Leita í fréttum mbl.is

Finnið fimm villur

Ég veit þetta er illa gert gagnvart söngkonunni en Smári Jökull bloggvinur minn var með þessa færslu á blogginu sínu. Hann biður fólk um að finna 5 villur ....!!! 

Mundu svo eftir því að kjósa í skoðanakönnuninni hér til hægri >>>>


Nei takk, alls ekki, ég held ég eigi þetta bara áfram!

Nú fyrir helgina fékk ég sent bréf frá LOGOS lögfræðistofu. Fyrst hugsaði ég hvort ég væri komin í einhver vandræði sem ég vissi ekki að ég ætti í vændum og var ögn kvíðin þegar ég opnaði bréfið. Inní bréfinu voru nokkurt magn pappíra þar sem mér er tjáð að ég geti "selt" eign mína í Exista til BBR ehf.

"Ha?" hugsaði ég með mér, "var ég ekki búin að tapa öllu í Exista?"

Þegar ég las áfram kom í ljós að BBR vildi gera mér tilboð í hluti mína í félaginu og yrði ég að undirrita meðfylgjandi samþykkis- og framtalseyðublað og senda það til LOGOS lögmannsþjónustu.

"Nú," hugsaði ég enn á ný. "Ætli ég eigi þá einhverja þúsundkalla eftir af þessum 100 þúsund krónum sem ég setti í félagið um mitt ári 2007."

Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem ég fletti yfir á næsta blað og þvílík vonbrigði. "Hlutafé að nafnvirði 5.716 kr. x 0,02 = Samtals kaupverð: 114 krónur!"

"Yeah, right," ... 114 krónur fyrir 100 þúsund kall tveimur árum síðar.

Nei takk, alls ekki, ég held ég eigi þetta bara áfram! 


Verður lengi í minnum haft

Mig langar til að segja ykkur frá stórkoslegri skemmtun sem ég tók þátt í  á föstudag en það er erfitt að átta sig á hvar á að byrja. Á föstudagskvöld var nefnilega haldið kvennakvöld Breiðabliks, en það hefur ekki verið haldið í 2 ár eftir að hafa verið fastur liður á hverju vori.

Undirbúningur tók ekki sérlega langan tíma því þegar ákvörðun hafði verið tekin og 10 kvenna undirbúningshópur settur saman var eins og allar konurnar ynnu saman sem einn hugur. Allt var keyrt af stað, orð látið út berast og reynt að draga eins margar konur í Smárann og unnt var.

Það verður að segjast eins og er að kvöldið heppnaðist fullkomlega. Fullt hús, frábær matur, skemmtiatriði við allra hæfi og gleðin var allsráðandi. Hvað er hægt að biðja um betra?

Öllum þeim sem lögðu hönd á plóg til að gera kvöldið svona vel úr garði þakka ég fyrir þeirra þátt, skemmtikröftum kvöldsins þakka ég þeirra framlag og konunum öllum sem mætti þakka ég stuðninginn við meistaraflokk Breiðabliks. Þetta kvöld verður lengi í minnum haft.

 


Heiftarleg fráhvarfseinkenni á Alþingi

Yfir morgunkaffinu geta landsmenn lesið yfirlýsingar formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins um „fullnaðarsigur“ flokksins í stjórnarskrármálinu. En þegar þjóðin fer að rýna í eðli þessa svokallaða sigurs er hætt við að kaffið fari öfugt ofan í mannskapinn. Þau atriði sem sjálfstæðismönnum á þingi tókst að taka af dagskrá með málþófi og yfirgangi gengur út á þrennt eins Samfylkingin hefur bent á.
  1. Að afnema varanlega vald til að gefa eða selja einkaaðilum sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar.
  2. Færa almenningi vald til að geta haft bein áhrif á mál milli kosninga með ákvæðum um þjóðaratkvæðagreiðslur.
  3. Færa almenningi beinna vald til breytinga á stjórnarskrá með ákvæði um hvernig stjórnarskrá er breytt milli kosninga.

Þegar þingmenn Sjálfstæðisflokksins hamast gegn þessum sjálfsögðu breytingum með þeim rökum að verið sé að svipta Alþingi hulta verkefna sinna eða valda er klárlega litið framhjá því að þar verður valdið ekki til. Valdið á uppruna sinn hjá almenningi, í kosningum. Helst mætti halda að Sjálfstæðismenn hafi ákveðið að sjá hvorki né heyra því fólkið, almenningur, hefur frá því í október sett fram kröfu um að meirihlutavald á Alþingi verði tekið frá Sjálfstæðisflokknum. Þessi krafa hefur einnig komið skýrt fram í skoðanakönnunum að undanförnu þar sem fylgi við íhaldsflokkinn, sem allt eins gæti kallast valdsýkisFLokkur, miðað við það hversu heiftarleg fráhvarfseinkenni þeir hafa sýnt í þinginu undanfarna daga.

Ein afleiðing þess að hafna því að stjórnarskrá megi breyta í samræmi við þjóðarvilja á miðju kjörtímabili í stað þess að aðeins Alþingi geti gert slíkt á tvennum þingum, er sú að tefja lyktir mögulegra samninga við Evrópusambandið um aðild óháð vilja kjósenda eða stöðu á þeim tíma. Það þarf mjög sérstakan hugsunarhátt til að kalla framtíðarhindranir í vegi þess að skýlaus þjóðarvilji nái fram að ganga „fullnaðarsigur.“

Laugardaginn 25. apríl fær almenningur, fólkið í landinu, kjósendur tækifæri til að sýna hug sin í verki, losa Ísland við sérhagsmunapólitík Sjálfstæðisflokksins og koma á samfélagi þar sem jöfnuður, jafnrétti og bræðralag ræður för.


Fé án hirðis, hús á hirðis, hver er munurinn

Í tilefni af fréttum dagsins um hústökufólkið við Vatnsstíg datt mér í hug hvort ungmennin væru ekki að fara að tillögu HHG um að gera "dautt" fé "lifandi" - láta það fara að vinna. Mér sýnist svona í fljótu bragði að ungmennin hafi þarna fundið "hús án hirðis" og gert það þannig úr garði að það varð til gagns.

Með þessum orðum er ég ekki að bera í bætifláka fyrir ungmennin, síður en svo. Þau voru í mínum huga klárlega að brjóta lög, en spurningin er hvort sé löglegra, að hirða fé án hirðis úr sparisjóðunum eða hús án hirðis á Vatnsstígnum?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband