Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2009

Ég má til

ađ benda á bókanir sem áttu sér stađ á fundi bćjarstjórnar Kópavogs sl. ţriđjudag, ţ.e. daginn áđur en Gunnar benti á ađ hann stjórnađi veđurfarinu í bćnum.

Ţá tók til máls Ţór Ásgeirsson og lagđi hann fram eftirfarandi bókun:
„Sú spilling og siđblinda, sem er stađfest ađ hafi viđgengist undir stjórn Sjálfstćđisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi er skelfileg.  Ábyrgđ bćjarstjóra er ţar klárlega mest, en á honum ber núverandi meirihluti alla ábyrgđ.  Allt tal um ađ engin lög hafi veriđ brotin, embćttismönnum sé um ađ kenna og ađ afmćlisnefndin eigi ađ sćta ábyrgđ er eitthvert aumasta yfirklór sem sést hefur.  Bćjarbúar eiga betra skiliđ. Sá vandrćđagangur  sem veriđ hefur á yfirstjórn bćjarins undanfarna daga er ólíđandi bćđi fyrir bćjarbúa og starfsfólk bćjarins.  Hér  á fundinum hafa samstarfsmenn bćjarstjóra í Sjálfstćđisflokki og Framsóknarflokki variđ allar hans gerđir og verk og bera ţví fulla ábyrgđ á ţessum vinnubrögđum.
Ólafur Ţór Gunnarsson, Guđríđur Arnardóttir, Jón Júlíusson, Flosi Eiríksson, Ţór Heiđar Ásgeirsson."
 
 
Ţá tók til máls Ómar Stefánsson og bar af sér sakir.  Ţví nćst tók til máls Flosi Eiríksson og bar af sér sakir.
 
Hlé var gert á fundi kl. 18:37.  Fundi var framhaldiđ kl. 18:56.
 
Til máls tók Ásthildur Helgadóttir og lagđi hún fram eftirfarandi bókun:
„Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstćđisflokks mótmćlir ţví, ađ lög hafi veriđ brotin og vísar ţví á bug ađ spilling og siđblinda líđist í bćjarstjórn Kópavogs.  Ţađ er einnig ljóst ađ bćjarstjóri hefur axlađ ábyrgđ. Málflutningur vinstri manna í bćjarstjórn Kópavogs stjórnast af upphrópunum og órökstuddum fullyrđingum.
Ásthildur Helgadóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Gunnsteinn Sigurđsson, Sigurrós Ţorgrímsdóttir og Ómar Stefánsson."
 
Hlé var gert á fundi kl. 18:56.  Fundi var framhaldiđ kl. 19:04.
 
Ţá tók til máls Ţór Ásgeirsson og lagđi fram eftirfarandi bókun:
„Ţađ vekur athygli og ber kannski vott um ákveđiđ siđferđi ađ Gunnar Ingi Birgisson, bćjarstjóri, og ađalađili málsins sem hér er til umrćđu skuli telja ţađ viđeigandi ađ skrifa undir bókun um eigin gerđir. Annađ í bókun um meirihlutans er ekki svara vert.
Guđríđur Arnardóttir, Jón Júlíusson, Flosi Eiríksson, Ţór Ásgeirsson, Ólafur Ţór Gunnarsson."

Fundargerđin öll.


Kópavogur, bćrinn minn

Enn einu sinni skrifa ég fćrslu undir nafninu Kópavogur, bćrinn minn. Ađ ţessu sinni er tilefniđ ţjóđhátíđardagurinn, 17. júní, en í fyrra fór ég um bćinn og tók myndir á ţessum degi. Útkomunni púslađi ég saman og notađi ljúfan blokkflautu undirleik Gísla Helgasonar viđ klippuna.

Um leiđ og ég óska ţér gleđilegrar ţjóđhátíđar býđ ég ţér ađ sjá Kópavog, bćinn minn. Fjallkonan á Rútstúni er knattspyrnukonan Guđrún Erla Hilmarsdóttir.

Ţađ skal tekiđ fram ađ ég gerđi myndbandiđ í sjálfbođavinnu og ţáđi ekki krónu fyrir, Kópavogsbć er heimilt ađ nota efni myndbandsins hvar og hvenćr sem er. Myndbandiđ er hér til hliđar, en ţú getur líka stytt ţér leiđ og smellt á ţennan tengil.

 


Greinin hvarf

Ég var búin ađ skrifa langa grein um fréttir gćrdagsins úr Kópavogi. Ýtti síđan á einhvern takka og greinin ţurrkađist út. Held ađ bláa höndin hafi haft frumkvćđi ađ ţessum brjálćđislegu ofsóknum og ég neyđist til ţess ađ hćtta viđ ađ skrifa greinina.

Kjarninn í henni var ţó ţessi:

„Gunnar víkur ađ kröfu Framsóknarflokksins“ (sagt í fréttum Stöđvar 2 í gćrkvöldi - og reyndar víđar).

Ţetta er allt Samfylkingunni ađ kenna (er kjarninn í orđum Gunnars).

Já, sćććććlllll!

Annars bendi ég á "Fréttaskýringu Jennýar Önnu um bćjarstjórnarpólitík í Kópavogi!"


Hvenćr axla menn ábyrgđ og hvenćr axla menn ekki ábyrgđ

Í kvöldfréttum RUV kom fram ađ Gunnar ćtli sér í veikindaleyfi og víkja sem bćjarstjóri en sitja áfram sem bćjarfulltrúi. Er ţetta lausnin sem Ómar kynnti hjá framsóknarmönnum og honum var faliđ ađ vinna eftir? Gunnar verđur áfram bćjarstjóri ađ nafninu til og einhver hirđsveina hans leysir hann af í daglegu amstri međan hann jafnar sig af fyrirfram ákveđnum veikindum, en hann mun vera á leiđ í hnéađgerđ. Sćtta framsóknarmenn sig virkilega viđ ţetta?

Er ţađ afsögn ţegar menn fara í veikindaleyfi? Mér finnst ábyrgđin sem ţeir kumpánar axla er lítil sem engin. Hvađ finnst ţér?

 


Kópavogur - bćrinn minn (framhald)

Um miđjan febrúar skrifađi ég nokkrar fćrslur hér á bloggiđ mitt um upplifun mína af ţví ađ vera kjörinn varabćjarfulltrúi í Kópavogi. Ástćđan fyrir ţessum skrifum var sú ađ mér ţykir undurvćnt um bćinn minn og fann hjá mér ţörf til ađ segja frá ţví hvernig stjórnunarstíllinn er međal meirihlutaflokkanna í Kópavogi.

Frá ţví í febrúar hefur margt gerst og hefur vćntanlega ekki fariđ framhjá neinum ađ bćjarstjórinn í Kópavogi hefur átt í vök ađ verjast undanfariđ vegna viđskipta viđ fyrirtćki dóttur hans, Frjálsa miđlun, undanfarin ár. Fjölmiđlar hafa veriđ uppfullir af fréttum af málinu og ég held ađ fjölmiđlafulltrúi Kópavogsbćjar hafi skrifađ grein í Morgunblađiđ í morgun í nafni bćjarstjórans ţar sem reynt er ađ verja ţćr ávirđingar sem fram koma í hans garđ í endurskođunarskýrslu Deloitte vegna viđskiptanna viđ Frjálsa miđlun. Svo virđist sem varnarrćđan falli ađ ţessu sinni í grýttan jarđveg, enda er ţolinmćđi ţjóđarinnar gagnvart spillingu, einkavinavćđingu og öđru slíku löngu brostin.

Í vörn sinni hefur bćjarstjóranum orđiđ tíđrćtt um ađ Kópavogsbćr hafi samţykkt siđareglur fyrst allra sveitarfélaga á Íslandi. Ef einhversstađar var ţörf á siđareglum í sveitarfélögum á Íslandi ţá var ţađ í Kópavogi, siđareglurnar voru ţví settar hér af brýnni nauđsyn. En í tilefni af umrćđum bćjarstjórans um siđareglurnar er vert ađ rifja upp ţađ sem ég skrifađi í febrúar um tilurđ ţessara siđareglna.

Nýjasta dćmiđ um ţvingunarstarfsemi bćjarstjórans eru siđareglur sem samkomulag var um ađ taka upp innan stjórnkerfis Kópavogsbćjar. Var ţađ skođun bćjarfulltrúa minnihlutaflokkanna ađ samkomulag vćri um ađ siđareglurnar vćru unnar í samvinnu allra flokka. En á síđasta bćjarstjórnarfundi ber svo viđ ađ bćjarstjóri leggur siđareglurnar fram til fyrri umrćđu, án ţess ađ bera frumdrög ţeirra undir minnihlutann. Og ekki nóg međ ţađ, hann ćtlađist til ţess ađ reglurnar yrđu samţykktar til síđari umrćđu án mikilla athugasemda af hálfu minnihlutans. Viđ slíkt var ađ sjálfsögđu ekki unađ af okkar hálfu en í ţessu máli eins og svo mörgum öđrum var meirihlutavaldi beitt í ţeim tilgangi einum ađ ađeins ein skođun sé markćk, ţannig var lýđrćđiđ boriđ ofurliđi og raddir okkar hafa mátt sín lítils.

Ţađ er ţví hjákátlegt ađ heyra bćjarstjórann hreykja sér af siđareglunum nú ţegar hann sjálfur er uppvís ađ afar misjöfnum viđskiptaháttum um langt árabil.

Fyrst ég er byrjuđ ţá get ég ekki hćtt án ţess ađ minnast ögn á manninn sem ber ábyrgđ á meirihlutanum í Kópavogi, fulltrúa Framsóknarflokks, formann bćjarráđs. Drengurinn sá háđi á sínum tíma hatramma baráttu viđ ţá nýjan frambjóđanda í flokknum, Samúel Örn Erlingsson. Samúel virtist eiga góđa möguleika á ađ ná langt í frambođinu, jafnvel markmiđi sínu sem var 1. sćtiđ á lista flokksins fyrir bćjarstjórnarkosningarnar 2006. Ég var stödd á heimili Samúels ţegar talning í prófkjörinu fór fram. Lengi vel munađi afar mjóu á milli ţeirra félaga en Ómar hafđi nauman sigur ţegar upp var stađiđ.

Fljótlega eftir prófkjöriđ kvisuđust út fréttir um ađ ekki hafi allt veriđ sem sýndist í prófkjöri ţeirra framsóknarmanna. Orđrómur um fjölda sjálfstćđismanna sem mćttu á kjörstađ var sterkur, sem og um „óeđlilega“ framkomu háttsettra starfsmanna bćjarins sem eiga ađ hafa smalađ bćjarstarfsmönnum í prófkjöriđ. Ţótti víst ađ ţar hafi verđandi formađur bćjarráđs beitt áhrifum sínum sem bćjarfulltrúi og starfsmađur bćjarins til hins ýtrasta auk ţess sem orđrómur var uppi um ađ bćjarstjórinn hvetti sitt fólk til ţess ađ styđja viđ Ómar í prófkjörinu. Ţađ er ekkert ólöglegt viđ ţessi meintu afskipti bćjarstjórans og starfsmanna bćjarins ađ prófkjöri framsóknarmanna. Prófkjöriđ var opiđ og öllum frjálst ađ taka ţátt en ţađ er ljóst ađ ađstöđumunur milli frambjóđenda í 1. sćtiđ var afar mikill.  Ţađ má einnig spyrja sig af hverju efsti mađur á lista Sjálfstćđisflokksins hafi beitt sér međ ţeim hćtti sem orđrómur er uppi um ađ hann hafi gert í prófkjöri Framsóknarflokksins.

Miđađ viđ framansagt er ljóst ađ formađur bćjarráđs á bćjarstjóranum skuld ađ gjalda og nú er spurningin ţessi, mun Ómar gjalda Gunnari greiđann eđa mun hann standa vörđ um heiđur, ćru og sóma Kópavogsbćjar.

(ögn leiđrétt/lagfćrt í dag 12. júní)


Ţakklát fyrir vináttu

Í kvöld hittumst viđ nokkrar vinkonur úr MK - einu sinni sem oftar - en frá ţví áriđ 1983 höfum viđ veriđ saman í "saumaklúbb". Auđvitađ var um margt ađ spjalla og margt ađ rćđa, ţjóđfélagsástandiđ, fjölskyldurnar og allt annađ sem engu máli skiptir.

Í kvöld gerđi ég mér endanlega grein fyrir ţví ađ vinátta sem hefur haldist stöđug í svona langan tíma er vináttan sem skiptir öllu máli. Auđvitađ eignast mađur marga ađra vini í gegnum vinnu og áhugamál en ţessi vinátta sem myndast á mótunarárum manns sjálfs skiptir, ţegar upp er stađiđ, einhvern vegin meira máli en öll önnur vinátta.

Fyrir ţetta er ég óendanlega ţakklát. Knús á alla vini mína!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband