Leita í fréttum mbl.is

Ekki gripnir upp úr grasinu!

Enn á orðheppni bæjarstjórinn í Kópavogi stórleik í stóra ritaramálinu. Eins og kunnugt er þá var góðkunningi Gunnars ráðinn til starfa hjá skipulagsdeild bæjarins og sinnti hann þar sömu störfum og ritari á sömu deild. Tvennt skildi að góðkunningjann og ritarann. Kunninginn er karl en ritarinn er kona og kunninginn var á svimandi launum og bónusum en ritarinn á taxtalaunum.

Þegar bæjarstjóranum í Kópavogi var bent á þetta sagði hann að svona menn eins og kunninginn væru „hvalreki sem ekki yrði ráðinn til bæjarins á neinum taxtalaunum“ tókst bæjarstjóranum að reita alla aðra starfsmenn Kópavogsbæjar til reiði. Bæjarstjórinn reyndi þá að klóra yfir skítinn með því að ásaka Samfylkinguna um hefnigirni.

Sú afsökun dugði ekki til. Nú hefur starfsmannafélag Kópavogsbæjar sent formanni Launanefndar sveitarfélaga bréf þar sem þess er óskað að farið verði yfir launataxta bæjarins (enda fást engir hvalrekar þangað á taxtalaunum). Að auki hefur stjórn starfsmannafélagsins fundað nokkuð um þessi mál, enda ríkir mikil reiði þar á bæ vegna orða bæjarstjórans. Í 24 stundum í dag bætir bæjarstjórinn gráu ofaná svart er hann segir „Menn eins og hann verða ekki gripnir upp úr grasinu og er hann hverrar krónu virði.“

Hvað á maðurinn við? Eru starfsmenn Kópavogsbæjar einhverjar liðleskjur sem liggja á meltunni eins og mjólkurkýr sem dregnar eru uppúr grasinu til að mjólka þær. Er bæjarstjórinn að meina það að starfsmenn Kópavogsbæjar séu almennt á of háum launum og að þeir séu ekki „hverrar krónu virði?“ Eitthvað segir mér að viðbrögð starfsmannafélags Kópavogsbæjar við þessum orðum bæjartjórans munu ekki verða minni en við þeim sem hann viðhafði um hvalrekann – kunningjann sinn.


mbl.is Ekki góð laun í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband