4.8.2009
Fráleitt bann
Í sjónvarpsfréttum í kvöld var haft eftir forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, eitthvað á þá leið "að lánabók Kaupþings hafi sýnt framá siðlausa viðskiptahætti og að bann á birtingu upplýsinga úr lánabókinni væri fráleitt." Sannarlega get ég tekið undir þessi orð Jóhönnu. Lánabókin sýnir ótrúlega hluti þar sem eigendur lána sjálfum sér með veði í sjálfum sér til þess að kaupa hlut í sjálfum sér sem síðan hækkar gengið í þeim sjálfum svo þeir geti greitt sjálfum sér út arð vegna vaxtar sjálfs sín! (sem eru að líkindum einu beinhörðu peningarnir sem fara milli aðila í þessum gjörningi).
Um helgina hef ég verið tiltölulega mikil með sjálfri mér, enda gott að eiga heima í Kópavogi, og hef hugsað mikið um þessi mál. Spurningin sem ég stansa oftast við er þessi. Það má vera að gjörningurinn hafi verið löglegur, en siðlaus er hann klárlega og hvar var Fjármálaeftirlitið á meðan á þessum blekkingarleik stóð?
Fjármálaeftirlitið er einmitt sama stofnunin og gamli og nýi bankinn kærði RÚV til vegna birtingarinnar. Fjármálaeftirlitið brást skyndilega snaggaralega við og fór fram á lögbann á lánabókina. Lánabókina sem Fjármálaeftirlitið átti að vera fyrir löngu búið að draga fram og krefjast að sýnt væri fram á að raunveruleg veð væri að baki lánveitingunum. Ég hélt að það væri eitt af hlutverkum FME að tryggja að útlán væru raunverulega gegn tryggum veðum. Þar fyrir utan mega lánin ekki vera umfram 25% til eins eða skyldra aðila en skv. fréttum RÚV í kvöld námu lánin allt að 50% til örfárra aðila.
Í upphafi þessarar færslu minntist ég á ummæli forsætisráðherra sem hún lét frá sér fara í dag um siðleysi lánabókar og fáránleika lögbannsins. Ég komst að þessari sömu niðurstöðu á laugardag, af hverju þurfti forsætisráðherra svona langan umþóttunartíma til að koma þessu áliti frá sér?
Það sýður dálítið á mér og ég verð reiðari og reiðari með hverjum degi sem líður. Bölvið mun ekki þagna inní mér fyrr en ég sé glitra á stál á úlnliðum þeirra örfáu sem bera ábyrgð á þessum voðaverkum!
1.8.2009
Lánabók Kaupþings - gjörið svo vel
Á fyrstu vikunum og mánuðunum eftir hrun kröfðust almennir íbúar þessa lands að þeir væru upplýstir um það hverjir bæru ábyrgð á hruninu. Íbúar landsins söfnuðust saman og kröfðust þess að þeir sem voru við stjórnvölinn vikju svo hægt væri að kjósa nýtt fólk til þess að stýra okkur út úr þeim vanda sem að okkur steðjaði. Íbúar kröfðust þess að skipt væri um stjórn Fjármálaeftirlits og Seðlabanka. Og viti menn sú varð raunin.
Í kosningabaráttunni voru uppi hávær loforð frá öllum flokkum að íbúar væru upplýstir um stöðu mála á hverjum tíma, allt skyldi uppá borð! Því miður hefur orðið minna úr efndum á þessum loforðum nýrrar stjórnar. Feluleikir hafa verið viðvarandi, bréf og skýrslur hafa ekki komið fram fyrr en á lokastigum og ekki aðeins íbúar hafa mátt þola þessa miklu leynd heldur hefur Alþingi og nefndir þess mátt sætta sig við þurfa að taka ákvarðanir í myrkrinu.
Enn á ný koma fram skjöl og pappírar sem sýna og sanna glannalega "stjórnun" bankanna. Bankarnir virðast hafa verið sjálfala, reknir af gervitöffurum sem reyndu að skara sem mestan eld að eigin köku og tóku ákvarðanir sem voru ekki í hag bankanna, ekki í hag viðskiptavinanna og ekki í hag íslensku þjóðarinnar, sem á endanum ber ábyrgð á vanrækslu, siðleysi og vanhæfi stjórnendanna.
Í dag var síðan einni bensínskvettu enn hellt á bál reiða Íslendinga. Lögbann á umfjöllun RÚV um lánabók Kaupþings þar sem fram kemur m.a. að lán voru veitt langt umfram ábyrgðir, langt umfram lánshæfi og að mestu til örfárra einstaklinga sem nú standa frammi fyrir íbúum þessa lands og reyna að pússa geislabauginn.
Ég er ekki tilbúin að sætta mig við það þegjandi og hljóðalaust að dómstólar þessa lands taki málstað útrásarvíkinganna og þaggi niður í RÚV. Fréttastofa RÚV er að sinna starfi sínu, Fréttastofa RÚV er að fara að kröfu eigenda sinna og upplýsa um það hvernig málum var háttað í aðdraganda hrunsins. Að dómstólar þessa lands skuli verja málstað þeirra sem hafa svikið, prettað og logið að þjóðinni er fordæmalaust og slíkt sætti ég mig ekki við. Það er því með stolti sem ég bendi á að unnt er að skoða lánabók Kaupþings á tenglinum hér að neðan. Endilega afritaðu skjalið á tölvuna þína til seinni tíma nota - ég treysti ekki dómstólum til að láta aðra fjölmiðla í friði.
http://88.80.16.63/leak/kaupthing-bank-before-crash-2008.pdf
Viðbót af bloggi Láru Hönnu: Kannski kemur þetta málinu ekkert við, en er ekki beint traustvekjandi og vægast sagt umhugsunarvert. Ég var að fá upplýsingar - og kannaði þær nánar - að tengsl eru milli Sýslumannsins í Reykjavík og Kaupþings. Sýslumaður er Rúnar Guðjónsson (f. 1940). Rúnar var sýslumaður í Borgarnesi og rótarýfélagi Ólafs, föður Ólafs Ólafssonar. Sonur Rúnars er Frosti Reyr Rúnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Kaupþings. Eins og sjá má t.d. hér og hér var Frosti Reyr einn af kúlulánþegum Kaupþings.
Annar sonur Rúnars er Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Búið er að loka vef samtakanna, að því er virðist, og ég finn þau ekki í símaskránni. En lauflétt gúgl leiðir ýmislegt í ljós, m.a. að þessi samtök virðast hafa gengið einna lengst í að koma Íbúðalánasjóði fyrir kattarnef eins og sjá má t.d. hér og hér. Gúglið leiðir ýmislegt fleira í ljós um samtökin, eins og t.d. þetta.
Ég fékk upplýsingar á fésinu rétt í þessu um að samtökin heiti nú Samtök fjármálafyrirtækja. Guðjón er ennþá framkvæmdastjóri - og kíkið á hverjir eru í stjórninni.
-°-°-°-°-°-°
Upplýsingar sem ég "stal" af bloggi Þorsteins Ingimarssonar:
Í stuttu máli | ||
Félög tengd Bakkabræðrum | 332,7 | milljarðar |
Félög tengd Jóni Ásgeiri Jóhannessyni | 326,0 | milljarðar |
Félög tengd Tchenguiz bræðrum | 286,1 | milljarður |
Félög tengd Skúla Þorvaldssyni | 142,9 | milljarðar |
Félög tengd Ólafi Ólafssyni | 141,7 | milljarðar |
Félög tengd Kevin Stanford | 103,1 | milljarður |
Antonis Yerolemou | 66,0 | milljarðar |
Félög tengd Jákubi Jakobsen | 57,5 | milljarðar |
Félög tengd Jóni Helga Guðmundssyni | 46,1 | milljarður |
Saxhóll | 42,1 | milljarður |
Össur | 39,5 | milljarðar |
Samvinnutryggingasjóðurinn | 30,2 | milljarðar |
Félög tengd Björgólfsfeðgum | 22,7 | milljarðar |
Félög tengd Þorsteini M. Jónssyni | 13,2 | milljarðar |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.7.2009
Siðferðisþrek þingmannsins
ALÞINGISMAÐURINN Jón Gunnarsson stakk niður penna í málgagni Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Vogum, sem dreift var fyrir skömmu. Ber hann þar miklu lofsorði á bæjarstjórann í Kópavogi fyrir það að hafa sýnt mikið siðferðisþrek" í lífeyrissjóðsmálinu svokallaða. Að vísu segir alþingismaðurinn að vissulega hafi bæjarstjórinnfarið á svig við lög" í störfum sínum sem formaður lífeyrissjóðsins, en það skín í gegnum grein hans að hinn siðferðislegi styrkur bæjarstjórans hafi hreinlega borið hann ofurliði og hann sagt af sér þess vegna.
Jón Gunnarsson, sá hinn sami og skrifar í Voga um siðferðisþrek bæjarstjórans í Kópavogi, situr á Alþingi Íslendinga en starfsmenn þeirrar stofnunar hafa m.a. þann starfa að setja þjóðinni lög sem ætlast er til að almenningur fylgi og fari eftir. Það að fara á svig við lög er ekki léttvægt atriði og það ber að mínu viti engan vott um siðferðisþrek að víkja sæti þegar grunur leikur á að formaður stjórnar opinberrar stofnunar hafi gerst brotlegur við lög".
Þingmaðurinn nefnir í upphafi greinar sinnar málefni fyrirtækis dóttur bæjarstjórans, það sem mikill styr stóð um skömmu áður en FME vék stjórn LSK frá. Það var gott hjá honum að nefna, því þegar málefni LSK komst í hámæli lá þegar fyrir krafa frá samstarfsflokki Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Kópavogs að bæjarstjórinn viki sæti vegna þess máls. Og bæjarstjórinn var á förum að kröfu framsóknarmanna. Engu að síður lítur þingmaðurinn svo á að það hafi verið að kröfu Samfylkingarinnar sem bæjarstjórinn vék. Samfylkingin er ekki í meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn Kópavogs og hefur því ekkert úrslitavald um það hvort bæjarstjórinn segir af sér eða ekki, slíkt er alfarið á forræði Framsóknarflokksins.
Jón Gunnarsson, tók sæti á Alþingi Íslendinga árið 2007 og hefur hefur stutt Sjálfstæðisflokkinn og forystusveit hans í gegnum súrt og sætt um árabil. Alþingismaðurinn Jón Gunnarsson hefur ekki minnst einu orði á siðferðisþrek sitt og félaga sinna, þeirra sem seldu íslensku bankana, sem lögðu af Þjóðhagsstofnun og stjórnuðu bæði forsætisráðuneyti og fjármálaráðuneyti á þeim tímum sem kallaðir voru mestu uppgangstímar Íslandssögunnar" - hvert er þeirra siðferðisþrek?
Er nema von að illa sé komið fyrir þjóðinni þegar siðferðisþrek sjálfstæðismanna er mælt í því hversu oft og mikið þeir fara á svig við lög.
Ingibjörg Hinriksdóttir
varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi
ps. meðfylgjandi grein birtist í Morgunblaðinu 22. júlí 2009.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2009
Ég má til
að benda á bókanir sem áttu sér stað á fundi bæjarstjórnar Kópavogs sl. þriðjudag, þ.e. daginn áður en Gunnar benti á að hann stjórnaði veðurfarinu í bænum.
Þá tók til máls Þór Ásgeirsson og lagði hann fram eftirfarandi bókun:
Sú spilling og siðblinda, sem er staðfest að hafi viðgengist undir stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi er skelfileg. Ábyrgð bæjarstjóra er þar klárlega mest, en á honum ber núverandi meirihluti alla ábyrgð. Allt tal um að engin lög hafi verið brotin, embættismönnum sé um að kenna og að afmælisnefndin eigi að sæta ábyrgð er eitthvert aumasta yfirklór sem sést hefur. Bæjarbúar eiga betra skilið. Sá vandræðagangur sem verið hefur á yfirstjórn bæjarins undanfarna daga er ólíðandi bæði fyrir bæjarbúa og starfsfólk bæjarins. Hér á fundinum hafa samstarfsmenn bæjarstjóra í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki varið allar hans gerðir og verk og bera því fulla ábyrgð á þessum vinnubrögðum.
Ólafur Þór Gunnarsson, Guðríður Arnardóttir, Jón Júlíusson, Flosi Eiríksson, Þór Heiðar Ásgeirsson."
Þá tók til máls Ómar Stefánsson og bar af sér sakir. Því næst tók til máls Flosi Eiríksson og bar af sér sakir.
Hlé var gert á fundi kl. 18:37. Fundi var framhaldið kl. 18:56.
Til máls tók Ásthildur Helgadóttir og lagði hún fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks mótmælir því, að lög hafi verið brotin og vísar því á bug að spilling og siðblinda líðist í bæjarstjórn Kópavogs. Það er einnig ljóst að bæjarstjóri hefur axlað ábyrgð. Málflutningur vinstri manna í bæjarstjórn Kópavogs stjórnast af upphrópunum og órökstuddum fullyrðingum.
Ásthildur Helgadóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Gunnsteinn Sigurðsson, Sigurrós Þorgrímsdóttir og Ómar Stefánsson."
Hlé var gert á fundi kl. 18:56. Fundi var framhaldið kl. 19:04.
Þá tók til máls Þór Ásgeirsson og lagði fram eftirfarandi bókun:
Það vekur athygli og ber kannski vott um ákveðið siðferði að Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri, og aðalaðili málsins sem hér er til umræðu skuli telja það viðeigandi að skrifa undir bókun um eigin gerðir. Annað í bókun um meirihlutans er ekki svara vert.
Guðríður Arnardóttir, Jón Júlíusson, Flosi Eiríksson, Þór Ásgeirsson, Ólafur Þór Gunnarsson."
17.6.2009
Kópavogur, bærinn minn
Enn einu sinni skrifa ég færslu undir nafninu Kópavogur, bærinn minn. Að þessu sinni er tilefnið þjóðhátíðardagurinn, 17. júní, en í fyrra fór ég um bæinn og tók myndir á þessum degi. Útkomunni púslaði ég saman og notaði ljúfan blokkflautu undirleik Gísla Helgasonar við klippuna.
Um leið og ég óska þér gleðilegrar þjóðhátíðar býð ég þér að sjá Kópavog, bæinn minn. Fjallkonan á Rútstúni er knattspyrnukonan Guðrún Erla Hilmarsdóttir.
Það skal tekið fram að ég gerði myndbandið í sjálfboðavinnu og þáði ekki krónu fyrir, Kópavogsbæ er heimilt að nota efni myndbandsins hvar og hvenær sem er. Myndbandið er hér til hliðar, en þú getur líka stytt þér leið og smellt á þennan tengil.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson