Leita í fréttum mbl.is

Forkastanlega framganga í Hádegismóum

Eftir tíðindi dagsins frá Hádegismóum hafa margir ákveðið að segja upp Morgunblaðinu og einhverjir hafa hótað að hætta að blogga á Moggablogginu. Sumir hafa jafnvel hvatt aðra til að gera slíkt hið sama á Fasbók, Twitter og hvað þetta heitir allt. Allt vegna þess að karlinn hann Davíð hefur verið ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins. 

Og só vott?

Ég er reyndar ekki áskrifandi að Mogganum og hefði kannski sagt upp áskriftinni í dag, um það get ég ekki fullyrt. Ég get fullyrt að í dag hef ég engar fyrirætlanir um að hætta að lesa mbl.is eða hætta að skrifa hér á blog.is. Ég tel að sú þrönga klíka sem nú ræður ríkjum á Mogganum hafi gott af því að heyra hvað ég hef að segja, enda ég geri ekki ráð fyrir því að það verði þeim allt að skapi.

Framganga forystumanna á Hádegismóum við að segja upp 30 blaðamönnum í dag er allt annað mál og að mínu viti algjörlega forkastanleg. Mér liggur við að spyrja hvað þeir kumpánar tveir sem ráðnir voru í dag fái í laun ef það þarf að segja upp 30 manns á gólfinu? Verst er augljóslega að á þeim lista eru blaðamenn sem hafa varið lunganum af starfsævi sinni hjá fyrirtækinu, hafa starfað þar af dyggð og trúmennsku og þeir hlutu laun erfiðis síns í dag.  Fyrir þetta fordæmi ég nýja eigendur og ég dreg það ekki í nokkurn efa að nýir ritstjórar beri ábyrgð á þessum uppsögnum, nú degi áður en þeir setjast í ritstjórnarstólinn.

Þeir blaðamenn sem fengu uppsagnarbréf í dag eiga samúð mína alla. Sérstaklega þeir blaðamenn sem ég þekki persónulega. En þeir blaðamenn sem eftir sitja fá samúðarkveðjur frá mér, ekki aðeins vegna þess að þurfa að vinna undir flokksaga íhaldsklíkunnar, heldur einnig vegna þess að í dag sjá þeir á eftir góðum vinnufélögum og vinum. Gangi ykkur vel og vonandi haldið þið sjálfstæði ykkar í ykkar skrifum. Það mun ég gera hér á blogginu!

Fyrst ritað 24. endurbirt í dag


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Ingibjörg. Það eru fjöldauppsagnir út um allan bæ. Við getum verið reið yfir því. Hvað hafa stjórnvöld gert fyrir heimilin í landinu og fyrirtækin. Við vitum  bæði að það er grátlega lítið. Tíminn hefur farið í tómstundamál, eins og Icesave og ESB.

Fyrirtækin minnka við sig auglýsingar og allir fjölmiðlar finna fyrir því. Morgunblaðið reyndi að lagfæra reksturinn með ráðningu á Ólafur Þ. Stephensen, en það gekk ekki nógu vel. Davíð Oddson var einn þeirra sem komu til greina sem ritstjóri, og eflaust mun hann trekkja að lesendur. Það hefði hins vegar verið mjög óskynsamlegt að ráða hann einan sem ritstjóra. Svona þér að segja þá hefði mér litist vel á þá hugmynd að ráða þrjá ritstjóra, og þá Ingibjörgu Sólrúnu sem þann þriðja.

Á Morgunblaðinu starfar fólk með mismunandi stjórnmálaskoðanir. Það ætti ekki að skipta neinu máli, því að það ætti að leitast við að vinna faglega. Ef ég hefið mátt ráða hefði ég látið Agnesi Bragadóttur hætta, því hún ein fárra telur að hún eigi að vera einhvers konar áróðursmeistari. Les hana sjaldan sem aldrei. Önnur sínu verri,  sem var í röngu hlutverki var Þóra Kristín Ásgeirsdóttir og hún fauk.

Nú veit ég ekkert hverning til tekst, en ef Davíð heldur uppi málefnalegri gagnrýni, og starfsfólkið við Hádegismóa færir okkur öflugan lýðræðislegan fjölmiðlil þá er ég ánægður. Ef ekki mun fyrirtækið ekki starfa lengi.

Ég hef aldrei skilið þetta hatur Samfylkingarmanna á Davíð Oddssyni og Sjálfstæðismanna á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Þetta minnir mig á hatrið sem sumir stuðningsmenn íþróttafélaganna hafa á einstökum félögum.  Viðbrögðin við ráðningu Davíðs, sannfærir mig bara um það að Davíð Oddsson er mesti ahrifamaður Samfylkingarinnar.

Sigurður Þorsteinsson, 28.9.2009 kl. 10:28

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Siggi, þú hlýtur að sjá það á færslu minni að mér er sko slétt sama um karlinn hann Davíð. Hann má vera þar sem hann er nú eða fara í hundana, mér er nákvæmlega sama.

Hitt finnst mér verra að það þurfi að reka tugi manna, og þá geri ég ekki sérstakan mannamun, vegna þess að karlinn er að næla sér í þægilega innivinnu auk þess að taka eftirlaun sem borgarstjóri, ráðherra og seðlabankastjóri. Það lýsir græðgisvæðingunni sem hann er holdgervingur fyrir og ég fyrirlít.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 28.9.2009 kl. 12:18

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nei Ingibjörg, þvert á móti virðist Davíð ná til þín. Ég held að það sé slæmt þegar konur fá svona kalla á heilann!

Nú man ég ekki hvað margir eru atvinnulausir og ekki virðist það hreyfa mikið við ríkisstjórninni. Það hlýtur að hafa mikil áhrif á þig, ef þessir 30 missa vinnuna á Mogganum. Hjá ríkisstjórninni eru gæluverkefnin sett á oddinn. Fyrst ESB sem þjóðin vill hvorki vita af né sjá, Icesave sem átti að fara í gegn án fyrirvara og nú síðasta gæluverkefnið. Leitin að Jóhönnu. Hvernig heldur þú að kvennalandsliðinu gengi með Jóhönnu sem leiðtoga í stað Sigurðar Ragnars. Hvert heldur þú að þögnin kæmi liðinu. Bara til þess að koma því skýrt á framfæri, mér hefur alltaf þótt afar vænt um Jóhönnu og borið virðingu fyrir henni. Hún er hins vegar alls ekki sá leiðtogi sem þjóðin þarf á að halda núna.

Sigurður Þorsteinsson, 28.9.2009 kl. 13:22

4 identicon

Ingibjörg: Hefur þú einhverjar heimildir fyrir því að Davíð sé að fá öll þessi eftirlaun greidd sem þú telur upp?

Mínar heimildir segja að hann hafi aldrei tekið sér nein eftirlaun og eru það áreiðanlegar heimildir að ég held.

Guðmundur (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 16:15

5 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Það má vera slæmt ef konur "fá svona kalla á heilann" - hitt gæti verið verra þegar karlar eins og þú fá þá á heilann, hvað þá ef þú færð kerlingar eins og mig á heilann. Þá held ég þú þurfir að leita lækninga! Ég skil ekki samlíkingu þína við kvennalandsliðið!

Guðmundur, ég hef ekki guðmund um það hvað Davíð fær í laun eða eftirlaun. Veit hins vegar að hann á rétt á eftirlaunum vegna þessara starfa og mér dettur ekki í hug að hann hafi afsalað þeim öllum. Hann hlýtur að vera á framfæri hins opinbera, enda þekkir hann ekki annað!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 28.9.2009 kl. 16:48

6 Smámynd: Andspilling

Ingibjörg, það er vonlaust að þrasa við hina sýktu. Sjúkdómur þeirra er ólæknandi og það sem heldur þeim gangandi er að þeir smiti aðra af óværunni.

Eina leiðin til að losa samfélagið við þetta samfélags mein er að láta það deyja út með hinum sýktu og vernda þá sem ekki hafa verið sýktir fyrir þeim, ein góð leið er að láta þá einangra sig frá örðum í samfélaginu sem gengur ágætlega þar sem þeir einir virðast eftir á moggablogginu (fyrir utan nokkra sem hætta sér inn til að benda á sjúkleikann).

Andspilling, 28.9.2009 kl. 19:57

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Í íþróttunum höfum við allar gerðir af stjórnendum, bæði innanvallar og utan. Í stjórnum og sem þjálfara. Sigurður Ragnar er dæmi um stjórnenda sem við getum kallað leiðtoga. Í pólitíkinni getum við séð Obama sem hrífur fólk með sér. Leiðtoginn drottnar ekki, fólk hrífst með honum sjálfviljugt. Góður leiðtogi hlustar líka. Ég ber virðingu fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur sem pólitíkus, en hana vantar of marga þætti til þess að vera sá leiðtogi sem þessi þjóð þarf á að halda einmitt nú. Kannski ættum við að fá Sigurð Ragnar sem forsæðisráðherra?

Sigurður Þorsteinsson, 28.9.2009 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 129405

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband