27.4.2009
Eftir kosningar
Niðurstöður kosninganna eru mér að skapi, svona að mestu. Auðvitað hefði ég viljað sjá meiri stuðning við minn flokk, Samfylkinguna, sérstaklega í Suðvestur kjördæmi. Tveir þingmenn til viðbótar við þingflokkinn er gott og ég ætla ekki að vanvirða það en það var aðallega tvennt sem kom mér á óvart.
Annars vegar það að sveiflan til VG hafi ekki verið stærri og hitt að Framsóknarflokkurinn skuli hafa bætt svona miklu við sig. Reyndar kemur hið síðarnefnda mér meira á óvart en hitt. Sannast sagna taldi ég að Framsóknarflokkurinn myndi allt að því þurrkast út. Mitt mat er að óánægðir Sjálfstæðismenn hafi ekki viljað flytja sig lengra til vinstri en að Framsókn og þess vegna hafi sá flokkur fengið betri útkomu en talið var. Það er enda ekki mikill munur á þessum flokkum og ég hef reyndar stundum nefnt hann Sjálfsóknarflokkinn og finnst það réttnefni.
Hvað varðar stjórnarmyndunarviðræðurnar þá kemur það ekki til greina af minni hálfu að gefa eftir aðildarviðræðurnar um ESB. Allt annað er fásinna. Ég treysti Jóhönnu Sigurðardóttur til þess að mynda ríkisstjórn sem verður íslensku þjóðinni til sóma til framtíðar litið. Að sama skapi vona ég að Vinstri grænir sjái ljósið í aðildarviðræðunum - og það að slíkar viðræður séu nauðsynlegar til þess að fá botn í umræðuna um ESB aðildina.
26.4.2009
Vægi skoðanakannana
Þann 4. apríl sl. setti ég af stað skoðanakönnun hér á blogginu mínu þar sem ég spurði um það hvaða flokk lesendur síðunnar ætluðu að kjósa. Alls tóku 599 afstöðu til könnunarinnar og af þeim voru 530 gild, 56 ætluðu að skila auðu og 13 ætluðu ekki að kjósa.
Það vekur athygli mína hversu nálægt mín könnun var niðurstöðum kosninganna. Raunar er það þannig að atkvæði til Lýðræðishreyfingarinnar annars vegar og Samfylkingarinnar hins vegar virðast stemma nær alveg. Í minni könnun fékk Samfylkingin t.d. 29,6% greiddra atkvæða en skv. kosningaúrslitum sem nú liggja fyrir á ruv.is fékk Samfylkingin 28,8% atkvæða.
Í raun má segja að þeir sem sækja síðuna mína heim sé nokkuð góður þverskurður af hinu pólitíska landslagi. Ég get ekki annað en verið ánægð með það og þakka ykkur öllum kærlega fyrir heimsóknirnar og þátttökuna í skoðanakönnuninni.
Sigurvegurum kosninganna, þar sem allmargir eru tilnefndir, óska ég til hamingju með árangurinn. Ég hlakka til komandi daga þar sem það mun ráðast hvernig ríkisstjórn Íslands verður skipuð næstu 4 árin.
ingibjhin.blog.is | Kosningar 25.04.09 | Mism. | |||||
B | 45 | 8,5% | 27.699 | 14,8% | 6,3% | ||
D | 140 | 26,4% | 44.369 | 23,7% | -2,7% | ||
F | 32 | 6,0% | 4.148 | 2,2% | -3,8% | ||
O | 47 | 8,9% | 13.519 | 7,2% | -1,6% | ||
P | 4 | 0,8% | 1.107 | 0,6% | -0,2% | ||
S | 157 | 29,6% | 55.758 | 29,8% | 0,2% | ||
V | 105 | 19,8% | 40.580 | 21,7% | 1,9% | ||
alls | 530 | 187.180 |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2009
OKKAR TÍMI ER KOMINN
sagði Jóhanna Sigurðardóttir í kvöld. Hún hefur sjaldan eða aldrei verið eins glæsileg og einmitt þegar hún fagnaði sigri með félögum sínum á Grand Hótel í kvöld. Rétt eins og álfadrottning í ævintýri.
Reyndar er það þannig að sigur Jóhönnu og Samfylkingarinnar er slíkur að helst mætti halda að hann hafi átt sér stað í ævintýri.
Jafnaðarmönnum um land allt óska ég til hamingju með sigurinn og óska Jóhönnu velfarnaðar í stjórnarmyndunarviðræðurnar framundan. Áfram Ísland!
24.4.2009
Makalaus málflutningur ofstækismanna
Undanfarna daga hef ég lýst þeirri skoðun minni með nokkrum rökum af hverju ég kaus Samfylkinguna í Alþingiskosningunum, en ég kaus utan kjörfundar. Ég hef svo sem ekki ætlast til þess að einhver læsi bloggið mitt og breytti frá sannfæringu sinni, enda hef ég reynt að koma mínum sjónarmiðum á framfæri af hlutlægni og eins mikilli einlægni og mér er unnt.
Einhverra hluta vegna hafa bloggarar séð ástæðu til þess að gagnrýna skoðanir mínar, oftast með sérstaklega ómálefnalegum málflutningur, reyndar svo ómálefnalegum að hann er hreint makalaus. Þessa sömu hluti hef ég séð hjá mörgum bloggvinum mínum. Ég er ekki að biðja um það að fá skoðanir ofstækismanna hér inná bloggið mitt, og hef reyndar oftast nær látið þá kumpána í friði. Margir bloggvina minna (og veraldarvina) hafa hins vegar brugðið á það ráð að verja minn málflutning. Fyrir það kann ég þeim miklar og góðar þakkir þó stundum óskaði ég þess að þeir væru ekki að æsa upp ofstækismennina með því að gera þeim til geðs og svara þeim. Orð þessa fólks hafa nefnilega oftar en ekki dæmt sig sjálf og verða sjálfsagt til þess, frekar en bloggið mitt, að óákveðnir lesendur taki ákvörðun með mínum skoðunum frekar en ofstækismannanna.
Mín skoðun á því að styðja Samfylkinguna stendur óhreyfð. Það er búið og gert. Ég hef ekki gleypt við öllu því sem forystumenn flokksins hafa sagt eða gert. Enda tel ég það einn helsta kost Samfylkingarinnar að þar leyfist mönnum að hafa aðrar skoðanir en forystan, þar má maður taka sjálfstæða upplýsta afstöðu. Grundvallarhugsjón jafnaðarmanna er nefnilega svo skýr að útfærsla hennar getur tekið á sig margar myndir og hugsjónir jafnaðarmanna er hægt að framkvæma á margan veg.
Forystumenn flokksins gerðu ákveðin mistök í stjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokknum, þeirri skoðun minni hef ég margoft lýst yfir. Samfylkingin er eini jafnaðarmannaflokkur Íslands og þess vegna stimplaði ég S á kjörseðilinn. Jóhanna Sigurðardóttir er formaður Samfylkingarinnar, þess vegna stimplaði ég S á kjörseðilinn. Jóhanna Sigurðardóttir er forsætisráðherra og þar vil ég hafa hana áfram, þess vegna stimplaði ég S á kjörseðilinn og Jóhanna Sigurðardóttir er sá stjórnmálamaður íslenskur sem þjóðin treystir best, þess vegna stimplaði ég S á kjörseðilinn.
Á morgun færð þú tækifæri til að segja þína skoðun, ég skora á þig að merkja X við S á kjörseðlinum þannig tryggir þú best, að mínu mati, farsæld íslenskrar þjóðar til framtíðar.
24.4.2009
Þjóðin þarf jafnaðarmenn í ríkisstjórn
Kæru landsmenn,
laugardaginn 25. apríl gengur íslenska þjóðin til alþingiskosninga. Kosningar sem fólkið, almenningur, lýðurinn og skríllinn kröfðust í vetur verða loks að veruleika. Laugardagarnir á Austurvelli munu vonandi verða mörgum okkar leiðarljós í framtíðinni um þann kraft og samtakamátt sem býr í íslenskri þjóð þegar á móti blæs.
Undanfarna áratugi hefur verið sagt að minni kjósenda sé stutt, sú mýta mun verða að baki sunnudaginn 26. apríl þegar þjóðin hefur sent Sjálfstæðisflokkinn í langt frí frá stjórnartaumunum. En það skiptir máli hvað verður kosið. Það hefur ekki farið framhjá þeim sem lesa bloggið mitt að ég styð Samfylkinguna til allra góðra verka. Sá stuðningur grundvallast fyrst og fremst á því að Samfylkingin er eini jafnaðarmannaflokkur landsins. Samfylkingin hefur lagt fram skýra stefnu um það hvernig koma á Íslandi út úr þeirri óreiðu sem frjálshyggja og einkavæðing Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leiddi okkur í. Þar skipta aðildarviðræður við ESB mestu.
Þegar hið svokallaða góðæri var sem mest í upphafi ársins 2007 voru alþingiskosningar framundan. Niðurstaðan varð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar með nærri 2/3 hluta þingheims að baki sér. Þá lýsti ég því yfir að ég fagnaði þeirri ríkisstjórn því staða Íslands væri sú að nú færu loksins þeir sem minna mega sín í þjóðfélaginu að njóta góðs af öllum þeim gríðarlega gróða lýst hafði verið og haldið fram að væri í höfn. Það varð líka raunin og þar fór fremst í flokki Jóhanna Sigurðardóttir núverandi forsætisráðherra.
Samfylkingin gerði margt gott og einnig nokkuð rangt á þeim 18 mánuðum sem hún var í slagtogi við Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn. Stærstu mistökin voru þau að gefa eftir að sækja strax um aðild að ESB og fara í aðildarviðræður. Þau mistök verða ekki endurtekin, því hafa verðandi alþingismenn og forysta Samfylkingarinnar lofað og á það legg ég traust mitt.
Traust er það eina sem íslenskir stjórnmálamenn geta teflt fram í dag enda er trúnaður milli þeirra og þjóðarinnar löngu brostinn og skiptir þá engu hvar í flokki menn standa.
Engum íslenskum stjórnmálamanni treysti ég betur en Jóhönnu Sigurðardóttur, hún er formaður Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, og þess vegna kýs ég Samfylkinguna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson