11.1.2009
Fésbók
Undanfarna daga hefur mikið verið fjallað um Fésbókina (Facebook). Atriðið í áramótaskaupinu var bráðfyndið og kannski eins og sumir upplifa Fésbókina. Fyrir nokkrum mánuðum datt ég inn í þetta og hef nú sankað að mér fullt af fólki sem ég þekkti hér einu sinni eða hitti á einhverjum tímapunkti í lífi mínu. Í gær fann ég t.d. frændfólk mitt í Ástralíu sem ég sá síðast fyrir nokkrum árum.
Um helgina fann ég líka minningarsíðu um vinkonu mína sem lést á sviplegan hátt árið 1988 en sonur hennar stofnaði minningarsíðu um móður sína á Fésbók. Hann var aðeins 7 ára, held ég, þegar móðir hans lést og því tel ég að Fésbók geti verið honum mikilvægur upplýsingamiðill til þess að kynnast móður sinni betur í gegnum gamla vini hennar og skólafélaga. Þessar upplýsingar hefði verið óhugsandi fyrir hann að safna saman fyrir örfáum árum, en ég sé að í dag hafa margir gamlir skólafélagar og vinir móður hans haft samband og vonandi verður það til þess að hann fái ljósari mynd af móður sinni í framhaldinu.
Hitt er svo annað að sumar þær upplýsingar sem birtar eru á Fésbók eiga takmarkað erindi þangað, einnig eru ýmiskonar leikir og skoðanakannanir tengdar inná bókina og í fyrir ekki löngu síðan heyrðust fréttir af því að tölvuvírusar smituðust með ýmsum skrám á Fésbók. Það er miður en mín niðurstaða er engu að síður sú að Fésbók sé mikilvæg viðbót við þá möguleika sem veraldarvefurinn býður uppá og ég tek bókinni fagnandi.
Tölvur og tækni | Breytt 12.1.2009 kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.1.2009
Hálsinn er að fyllast!
Staðan er þannig núna, að ég er kominn með uppí háls af aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart þeim tímum sem við stöndum nú frammi fyrir. Ok, látum það liggja milli hluta að benda á sökudólga, en elskulegu samflokksmenn og íhaldsfólk farið nú að bera PÓLITÍSKA ÁBYRGÐ. Ef þið berið ekki persónulega ábyrgð á ástandinu, axlið þá pólitíska ábyrgð, bankarnir féllu á ykkar vakt. Víkið úr stólum ykkar og leyfið öðrum að sýna fram á hverjir bera persónulega ábyrgð, ef það voruð ekki þið þá hafið þið ekkert að óttast!
Eiginlega er ég orðin svo reið og sár á aðgerðarleysinu að ég kem ekki hugsunum mínum á blað. Ég les hins vegar reglulega bloggið hjá Jenný Önnu og Láru Hönnu sem tekst með ólíkum hætti að orða vonbrigði mín gagnvart mínum flokksmönnum og þeirri ríkisstjórn sem ég var svo ánægð með vorið 2007.
Austurvöllur á á eftir, mótmæli fá vonandi ríkjandi stjórnvöld á endanum til þess að axla ábyrgð, til að byrja með pólitíska ábyrgð. Sökudólgana getum við fundið þegar um hægist.
4.1.2009
Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt
Um það leyti sem íslenska efnahagsundrið riðaði til falls varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fara í nokkurra daga ferð til Ísrael. Lengst af dvaldi ég í hafnarborginni Haifa í norðurhluta landsins en einnig átti ég þess kost að fara í skoðunarferð til Nazareth og Galileu vatns. Skemmst er frá því að segja að landið heillaði mig mjög og er ég staðráðin í að gera mér aðra ferð til Ísrael ef þess er nokkur kostur.
Fréttir síðustu daga af átökum á Gaza hafa valdið mér miklum áhyggjum. Ofbeldi, af hvaða rótum sem það er runnið, á í mínum huga aldrei rétt á sér. Loftárásir á almenna borgara eru skelfilegar og ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að nýtt stríð brjótist út fyrir botni Miðjarðarhafs, eins og líkur eru á nú um stundir. Þá daga sem ég dvaldi í Ísrael gafst mér kostur á að ræða við heimamenn um ástandið og hvernig heimamenn líta á þær deilur sem nú virðast vera að komast á alvarlegra stig en þær voru þegar ég dvaldi þarna. Þær samræður ætla ég ekki að rekja hér. Niðurstaða þeirra samræðna var hins vegar sú, í mínum huga, að sjaldan valdi einn þá tveir deila.
Bænir mínar beinast að því að þessir tveir aðilar muni sjá ljós í öllum þessum hörmungum og að þeir finni leið til þess að lifa á þessu landsvæði í sæmilegri sátt og samlyndi. Annað gengur ekki upp.
2.1.2009
Áramótaskaupið
Einn er sá sjónvarpsþáttur sem langflestir, ef ekki allir, landsmenn horfa á. Það er áramótaskaupið. Undir lok hvers árs byrja vangaveltur um hvernig skaupið muni verða og á gamlárskvöld fáum við svarið. Auðvitað sýnist sitt hverjum um skaupið. Bestu skaupin voru að mínu viti uppúr 1980 þegar Flosi, Edda Björgvins og Gísli Rúnar stýrðu skaupinu.
Skaupið núna fannst mér ágætt, mörg atriðin voru óborganleg og karaktersköpunin var mögnuð. Sérstaklega var ég hrifin af leik Ilmar Kristjánsdóttur þegar hún var Gísli Marteinn. En eftir að hafa horft aftur á skaupið þá koma sketsar eins og af ríkisstjórnarfundinum með ísbirninum og þátturinn á ÍNN sterkir inn. Jón Gnarr sem Páll Óskar fannst mér brilljant og símsvarinn hjá stofnununum fannst mér lýsa ástandinu eins og margir sjá það. Enginn heima! Sakbendingin hjá löggunni, bent á alla réttu sökudólgana, en nei ... við skulum ekki benda á neina sökudólga, ekki horfa í baksýnisspegilinn!
"Erum við þá komin af öpum eftir allt saman, sagði sveitt þingkonan og löðrungaði hundinn sinn!" Hverjum dettur þetta í hug!
Það fór þó verulega í taugarnar á mér innlegg Hugleiks Dagssonar. Æi, ekki fyrir minn smekk.
Ég gef skaupinu fína einkunn, þrjár og hálfa til fjórar stjörnur af fimm.
Það var með hálfum huga sem ég lagði af stað til Dollýar vinkonu minnar, nú í lok desember, enda hafði viðskilnaður okkar síðast ekki verið eins og ég hefði kosið. Allt árið hef ég ætlað að hringja í hana og athuga hvort henni hafi orðið meint af svefninum á gólfinu en það eru sjálfsagt margir sem kannast við að árið er liðið áður en maður nær að snúa sér í hring. Áramót eru framundan og enn legg ég í hann til vinkonu minnar, til að fá hana til að spá fyrir um framtíðina.
Kreppan er Dollý, rétt eins og öðrum, hugleikin en ég sé á henni að staða mála fær mjög á hana. Hún verður heldur kreppt í andlitinu og augun skjóta hreinlega gneistum.
Áramótaspá Dollýar er á www.ingibjorg.net
Að lokum óska ég ykkur gleðilegs árs og þakka fyrir ángæjuleg samskipti í bloggheimi á liðnu ári.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.1.2009 kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson