mestu uppgangstímar Íslandssögunnar" - hvert er ţeirra siđferđisţrek?

Er nema von ađ illa sé komiđ fyrir ţjóđinni ţegar siđferđisţrek sjálfstćđismanna er mćlt í ţví hversu oft og mikiđ ţeir fara á svig viđ lög.

Ingibjörg Hinriksdóttir
varabćjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi

ps. međfylgjandi grein birtist í Morgunblađinu 22. júlí 2009.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband