17.6.2009
Greinin hvarf
Ég var búin að skrifa langa grein um fréttir gærdagsins úr Kópavogi. Ýtti síðan á einhvern takka og greinin þurrkaðist út. Held að bláa höndin hafi haft frumkvæði að þessum brjálæðislegu ofsóknum og ég neyðist til þess að hætta við að skrifa greinina.
Kjarninn í henni var þó þessi:
Gunnar víkur að kröfu Framsóknarflokksins (sagt í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi - og reyndar víðar).
Þetta er allt Samfylkingunni að kenna (er kjarninn í orðum Gunnars).
Já, sææææælllll!
Annars bendi ég á "Fréttaskýringu Jennýar Önnu um bæjarstjórnarpólitík í Kópavogi!"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í kvöldfréttum RUV kom fram að Gunnar ætli sér í veikindaleyfi og víkja sem bæjarstjóri en sitja áfram sem bæjarfulltrúi. Er þetta lausnin sem Ómar kynnti hjá framsóknarmönnum og honum var falið að vinna eftir? Gunnar verður áfram bæjarstjóri að nafninu til og einhver hirðsveina hans leysir hann af í daglegu amstri meðan hann jafnar sig af fyrirfram ákveðnum veikindum, en hann mun vera á leið í hnéaðgerð. Sætta framsóknarmenn sig virkilega við þetta?
Er það afsögn þegar menn fara í veikindaleyfi? Mér finnst ábyrgðin sem þeir kumpánar axla er lítil sem engin. Hvað finnst þér?
11.6.2009
Kópavogur - bærinn minn (framhald)
Um miðjan febrúar skrifaði ég nokkrar færslur hér á bloggið mitt um upplifun mína af því að vera kjörinn varabæjarfulltrúi í Kópavogi. Ástæðan fyrir þessum skrifum var sú að mér þykir undurvænt um bæinn minn og fann hjá mér þörf til að segja frá því hvernig stjórnunarstíllinn er meðal meirihlutaflokkanna í Kópavogi.
Frá því í febrúar hefur margt gerst og hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að bæjarstjórinn í Kópavogi hefur átt í vök að verjast undanfarið vegna viðskipta við fyrirtæki dóttur hans, Frjálsa miðlun, undanfarin ár. Fjölmiðlar hafa verið uppfullir af fréttum af málinu og ég held að fjölmiðlafulltrúi Kópavogsbæjar hafi skrifað grein í Morgunblaðið í morgun í nafni bæjarstjórans þar sem reynt er að verja þær ávirðingar sem fram koma í hans garð í endurskoðunarskýrslu Deloitte vegna viðskiptanna við Frjálsa miðlun. Svo virðist sem varnarræðan falli að þessu sinni í grýttan jarðveg, enda er þolinmæði þjóðarinnar gagnvart spillingu, einkavinavæðingu og öðru slíku löngu brostin.
Í vörn sinni hefur bæjarstjóranum orðið tíðrætt um að Kópavogsbær hafi samþykkt siðareglur fyrst allra sveitarfélaga á Íslandi. Ef einhversstaðar var þörf á siðareglum í sveitarfélögum á Íslandi þá var það í Kópavogi, siðareglurnar voru því settar hér af brýnni nauðsyn. En í tilefni af umræðum bæjarstjórans um siðareglurnar er vert að rifja upp það sem ég skrifaði í febrúar um tilurð þessara siðareglna.
Nýjasta dæmið um þvingunarstarfsemi bæjarstjórans eru siðareglur sem samkomulag var um að taka upp innan stjórnkerfis Kópavogsbæjar. Var það skoðun bæjarfulltrúa minnihlutaflokkanna að samkomulag væri um að siðareglurnar væru unnar í samvinnu allra flokka. En á síðasta bæjarstjórnarfundi ber svo við að bæjarstjóri leggur siðareglurnar fram til fyrri umræðu, án þess að bera frumdrög þeirra undir minnihlutann. Og ekki nóg með það, hann ætlaðist til þess að reglurnar yrðu samþykktar til síðari umræðu án mikilla athugasemda af hálfu minnihlutans. Við slíkt var að sjálfsögðu ekki unað af okkar hálfu en í þessu máli eins og svo mörgum öðrum var meirihlutavaldi beitt í þeim tilgangi einum að aðeins ein skoðun sé markæk, þannig var lýðræðið borið ofurliði og raddir okkar hafa mátt sín lítils.
Það er því hjákátlegt að heyra bæjarstjórann hreykja sér af siðareglunum nú þegar hann sjálfur er uppvís að afar misjöfnum viðskiptaháttum um langt árabil.
Fyrst ég er byrjuð þá get ég ekki hætt án þess að minnast ögn á manninn sem ber ábyrgð á meirihlutanum í Kópavogi, fulltrúa Framsóknarflokks, formann bæjarráðs. Drengurinn sá háði á sínum tíma hatramma baráttu við þá nýjan frambjóðanda í flokknum, Samúel Örn Erlingsson. Samúel virtist eiga góða möguleika á að ná langt í framboðinu, jafnvel markmiði sínu sem var 1. sætið á lista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2006. Ég var stödd á heimili Samúels þegar talning í prófkjörinu fór fram. Lengi vel munaði afar mjóu á milli þeirra félaga en Ómar hafði nauman sigur þegar upp var staðið.
Fljótlega eftir prófkjörið kvisuðust út fréttir um að ekki hafi allt verið sem sýndist í prófkjöri þeirra framsóknarmanna. Orðrómur um fjölda sjálfstæðismanna sem mættu á kjörstað var sterkur, sem og um óeðlilega framkomu háttsettra starfsmanna bæjarins sem eiga að hafa smalað bæjarstarfsmönnum í prófkjörið. Þótti víst að þar hafi verðandi formaður bæjarráðs beitt áhrifum sínum sem bæjarfulltrúi og starfsmaður bæjarins til hins ýtrasta auk þess sem orðrómur var uppi um að bæjarstjórinn hvetti sitt fólk til þess að styðja við Ómar í prófkjörinu. Það er ekkert ólöglegt við þessi meintu afskipti bæjarstjórans og starfsmanna bæjarins að prófkjöri framsóknarmanna. Prófkjörið var opið og öllum frjálst að taka þátt en það er ljóst að aðstöðumunur milli frambjóðenda í 1. sætið var afar mikill. Það má einnig spyrja sig af hverju efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins hafi beitt sér með þeim hætti sem orðrómur er uppi um að hann hafi gert í prófkjöri Framsóknarflokksins.
Miðað við framansagt er ljóst að formaður bæjarráðs á bæjarstjóranum skuld að gjalda og nú er spurningin þessi, mun Ómar gjalda Gunnari greiðann eða mun hann standa vörð um heiður, æru og sóma Kópavogsbæjar.
(ögn leiðrétt/lagfært í dag 12. júní)
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.6.2009 kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.6.2009
Þakklát fyrir vináttu
Í kvöld hittumst við nokkrar vinkonur úr MK - einu sinni sem oftar - en frá því árið 1983 höfum við verið saman í "saumaklúbb". Auðvitað var um margt að spjalla og margt að ræða, þjóðfélagsástandið, fjölskyldurnar og allt annað sem engu máli skiptir.
Í kvöld gerði ég mér endanlega grein fyrir því að vinátta sem hefur haldist stöðug í svona langan tíma er vináttan sem skiptir öllu máli. Auðvitað eignast maður marga aðra vini í gegnum vinnu og áhugamál en þessi vinátta sem myndast á mótunarárum manns sjálfs skiptir, þegar upp er staðið, einhvern vegin meira máli en öll önnur vinátta.
Fyrir þetta er ég óendanlega þakklát. Knús á alla vini mína!
Sumarið er ekki beint bloggtími. Útivera, fótbolti og samvistir við fjölskyldu og vini á betur við heldur en innitíð með tölvuskjá í andlitinu. Það breytir þó ekki því að bloggtími gefst öðru hvoru og af nógu er að taka nú þegar íslensk þjóð er að ganga í gegnum einhverja erfiðustu tíma sem við höfum horfst í augu við hin síðari ár.
Stjórnmálamenn eru við það að falla í flokk óvinsælustu starfsstétta sem fyrir finnast. Þeirra bíða ákvarðanir sem munu kalla á mikið mótmæti. Ég tel það harla ólíklegt að þessi ríkisstjórn sem nú situr, og ég er ákaflega ánægð með, muni sitja út allt kjörtímabilið. Mér þykir það miður, en ástandið í þjóðfélaginu og staða efnahagsmála á lands- og heimsvísu verður ríkisstjórninni ekki til framdráttar.
En mótlæti herðir menn og sýnir hvað í þeim býr. Það er ekki vandi að stjórna í samfélagi þar sem vindurinn er stöðugt í bakið og aldrei er á brattann að sækja. Að stjórna þjóð, þar sem mörg ljón eru í veginum og Þrándar búa í hverju húsi er erfitt verkefni og í slíkt verk þarf öfluga stjórnmálamenn. Þá þurfum við fólk með bein í nefinu, réttlátt og sanngjarnt fólk, sem hefur jöfnuð að leiðarljósi. Við þurfum líka fólk sem hugsar um hag þjóðar fram yfir allt annað, ekki síst sinn eigin hag og persónulegan.
Siðferði hefur sjaldan skipt meira máli en einmitt nú. Spilling, svik, undirferli og sjálfbirgingsháttur eru hugtök sem ég vona að séu á hröðu undanhaldi eftir gósentíð síðustu ára. Okkur ber skylda til að afhjúpa þá sem hafa nýtt sér aðstöðu sína, sjálfum sér og sínum til hagsbóta. Okkur ber skylda til að koma í veg fyrir slíkt og standa klár á því að slík háttsemi verði ekki látin standa án afleiðinga.
Framundan eru erfiðir tímar, íslensk þjóð þarf að fá allt uppá borð, við þurfum að heyra sannleikann. Af því tilefni er ágætt að hafa í huga að á skilti einu í útrýmingarbúðunum í Auschwitz segir "Ef við lærum ekki af sögunni, er hætta á að hún endurtaki sig."
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.5.2009 kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson