Leita í fréttum mbl.is

Siðferði hefur sjaldan skipt meira máli en einmitt nú

Sumarið er ekki beint bloggtími. Útivera, fótbolti og samvistir við fjölskyldu og vini á betur við heldur en innitíð með tölvuskjá í andlitinu. Það breytir þó ekki því að bloggtími gefst öðru hvoru og af nógu er að taka nú þegar íslensk þjóð er að ganga í gegnum einhverja erfiðustu tíma sem við höfum horfst í augu við hin síðari ár.

Stjórnmálamenn eru við það að falla í flokk óvinsælustu starfsstétta sem fyrir finnast. Þeirra bíða  ákvarðanir sem munu kalla á mikið mótmæti. Ég tel það harla ólíklegt að þessi ríkisstjórn sem nú situr, og ég er ákaflega ánægð með, muni sitja út allt kjörtímabilið. Mér þykir það miður, en ástandið í þjóðfélaginu og staða efnahagsmála á lands- og heimsvísu verður ríkisstjórninni ekki til framdráttar.

En mótlæti herðir menn og sýnir hvað í þeim býr. Það er ekki vandi að stjórna í samfélagi þar sem vindurinn er stöðugt í bakið og aldrei er á brattann að sækja. Að stjórna þjóð, þar sem mörg ljón eru í veginum og Þrándar búa í hverju húsi er erfitt verkefni og í slíkt verk þarf öfluga stjórnmálamenn. Þá þurfum við fólk með bein í nefinu, réttlátt og sanngjarnt fólk, sem hefur jöfnuð að leiðarljósi. Við þurfum líka fólk sem hugsar um hag þjóðar fram yfir allt annað, ekki síst sinn eigin hag og persónulegan.

Siðferði hefur sjaldan skipt meira máli en einmitt nú. Spilling, svik, undirferli og sjálfbirgingsháttur eru hugtök sem ég vona að séu á hröðu undanhaldi eftir gósentíð síðustu ára. Okkur ber skylda til að afhjúpa þá sem hafa nýtt sér aðstöðu sína, sjálfum sér og sínum til hagsbóta. Okkur ber skylda til að koma í veg fyrir slíkt og standa klár á því að slík háttsemi verði ekki látin standa án afleiðinga.

Framundan eru erfiðir tímar, íslensk þjóð þarf að fá allt uppá borð, við þurfum að heyra sannleikann. Af því tilefni er ágætt að hafa í huga að á skilti einu í útrýmingarbúðunum í Auschwitz segir "Ef við lærum ekki af sögunni, er hætta á að hún endurtaki sig."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Heyr, heyr, orð í tíma töluð Ingibjörg. Þakka þér kærlega fyrir þetta.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.5.2009 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband