23.4.2009
Gróa á Leiti
Mörg undanfarin ár hefur Halldór nokkur Jónsson verið fastapenni í áróðursriti Sjálfstæðismanna í Kópavogi, Vogum. Þegar ég leit á www.mbl.is í morgun sá ég svarthvítu myndina af kappanum og svona líka snilldarlega orðaða fyrirsögn: Fékk Samfylkingin 100 milljónir niðurfelldar ?
Sem von er þá vekur fyrirsögn sem þessi áhuga, ég vissi þó hver bæri ábyrgð á skrifunum, svo varinn var settur á áður en ég hóf lesturinn. Aðeins fyrstu orðin gáfu til kynna að nú væri Halldór kominn í hlutverk Gróu gömlu á Leiti, fyrstu fjögur orðin eru: Sú saga gengur staflaust ...svo heldur kappinn áfram að bera út óhróður og staflausa stafi um Samfylkinguna, það góða stjórnmálaafl.
Ekki veit ég hvað Halldóri Jónssyni gengur til með því að bera út óhróður, lygar og ósannindi eins og þau sem hann setur fram í bloggfærslu sinni. Hitt veit ég að Halldór er, hefur verið og mun sjálfsagt áfram verða staðfastur íhaldsmaður, tryggur sínum flokki, sama hvað á gengur. Þegar menn geta ótrauðir fetað í fótspor foringja, eins og þess sem Halldór fylgir í Kópavoginum, þá veit maður að Halldór lætur ekki vondar kosningaspár hafa áhrif á sig. Hann mun áfram styðja sinn flokk með öllum tiltækum ráðum og beita öllum þeim brögðum sem þurfa þykir, til þess að hvítþvo hvítliðina sem eitt sinn voru kallaðir. Á flibba þeirra hefur aldrei fallið kusk svo orð sé á gerandi.
Halldór Jónssyni óska ég alls hins besta og vona að hann eigi marga góða daga fyrir höndum.
22.4.2009
Frelsi - jafnrétti - bræðralag
Úti í fjarskanum hlusta ég nú á beina útsendingu frá kosningafundi frambjóðenda í Reykjavík suður. Mér finnst hiti vera farinn að færast í leikinn. Frammíköll áhorfenda eru margfalt meiri en áður og greinilegt er að FLokkarnir eru með klapplið á bekkjunum.
Einhverra hluta vegna hafa þessi frammíköll vakið meiri athygli hjá mér heldur en þeir kostir og gallar sem frambjóðendur telja upp sjálfum sér til gildis. Mér finnst þetta miður, því ef einhvern tímann hafi þjóðin átt að hlusta á það hvað flokkarnir hafa fram að færa þá er það núna. Frammíköll, ólæti og skipulögð klöpp (sem væntanlega eru ætluð til þess að vinna viðkomandi frummælanda fylgi) missa algjörlega marks, a.m.k. hjá mér.
Það liggur við að mér finnist gott að vera fjarri heimahögum þegar og ef andinn er svona í þjóðfélaginu. Ribbaldar æða milli framboðsskrifstofa og sletta lituðu skyri, krota á gangstéttir og spilla með því umhverfinu, eyða fjármunum og fjárfestingum. Kannski það eina góða sem slík framkoma skapar eru fleiri vinnustundir, sem er gott í sjálfu sér, en flestar þeirra eru unnar í sjálfboðavinnu og eru í sjálfu sér ekki verðmætaskapandi fyrir íslenskt efnahagslíf.
Fyrir ykkur sem enn eru óákvæðin mæli með því að þið kjósið frelsi, jafnrétti og bræðralag og merkið X við S, svo getið þið kosið hér á síðunni líka ------>
21.4.2009
Þú kýst ekki eftirá
Það er ekki tilviljun að meirihluti þjóðarinnar vill að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, haldi áfram að leiða ríkisstjórn og uppbyggingastarfið að loknum kosningum. Það er heldur ekki tilviljun að Samfylkingin er sammála stærstu samtökum launafólks, atvinnurekanda og neytenda um að nauðsynlegt sé fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu að sækja um aðild að ESB sem fyrst eftir kosningar og gefa þjóðinni kost á að eiga síðasta orðið um samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þau skref þarfa að stíga í þágu vinnu og velferðar og til að fyrirbyggja annað hrun.
Aðeins styrkur Samfylkingarinnar í komandi kosningum getur tryggt að samningaviðræður við ESB verði að veruleika strax eftir kosningar og að Jóhanna Sigurðardóttir fái skýlaust umboð til að leiða það starf: Það er ekki hægt að kjósa eftir á.
20.4.2009
Fortíð - Nútíð - Framtíð
Nú í aðdraganda kosninga hef ég margoft fengið að heyra spurninguna: Hvað hefur Samfylkingin gert til að bæta hag heimilanna." Viðkomandi hefur gjarnan svarað sér sjálfur og fullyrt: Ekki neitt!"
En er það svo?
Það tók Sjálfstæðisflokkinn 18 ár að koma Íslandi á hausinn, en það má með vissum rökum benda á að það sé léttara" verk en að reisa lýðveldið aftur upp úr öskustónni. Af þessum 18 árum var Framsóknarflokkurinn hækja" íhaldsins í 16 ár, Samfylkingin var skækja" íhaldsins (eins og Páll Magnússon formannsframbjóðandi í Framsóknarflokknum orðaði það svo smekklega) í 18 mánuði.
Vissulega hrundi íslenska bankakerfið á vakt Samfylkingarinnar þegar hún var í 18 mánuði í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Það er staðreynd sem mun fylgja flokknum inn í kosningarnar nú og um ókomna tíð. Auðvitað átti okkar fólk í ríkisstjórninni að standa sig betur, vera stífari á bremsunni gagnvart sérhagsmuna- og þenslustefnu Sjálfstæðisflokksins og veita meiri og betri upplýsingar en gert var. Mér dettur ekki í hug að halda því fram að Samfylkingin hafi gert allt sem mögulegt var til að koma í veg fyrir hrunið. En það er auðvelt að vera vitur eftir á og slá fram fullyrðingum þegar maður þarf ekki að standa skil á þeim. Því hef ég margsinnis spurt sjálfa mig að því hvað Samfylkingin hefði getað gert betur?
Sjálfstæðisflokkurinn fór með stjórn peningamála í landinu þann tíma sem samstarfið við Samfylkinguna varði. Sjálfstæðisflokkurinn bar ábyrgð á forsætisráðuneytinu (og þar með Seðlabankanum) og fjármálaráðuneytinu. Jú, Björgvin G. Sigurðsson var viðskiptaráðherra og flestir eru samála um að hann hefði getað staðið sig betur, þar á meðal hann sjálfur. Björgvin axlaði ábyrgð á mistökum í stjórn bankamála og sagði af sér. Nokkuð sem ráðherrar úr öðrum stjórnmálaflokku hefðu mátt taka sér til fyrirmyndar. Bankastjóri Seðlabankans á þeim tíma hjálpaði ekki til því honum þóknaðist ekki að tala við ráðherra viðskiptamála í 18 mánaða stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Hann lét sér nægja að vera í einkasamtölum við sína menn", einkasamtöl sem hægt er að segja frá að hafi farið fram en alls ekki má upplýsa um hvað þau fjölluðu.
Á sama tíma var Jóhanna Sigurðardóttir, núverandi forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, að standa vaktina í félagsmálaráðuneytinu og kom á gríðarmiklum kjarabótum fyrir þá sem minnst höfðu á milli handanna.
Hún stóð m.a. að því að:
- afnema skerðingu bóta vegna tekna maka
- skerðingarhlutfall ellilífeyris var lækkað úr 30% í 25%
- tekjutenging launatekna 70 ára og eldri við lífeyri almannatrygginga var að fullu afnuminn
- komugjöld á heilsugæslu fyrir börn voru afnumin
- hámark húsaleigubóta var hækkað um 50%
- stimpilgjöld voru afnumin fyrir fyrstu kaupendur íbúða
- ný jafnréttislög voru sett
Þetta er aðeins hluti þess sem komið var í framkvæmda á innan við ári eftir að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks tók við vorið 2007. Það þarf ekki auðugt ímyndunarafl til að sjá ástandið í íslensku þjóðfélagi fyrir sér í dag ef þessar kjarabætur hefðu ekki verið komnar til framkvæmda fyrir fall bankanna.
Það verður hvorki einfalt né auðvelt að reisa íslenskt samfélag uppúr öskustónni og gera okkur á ný að þjóð meðal þjóða. Það er gríðarlega mikilvægt að almenningur í landinu geri sér grein fyrir því að komandi kosningar snúast í raun um tvær ólíkar leiðir í uppbyggingu og endurreisn þjóðarinnar.
Annarsvegar, er það einkavæðingarleið Sjálfstæðisflokksins sem gengur út á að almenningur greiði sjálfur fyrir sína menntun og heilbrigðisþjónustu. Þeir sem hafa ekki efni á þeirri þjónustu verða þá bara að vera án hennar.
Hinsvegar, er það leið jafnaðarstefnunar þar sem skattar verða hækkaðir til þess að jafna kjör meðal almennings. Með þessari leið getum þó verið viss um að við komum öll til með að hafa jafnan aðgang að mennta- og heilbrigðisþjónustu í framtíðinni hvernig sem fjárhagsleg staða okkar er hverju sinni. Það er ljóst að nú skiptir öllu máli að jafnaðarstefnan verði höfð að leiðarljósi, enn mikilvægar er að þeir sem hafa látið stýrast af sérhagsmunum og einkavinavæðingu verði ekki settir í bílstjórasætið. Það er fullreynt á 18 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins.
Endurreisn íslenska lýðveldisins mun vonandi ekki taka 18 ár, en hún verður að vera byggð á bjargi, það þýðir að það verður að gefa ríkisstjórninni, hver sem hún verður, tíma til að treysta undirstöðurnar. Engum öðrum stjórnmálamanni en Jóhönnu Sigurðardóttur treysti ég betur til að leysa það verkefni. Það eru til skyndi- og brellulausnir eins og 20% niðurfelling skulda og einhliða upptaka evru, slíkar lausnir eru skammtímalausnir byggðar á sandi.
Kæri lesandi, ekki láta blekkjast af brellulausnum og gylliboðum. Veldu það stjórnmálafl sem þú treystir best, þann stjórnmálamann sem hefur í gegnum tíðina talað máli alls almennings í landinu og staðið við bakið á þeim sem minna mega sín.
Taktu upplýsta ákvörðun, merktu X við S í kosningunum á laugardag.
20.4.2009
Af hverju aðildarviðræður um ESB?
Undanfarnar vikur hef ég öðru hvoru átt í orðaskiptum við fólk um það hvort það eigi að sækja um aðild að ESB eða ekki. Iðulega hefur svar mitt verið þetta: "Ég er ekkert viss um að við eigum að ganga í Evrópusambandið. En við getum ekki litið framhjá því lengur að sækja um aðild."
Í þessum orðum er falin ákveðin mótsögn.
Af hverju þarf að sækja um aðild? Jú til þess að það komi í ljós hvað er í boði og hvað það muni kosta okkur. Án aðildarviðræðna getum við ekki vegið það og metið með vitrænum hætti hvort aðild henti okkur eða ekki.
Eini flokkurinn sem hefur lýst því yfir að það eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið er Samfylkingin.
Þegar aðildarviðræður hafa farið fram verður samningur borinn undir þjóðaratkvæði. Í samningnum mun skýrt koma fram hverjir eru kostir og gallar aðildar. þar mun koma fram hvað aðild mun kosta okkur og þar mun koma fram hvað við fáum í staðinn. Án viðræðna munum við aldrei fá svör við þessu.
Þras og þvaður um Evrópusambandið er einskis virði án aðildarviðræðna, þær eru að mínu viti forsenda þess að Ísland geti aftur orðið þjóð meðal þjóða. Guð forði okkur frá því að aftur verði forsenda fyrir útgáfu bókar undir titlinum: Hvernig getur Ísland orðið ríkasta land í heimi.
Það er fullreynt og er ekki það sem við þurfum.
Muna að kjósa í skoðanakönnuninni hér til hægri >>>>>
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson