10.1.2009
Hálsinn er að fyllast!
Staðan er þannig núna, að ég er kominn með uppí háls af aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart þeim tímum sem við stöndum nú frammi fyrir. Ok, látum það liggja milli hluta að benda á sökudólga, en elskulegu samflokksmenn og íhaldsfólk farið nú að bera PÓLITÍSKA ÁBYRGÐ. Ef þið berið ekki persónulega ábyrgð á ástandinu, axlið þá pólitíska ábyrgð, bankarnir féllu á ykkar vakt. Víkið úr stólum ykkar og leyfið öðrum að sýna fram á hverjir bera persónulega ábyrgð, ef það voruð ekki þið þá hafið þið ekkert að óttast!
Eiginlega er ég orðin svo reið og sár á aðgerðarleysinu að ég kem ekki hugsunum mínum á blað. Ég les hins vegar reglulega bloggið hjá Jenný Önnu og Láru Hönnu sem tekst með ólíkum hætti að orða vonbrigði mín gagnvart mínum flokksmönnum og þeirri ríkisstjórn sem ég var svo ánægð með vorið 2007.
Austurvöllur á á eftir, mótmæli fá vonandi ríkjandi stjórnvöld á endanum til þess að axla ábyrgð, til að byrja með pólitíska ábyrgð. Sökudólgana getum við fundið þegar um hægist.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Urrrrrrrrrrrrrrrrr
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.1.2009 kl. 23:17
Það verður að halda kosningar í vor, hjá því verður vart komist. - Stærsta ástæðan er að þessi samsetning á ríkisstjórn getur ekki tekið þær ákvarðanir sem þarf. Auk þess skortir ríkisstjórninna því miður tiltrú, hugmyndir, frumkvæði, frumleika, þor og umboð til þeirra stóru verkefna sem við blasa.
- Þá er ég ekki að gleyma að Jóhanna á félagsmála-vaktinni hefur ekki klikkað á sínu svo langt sem það nær innan þessarar gerðar ríkisstjórnar.
Helgi Jóhann Hauksson, 11.1.2009 kl. 07:31
Gott að sjá einhvern gagnrýna "sitt" fólk, það versta sem við getum gert er að flykkja okkur í skotgrafirnar, deila okkur upp í nokkra hópa sem allir eru blindir á "eigin" fólk en sjá allt hjá "hinum".
Staðan er nefnilega einfaldari, það eru tveir hópar, annarsvegar eru það flest okkar, og þar á meðal e.t.v. einhverjir þingmenn, svo eru það örfáir áhugamenn um vald hinna fáu yfir mörgum.
Þannig get ég bent þér á að ríkisstjórnin var ekki aðgerðalaus, hún byggði upp óeirðalögreglu, reynsluók henni við Rauðavatn, er að þjálfa stóra viðbót við sérsveitina, og síðast en ekki síst, Geir Haarde lagði mikla áherslu á að nú væri ekki tíminn til að benda fingrum, og flestir stjórnmálamenn hafa svo sannarlega heyrt skilaboð leiðtoga síns með það.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 11:57
Já það er í raun ótrúlegt hvað stjórnmálamönnum okkar finnast þeir vera algjörlega lausir við að bera nokkra einustu ábyrgð á því ástandi sem við erum komin í. Hvar ætla þeir síðan að finna þessa 80 milljarða sem ríkið þarf að borga í vexti? Jú í heilbriðisgeiranum, þar virðist vera hægt að skera niður um einhverja milljarða án þess að það komi niður á þjónustunni!
Guðrún S Hilmisdóttir, 11.1.2009 kl. 12:15
Jenný ... grrrrrr
Helgi, sammála kosningar í vor og ekkert kjaftæði. Jóhanna er best og gerir það sem í hennar valdi er.
Gullvang, það versta sem nokkur stjórnmálamaður í valdastöðu gerir er að safna í kringum sig já-fólki. Það er því mikilvægt fyrir samflokksmenn að horfa gagnrýnum augum á gjörðir þeirra. Ég efast ekki um það eitt augnablik að stjórnmálamennirnir telja sig vera að gera sitt besta, stundum er það ekki nóg. Oft er það ekki það sem almenningur vill. Í dag snýst krafan held ég fyrst og fremst um að menn axli sína pólitísku ábyrgð en séu ekki eins og strútar, búnir að stinga höfðinu í sandinn.
Guðrún, 80 milljarðar segir þú, Gulli heilbrigði segist spara 1,3 milljarða á ári. Sú spurning hefur stundum skotist upp í kollinn á mér hvort staðan sé ekki einfaldlega sú að Íslendingar hafi ekki efni á þeirri velferðarþjónustu sem búið var að byggja upp? Þá þarf að forgangsraða og segja sannleikann en ekki setja allt í einhvern hagræðingarfasa sem allir eru búnir að fá nóg af!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 11.1.2009 kl. 17:13
Slagorðið er því:"Háls í Kjós", ég bæði veit,vil og skil,ég á ekkert eftir nema aulafyndni. Ætlarðu að hirta gömlu.
Helga Kristjánsdóttir, 15.1.2009 kl. 03:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.