23.9.2009
Góðir hlutir gerast hægt
Undanfarna daga og vikur hafa ýmsir þrýstihópar farið mikinn í bloggheimum og í fjölmiðlum þar sem því hefur statt og stöðugt verið haldið fram að það sé ekkert að gerast hjá ríkisstjórninni. Þessu hefur verið svo ítrekað haldið fram að margir eru farnir að trúa þessu. Það er eðlilegt og það er í okkar eðli að trúa því sem okkur er sagt, trúa án þess að staðreyna.
En hefur ríkisstjórnin setið auðum höndum? Nei ég held ekki, alþingismenn fengu ekki að fara í sumarfrí fyrr en langt var liðið fram á haustið og ég hef ekki orðið vör við það að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi verið mikið fjarverandi vinnustöðvum sínum, án þess þó að ég hafi lagst í djúpar rannsóknir þar á. Hins vegar hafa margir þeirra sem nú hrópa á torgum tekið sér gott leyfi, ekki náðist í forystumenn Sjálfstæðisflokksins á dögunum og enn dýpra hefur verið niður á forystu Framsóknarflokksins. Nú koma þessir foringjar og gæðingar þeirra fram á sjónarsviðið, endurnærðir og fullir orku eftir gott frí og hamra á ríkisstjórninni og heldur því fram að ekkert hafi gerst á síðustu vikum.
Það er löngu sannað, og það vita allir sannir verkmenn, að það tekur mun styttri tíma að rífa niður heldur en byggja upp. Góðir hlutir gerast hægt, segir einhversstaðar og ég held að forystumenn stjórnarandstöðunnar verði að líta í spegilinn þegar færi gefst og spyrja sjálfa sig, hvað það taki langan tíma að byggja upp það þjóðfélag sem þeir dunduðu sér við að rífa niður á tæpum 10 árum.
Já og ég heyrði í Sigmundi Davíð í útvarpinu í dag, það var hressandi, sumt breytist ekkert!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Þetta eru dæmigerð vinnubrögð stjórarandstöðunnar og fylgifiska þeirra. Þeir vita sosum allt um gullfiskaminni landans. Nú er bara að halda fólki við efnið og snúa vörn upp í sókn og svara þessu liði fullum hálsi og umfram allt að halda landanum vakandi og upplýstum um það sem er að gerast.
Þráinn Jökull Elísson, 23.9.2009 kl. 23:24
Ingibjörg, það er nú óþarfi að fara svona hægt, í morgun fór snigill fram úr ríkisstjórninni.
Sigurður Þorsteinsson, 24.9.2009 kl. 17:37
Siggi ... aaaaahhahahahaha!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 24.9.2009 kl. 19:16
já og Siggi, afturganga sást í Hádegismóum!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 24.9.2009 kl. 19:17
hahaha..ég féll á gólfið af hlátri...stóð svo upp og leit aftur á þessa setningu og svo sprakk ég aftur úr hlátri.
Samspillingin er hlægileg og þið klappstýrurnar eruð grátbroslegar í besta lagi.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.