Leita í fréttum mbl.is

Fé án hirðis, hús á hirðis, hver er munurinn

Í tilefni af fréttum dagsins um hústökufólkið við Vatnsstíg datt mér í hug hvort ungmennin væru ekki að fara að tillögu HHG um að gera "dautt" fé "lifandi" - láta það fara að vinna. Mér sýnist svona í fljótu bragði að ungmennin hafi þarna fundið "hús án hirðis" og gert það þannig úr garði að það varð til gagns.

Með þessum orðum er ég ekki að bera í bætifláka fyrir ungmennin, síður en svo. Þau voru í mínum huga klárlega að brjóta lög, en spurningin er hvort sé löglegra, að hirða fé án hirðis úr sparisjóðunum eða hús án hirðis á Vatnsstígnum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Var það svo ekki Pétur Blöndal sem barðist fyrir því að SPRON yrði hlutafélag eða að minnsta kosti að í þeim banka væri "Fé án hirðis" Og nú er eftir breytingar er allt það fé horfið. Þessi hugmyndafræði hægrimanna hrinur nú í allar áttir og þjóðfélögin með þeim.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.4.2009 kl. 18:53

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þarna eruð þið að rugla saman hlutunum. Þarna er um hús að ræða með hirði og eiganda. Vandamál eigandans er að borgin hefur ekki klárað að ákveða hvað má gera á þessum reit, rífa og byggja nýtt og svo framvegis.

Í sparisjóðunum þar sem þið vísið til orða Péturs Blöndal var um að ræða sjóði í þeim sem enginn átti samkvæmt lögum en samt var elíta sem taldi sig umkomna að deila þeim sjóðum og drottna yfir þeim án þess að eigendur sparisjóðsins fengi nokkuð um það ráðið. Sjáið bara ráðstöfun geislaBAUGsfeðga á slíkum sjóðum eins og frægt er.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.4.2009 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 129508

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband