26.10.2007
Tímamótaræða Sigurrósar
Sigurrós Þorgrímsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, flutti tímamótaræðu á málþingi Jafnréttisnefndar Kópavogs sem haldin var í Gerðarsafni í gær. Málþingið var haldið í tilefni af því að 50 ár eru nú liðin frá því að fyrsta konan á Íslandi varð bæjarstjóri; Hulda Jakobsdóttir í Kópavogi. Yfirskrift málþingsins var Ég þori get og vil! en orð Huldu sjálfrar Ég get gert allt sem karlmenn geta gert og flest betur voru flestum þeirra sem tóku til máls innblástur í erindum sínum.
Eftir að Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, hafði sett málþingið og þau Hulda Dóra Styrmisdóttir, Auður Styrkásdóttir og Halldór Halldórsson flutt erindi í tilefni af þessum tímamótum komu nokkrar málsmetandi sveitarstjórnarkonur í pallborð þar sem þær töluðu af miklum innblæstri. Meðal þeira var umrædd Sigurrós Þorgrímsdóttir. Við skulum hafa það á hreinu að Sigurrós er sjálfstæðiskona (þó hún hafi upplýst það á málþinginu að amma hennar hafi setið í bæjarstjórn Reykjavikur á sínum tíma fyrir sósíalista) og hefur setið í bæjarstjórn í tvö kjörtímabil auk þess sem hún sat á þingi á síðasta kjörtímabili.
Sigurrós fór eins og aðrir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningunum í vor í prófkjör síðla árs 2006 og þar mátti hún sætta sig við það að missa af einu af sex efstu sætum listans. Sérstaklega er þetta athyglisvert þegar á það er litið að hún var á þeim tíma sitjandi alþingismaður flokksins. Í fjórum efstu sætum listans fyrir þingkosningarnar voru þrír karlar sem röðuðust eftir varaformanni flokksins, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.
Í pallborðsumræðunum sagði Sigurrós að þegar hún hefði undirbúið sig fyrir málþingið hafi hún m.a. skoðað grein sem hún skrifaði árið 1990 og fjallaði um jafnréttismál. Þá hafi hún lýst sig andvíga kynjakvótum og hinum svoköluðu fléttulistum. En þegar hún liti yfir farinn veg, nú 17 árum síðar, og gerði sér grein fyrir því hversu lítið hafi í raun áunnist þá gæti hún ekki lengur litið framhjá því að nú væri kominn tími til að taka upp fléttulista og kynjakvóta hvort heldur sem um væri að ræða framboð til sveitarstjórna eða alþingis eða setu í hinum ýmsu opinberu nefndum.
Þetta verða að teljast tímamót hjá konu sem samsvarar sig við Sjálfstæðisflokkinn sem hingað til, a.m.k., hefur ekki viljað heyra á það minnst að setja inn kynjakvóta eða hafa fléttulista á framboðum sínum. Hlaut Sigurrós að launum mikið klapp frá fundargestum sem voru fjölmargir. Ég sá það samt ekki hvort Gunnar bæjarstjóri klappaði, ef einhver hefur séð til hans þá væri gaman að fá af því fregnir.
22.10.2007
Skandall, hneyksli eða hvað?
Bloggheimur og spjallverjar logar nú stafna á milli eftir að tilkynnt var um kjör á bestu leikkonu íslenskrar knattspyrnu sumarið 2007 á föstudagskvöldið.
Hólmfríður Magnúsdóttir var valin best. Valið kom á óvart og þótti mörgum gengið framhjá Margréti Láru Viðarsdóttur. Það getur vel verið að það hafi verið gengið framhjá Margréti Láru en þetta er engan vegin í fyrsta sinn, þetta er engan vegin í síðasta sinn sem stórum hópi (og þar með talið mörgum fjölmiðlamönnum) þyki gengið framhjá einni leikkonu í kjöri knattspyrnukonu ársins.
Gott dæmi um þetta er árið 2005 þar sem Blikinn Þóra B. Helgadóttir bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn deildarinnar. Þá var Valsarinn Laufey Ólafsdóttir kjörin best.
Það kom mér nokkuð á óvart að Margrét Lára hafi ekki verið kjörin besta knattspyrnukonan, en ég átti allt eins von á því að hún, Olga Færseth eða Katrín Jónsdóttir myndu hreppa titilinn. Hólmfríður er hins vegar frábær knattspyrnukona og á gott eitt skilið.
Hún var kosin best af félögum sínum í Landsbankadeildinni og það þýðir ekkert að þrasa yfir því. Margrét Lára á mörg ár enn eftir í boltanum og það er ekki nokkur vafi í mínum huga að hún á oft eftir að hampa þessum titli á komandi árum.
Íþróttir | Breytt 29.10.2007 kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2007
Kemur þetta á óvart?
Nei, ekki myndi ég segja það.
En ég óska bæði Degi og Guðmundi velfarnaðar í störfum sínum.
![]() |
Nýr aðstoðarmaður borgarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2007
Ekki gripnir upp úr grasinu!
Enn á orðheppni bæjarstjórinn í Kópavogi stórleik í stóra ritaramálinu. Eins og kunnugt er þá var góðkunningi Gunnars ráðinn til starfa hjá skipulagsdeild bæjarins og sinnti hann þar sömu störfum og ritari á sömu deild. Tvennt skildi að góðkunningjann og ritarann. Kunninginn er karl en ritarinn er kona og kunninginn var á svimandi launum og bónusum en ritarinn á taxtalaunum.
Þegar bæjarstjóranum í Kópavogi var bent á þetta sagði hann að svona menn eins og kunninginn væru hvalreki sem ekki yrði ráðinn til bæjarins á neinum taxtalaunum tókst bæjarstjóranum að reita alla aðra starfsmenn Kópavogsbæjar til reiði. Bæjarstjórinn reyndi þá að klóra yfir skítinn með því að ásaka Samfylkinguna um hefnigirni.
Sú afsökun dugði ekki til. Nú hefur starfsmannafélag Kópavogsbæjar sent formanni Launanefndar sveitarfélaga bréf þar sem þess er óskað að farið verði yfir launataxta bæjarins (enda fást engir hvalrekar þangað á taxtalaunum). Að auki hefur stjórn starfsmannafélagsins fundað nokkuð um þessi mál, enda ríkir mikil reiði þar á bæ vegna orða bæjarstjórans. Í 24 stundum í dag bætir bæjarstjórinn gráu ofaná svart er hann segir Menn eins og hann verða ekki gripnir upp úr grasinu og er hann hverrar krónu virði.
Hvað á maðurinn við? Eru starfsmenn Kópavogsbæjar einhverjar liðleskjur sem liggja á meltunni eins og mjólkurkýr sem dregnar eru uppúr grasinu til að mjólka þær. Er bæjarstjórinn að meina það að starfsmenn Kópavogsbæjar séu almennt á of háum launum og að þeir séu ekki hverrar krónu virði? Eitthvað segir mér að viðbrögð starfsmannafélags Kópavogsbæjar við þessum orðum bæjartjórans munu ekki verða minni en við þeim sem hann viðhafði um hvalrekann kunningjann sinn.
![]() |
Ekki góð laun í Kópavogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2007
Aumlegar afsakanir
Bæjarstjórinn í Kópavogi er ekki af baki dottinn þó hann hafi komist á sjötugsaldurinn á dögunum. Enn og aftur hefur hann í frammi níð og aðdróttanir í garð bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, sem eiga sannast sagna í fullu fangi með að benda á valdníðslu og yfirgang bæjarstjórans í Kópavogi. Af nógu er þar að taka.
Síðasta útspil bæjarstjórans er að klóra yfir þá augljósu spillingu sem hann varð uppvís að er hann réði vin sinn, fyrrverandi bæjarstjóra á Álftanesi, til vinnu á skipulagsdeild Kópavogsbæjar. Þar vann bæjarstjórinn fyrrverandi samhliða ritara skipulagsstjóra að allskyns verkefnum sem til féllu. Þegar bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar óskuðu eftir starfslýsingu Álftanesbúans og starfslýsingu ritarans kom í ljós að starfslýsingarnar voru næstum þær sömu. Eftir nokkra mánuði komst ritarinn (sem er kona) að því að fallni bæjarstjórinn frá Álftanesi var á helmingi hærri launum en hún. Hafði hún í frammi eðlilegar umkvartanir vegna þessa, enda þau tvö að vinna að nærri því sömu verkefnunum. Bæjarstjórinn brá þá á það ráð að bjóða henni starfslokasamning sem hún þáði.
Þegar bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar upplýstu að kjaramunur þessara tveggja starfsmanna Kópavogsbæjar væri 26 launaflokkar og 60 fastir yfirvinnutímar á mánuði hófst yfirklór sem vart á sér hliðstæðu. Fyrst sagði bæjarstjórinn að fallni bæjarstjórinn væri hvalreki fyrir Kópavogsbæ sem ekki fengist til vinnu á venjulegum taxtalaunum. Þegar það spurðist út að Starfsmannafélag Kópavogs hefði ýmislegt að athuga við þetta orðalag bæjarstjórans sem allt eins væri hægt að orða þannig að hinn fallni Áftanesingur hefði ekki fengist til bæjarins á þeim skítalaunum sem aðrir starfsmenn bæjarins geti sætt sig við (og eru sjálfsagt fullsæmdir af miðað við ummæli bæjarstjórans um ýmsar kjaradeilur sem orðið hafa á undangengum árum). Þegar það spurðist út þá byrjaði bæjarritari á að mýkja orð bæjarstjórans á þann veg að fréttastofur hefðu mistúlkað þau og bæjarstjórinn sjálfur bætti um betur um helgina þegar hann skrifaði grein í Fréttablaðið.
Gunnar bæjarstjóri reynir að slá ryki í augu bæjarbúa eina ferðina enn og talar um hefndir. Spurningin er ... hver er að hefna hvers? Er Gunnar ennþá sár vegna þess að bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar bentu á að hann væri sannarlega vanhæfur til að fjalla um sölu á landi Glaðheima þar sem hann átti persónulegra hagsmuna að gæta en neitaði að hlýða því og hélt leynt og ljóst áfram að skipta sér af framgangi þess máls.
Það skyldi þó ekki vera?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson