Leita í fréttum mbl.is

Frelsi - jafnrétti - bræðralag

Úti í fjarskanum hlusta ég nú á beina útsendingu frá kosningafundi frambjóðenda í Reykjavík suður. Mér finnst hiti vera farinn að færast í leikinn. Frammíköll áhorfenda eru margfalt meiri en áður og greinilegt er að FLokkarnir eru með klapplið á bekkjunum.

Einhverra hluta vegna hafa þessi frammíköll vakið meiri athygli hjá mér heldur en þeir kostir og gallar sem frambjóðendur telja upp sjálfum sér til gildis. Mér finnst þetta miður, því ef einhvern tímann hafi þjóðin átt að hlusta á það hvað flokkarnir hafa fram að færa þá er það núna. Frammíköll, ólæti og skipulögð klöpp (sem væntanlega eru ætluð til þess að vinna viðkomandi frummælanda fylgi) missa algjörlega marks, a.m.k. hjá mér.

Það liggur við að mér finnist gott að vera fjarri heimahögum þegar og ef andinn er svona í þjóðfélaginu. Ribbaldar æða milli framboðsskrifstofa og sletta lituðu skyri, krota á gangstéttir og spilla með því umhverfinu, eyða fjármunum og fjárfestingum. Kannski það eina góða sem slík framkoma skapar eru fleiri vinnustundir, sem er gott í sjálfu sér, en flestar þeirra eru unnar í sjálfboðavinnu og eru í sjálfu sér ekki verðmætaskapandi fyrir íslenskt efnahagslíf.

Fyrir ykkur sem enn eru óákvæðin mæli með því að þið kjósið frelsi, jafnrétti og bræðralag og merkið X við S, svo getið þið kosið hér á síðunni líka ------>


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sammála

Helgi Jóhann Hauksson, 23.4.2009 kl. 03:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 129475

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband