21.1.2009
Of lítið - of seint
Samfylkingarfélagið í Reykjavík samþykkti í kvöld kröfu um tafarlaus stjórnarslit. Þessi krafa er rökrétt framhald af þeirri ólgu sem verið hefur í samfélaginu síðustu 100 daga eða lengur og er nú að ná hámarki sínu. Eina spurningin sem eftir stendur er hvort þetta sé ekki of lítið og of seint?
21.1.2009
Atburðir dagsins
Nú er úr vöndu að ráða. Síðasti sólarhringur hefur verið viðburðarríkur í meira lagi. Mótmæli fyrir framan Alþingishúsið náðu nýjum hæðum í gær og í dag var þeim fram haldið, fyrst fyrir framan Stjórnarráðið og nú þegar þetta er ritað standa yfir mótmæli fyrir framan Alþingishúsið.Í gær var ég bæði stolt og hrædd. Ég er stolt af því að íslenskur almenningur hafi staðið upp úr sófanum og skundað á Austurvöll til þess að vekja þinghemi af Þyrnirósarsvefni. Ríflega 100 dagar eru liðnir frá því að sett voru neyðarlög á Íslandi en á þeim tíma hefur enginn þurft að axla ábyrgð á þeirri stöðu sem íslensku þjóðinni var komið í. Ég legg áherslu á að þjóðinni var komið í þessa stöðu, hún hvorki lenti í þessari stöðu né óskaði eftir því. Það var hópur manna sem kom íslensku þjóðinni í þessa aðstöðu. Þessir menn voru blindaðir af græðgi og þegar í óefni var komið reyndu þeir að hylja yfir glæpinn með því að höndla með peninga sem þeir höfðu ekkert leyfi til að höndla með. Íslenskur almenningur þarf að greiða fjárglæfra þessara manna dýru verði, þjóðin er rúin trausti og fyrirlitin af mörgum þeirra sem við höfum talið til bandamanna okkar til þessa dags.
En ég er líka hrædd. Hrædd vegna þess að mér finnst mótmælin vera komin á það stig að ég get ekki samsamað mig við þau lengur. Skemmdarverk og ofbeldi, af hvers höndum sem það kemur, eru aldrei réttlætanleg. Ofbeldi, þar sem heilsa og líf fólks getur verið í hættu, ber almenningi og lögreglu að forðast sem frekast er unnt. Skemmdarverk á dauðum hlutum eiga heldur ekki rétt á sér. Þarna er verið að skemma eigur þjóðarinnar. Alþingishúsið er okkar eign, það er ekki eign þingmanna þó þeir starfi þar inni. Þjóðin hefur kostað byggingu hússins og viðhald þess. Það sama má segja um Stjórnarráðið og Austurvöll, það er ekkert sem réttlætir skemmdir á þessum hlutum, ekkert!
18.1.2009
Nýr formaður
Þá hafa framsóknarmenn kosið sér nýjan formann. Sigmundi Davíð sendi ég hamingjuóskir og óska honum velfarnaðar í sínu starfi. Það er hins vegar ljóst að það eru engir sérstakir hveitibrauðsdagar framundan hjá nýjum formanni. Þó framsóknarmenn hafi látið í það skína að þeir séu flokkur breytinga og þar með valkostur fyrir hundóánægða íslenska þjóð þá er það hverjum manni ljóst að flokkur sem afneitar fortíð sinni getur ekki átt sér bjarta framtíð. Sagði ekki fyrrverandi formaður flokksins á flokksþinginu að flokkurinn ætti nokkra aðkomu að hruni bankakerfisins. Merkilegt að það skuli koma frá þeim ráðherra sem seldi bankana og bjó til regluverkið í kringum þá.
Það er hins vegar vonarglæta í myrkrinu. Flokksmenn harðneituðu og beinlínis afneituðu þeim sem hafa talið sig meðal flokkseigenda til þessa tíma þegar þeir settu Pál Magnússon í þriðja sæti í fyrstu kosningunum. Það kemur hins vegar á óvart að Sigmundur hafi unnið Höskuld, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að framsóknarmenn hafa áður kosið sér formann sem ekki er þingmaður og ekki fór það nú vel! Ég spái því að það verði eftirmálar af þessu flokksþingi, bæði vegna samþykktar þeirra um að ganga til aðildarviðræða við Evrópusambandið og vegna þess að "rangur" formaður var kosinn. Minni ég í þessu sambandi á uppákomuna í Reykjavík þegar ásakanir gengu um að smölun hefði átt sér stað en það jafnframt tekið fram að þar voru ekki stuðningsmenn Páls Magnússonar á ferð. Það skyldu þó aldrei hafa verið stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Kristjánssonar?
18.1.2009
Austurvöllur
Í gær lagði ég leið mína á Austurvöll ásamt þúsundum annarra Íslendinga. Þar sem ég stóð, ekki langt frá styttunni af Jóni Sigurðssyni svipaðist ég um og velti fyrir mér fólkinu sem var mætt á völlinn. Ef eitthvað er að marka fjölmiðla þá hefðu átt að vera þarna talsverður fjöldi af fólki með dulur fyrir andlitinu. Þarna ættu að vera stuðningsmenn VG (sem eru náttúrulega auðþekkjanlegir á mussunum og sauðsskinnsskónum ... eða eru það framsóknarmenn? ... Breytir engu) og svo var Ástþór Magnússon þarna í miklum mæli (a.m.k. hlutfallslega miðað við þá athygli sem maðurinn fær í fjölmiðlum).
Nei, þetta var ekki svona. Þarna voru greinlega mættar virðulegar húsfrúr úr Vesturbænum, þarna voru læknar, flugmenn og lögfræðingar, háskólastúdentar, bæjarstarfsmenn og atvinnuleysingjar. Það sem sameinaði þetta fólk, fyrir utan mótmælin, var það að flestir virtust vera komnir á miðjan aldur. Langstærstur hluti mótmælenda er á aldrinum 40+. Anarkistar voru jú sjáanlegir, líka stuðningsmenn Ástþórs (sem ég áttaði mig reyndar ekki á fyrr en í dag þegar ég heyrði fréttirnar um fólkið með límbandið fyrir munninn) og svo var þarna einn drengur sem hafði farið í margfalda brúnkumeðferð og gekk um með skilti sem á stóð "Davíð sem forseta". Flestir eða allir gerðu sér fljótlega grein fyrir því að þarna var á ferðinni ungur drengur sem mun ganga í hnapphelduna fljótlega, enda gengu félagar hans hlægjandi á eftir honum og skemmtu sér vel, eins og langsamlega stærstur hluti þeirra sem urðu á vegi hans á Austurvelli.
Segja má að þeir tveir, brúðguminn verðandi og Ástþór hafi skorið sig úr á vellinum. Að öðrum þeirra brostu menn góðlátlega og óskuðu góðs gengis. Hinn var hreinlega boðflenna í partýinu, eins og fullur frændi sem mætir óboðinn í fermingarveislu og menn vilja helst losna við sem fyrst. Í fyrstu þá brostu menn góðlátlega að frændanum en þegar hann vill fara að stjórna veislunni þá grípa menn í taumana og vísa honum vinsamlega á dyr. Ástþór er eins og hann er, það vita allir, og flest höfum við lúmskt gaman að honum. En hér er alvara á ferð, það er þungt í því fólki sem mætir á Austurvöll og það hefur ekki lengur húmor fyrir fulla frændanum, sem hefur svo sem verið í lagi í öðrum partýum. Í dag hafa menn fengið sig fullsadda á kappanum og óska þess heitast að hann láti sig hverfa.
15.1.2009
Hagsmunir hvers?
Föstudaginn 9. janúar sl. birtist heilsíðu auglýsing í Fréttablaðinu þar sem stjórnvöld eru hött er til þess að hefja hvalveiðar á ný. Þessi auglýsing væri svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að undir áskorunina rita sjö sveitarfélög nafn sitt auk fjölmargra hagsmunaaðila, s.s. samtök sjómanna og útvegsmannafélög víða um land. Sveitarfélögin sjö eiga öll nema eitt það sameiginlegt að eiga mikið undir sjómennsku og útgerð. Þau sveitarfélög eru Akraneskaupstaður, Grímseyjarhreppur, Hvalfjarðarsveit, Snæfellsbær, Súðavíkurhreppur og Vestmannaeyjabær. Sjöunda sveitarfélagið er Kópavogsbær.
Hvalveiðar geta svo sem átt rétt á sér fyrir mér en ég set stórt spurningamerki við það að Kópavogsbær, sem á litla sem enga hagsmuni í sjávarútvegi, setji nafn sitt við auglýsingu sem þessa. Fastlega má gera ráð fyrir því að einhver kostnaður hafi hlotist af við það að fá nafn bæjarins á auglýsinguna og ég verð að spyrja að því hvort þeim peningum hefði ekki verið betur varið í eitthvað annað sem snertir Kópavogsbúa meira en það hvort hvalveiðar verði hafnar á ný.
Ekki rekur mig minni til að hvalveiðar hafi verið á dagskrá bæjarráðs eða bæjarstjórnar frá því að ég fór að fylgjast gaumgæfilega með fundum þeirra. En vegna þess að ég er einstaklega óminnug þá ákvað ég að fletta í gegnum fundi bæjarráðs og bæjarstjórnar nokkrar vikur aftur í tímann og fann þar ekkert sem hægt var að túlka sem svo að það væri pólitískur vilji bæjarstjórnar Kópavogs að hefja hvalveiðar á ný. Einhver hefur heimilað það að nafn Kópavogsbæjar væri sett á auglýsinguna og þar liggja tveir embættismenn undir grun, bæjarstjórinn og bæjarritarinn, þó þeir geti sjálfsagt verið einhverjir fleiri.
Hvalveiðar, og hvort þær eru stundaðar eða ekki, er hápólitískt mál. Ég dreg því í efa að bæjarritarinn hafi fundið þetta upp hjá sjálfum sér en það er þó nokkur dæmigert að bæjarstjórinn hafi kvittað uppá þetta. Hann er framkvæmdamaður, eins og þeir voru bestir í villta vestrinu og skýtur fyrst en spyr svo (hann spyr þó alls ekki alltaf!). Ef grunsemdir mínar um aðkomu bæjarstjórans að auglýsingunni reynast réttar þá verð ég að spyrja hverra hagsmuna hann er að gæta með því að setja nafn bæjarins á auglýsinguna. Kópavogsbúar, sem heild, hafa þar engra hagsmuna að gæta.
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson