14.11.2007
Bæjarstjórinn samur við sig
Enn hamast Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi á þeirri firru að Þór Ásgeirsson, fulltrúi Samfylkingar í skólanefnd bæjarins hafi verið vanhæfur er frændi hans var ráðinn til starfa sem aðstoðarskólastjóri í Smáraskóla.
Að þessu sinni hamast bæjarstjórinn í málgagni sínu í bænum, Vogum. Þar er því slegið upp á baksíðu að Þór Ásgeirsson hafi verið vanhæfur í umræddu máli. Þessu halda bæjarstjórinn og hans fylgissveinar fram gegn betri vitund og gegn úrskurði lögmanns bæjarins sem einmitt taldi að Þór hafi ekki verið vanhæfur í umræddu máli. Um það má lesa í úrskurði lögmannsins, en þar kemur einmitt fram að Þór hafi gert grein fyrir tengslum sínum við umsækjanda um stöðu skólastjóra og síðar aðstoðarskólastjóra Smáraskóla.
Skólanefnd var fullkomlega kunnugt um tengsl Þórs við umsækjandann enda hafði Þór vikið sæti þegar fjallað var um umsókn frænda hans og þegar ráðið var í stöðu skólastjóra. En þegar það var tilkynnt á fundi skólanefndar, fjórum vikum eftir að frændinn hafði tekið við stöðu aðstoðarskólastjóra, og frétt um það hafði birst á heimasíðu bæjarins, þá vék Þór ekki sæti enda ekki um formlega atkvæðagreiðslu að ræða, eingöngu tilkynningu sem ekki var gerð athugasemd við á fundi skólanefndarinnar. Þór Ásgeirsson var ekki vanhæfur í þessum máli.
Það er ekkert nema ótrúleg hefnigirni bæjarstjórans sem leiðir hann áfram í blindni en forsaga þess er að honum var gert að víkja þegar Kópavogsbær keypti Glaðheimalandið af kaupahéðnum og hestamannafélaginu Gusti. Þar var bæjarstjórinn klárlega vanhæfur enda eiginkona hans eigandi eins húss á svæðinu og honum því gert að víkja sæti. Hann fór þó ekki langt frá málinu, vasaðist í því daglega, þvert gegn stjórnsýslu- og sveitarstjórnarlögum, staðráðinn í að láta ekkert stoppa sig frá því að bjarga kaupahéðnum á svæðinu úr skuldasúpu.
Ávirðingar bæjarstjórans og fylgisveina hans í málgagni Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi dæma sig því sjálf. Þau eru aumkunarvert yfirklór manns með slæma samvisku og ekkert annað!
ps. þar fyrir utan þurfti Þór alls ekki að víkja sæti, skv. Stjórnsýslulögum, enda er skyldleiki hans við umsækjandann ekki það mikill að þess sé krafist í þeim lögum.
12.11.2007
Til hamingju
Mikið er ég ánægð með að Guðný Halldórsdóttir hafi fengið bjartsýnisverðlaun Alcan eftir þá sniðgöngu sem hún mátti þola á Eddu-verðlaunaafhendingunni í gærkvöldi. Eins og ég hef skrifað um áður hér á blogginu þá þótti mér Veðramót ein besta íslenska kvikmynd sem ég hef séð og hún átti sannarlega skilið meiri vegsemd en henni var sýnd á Eddunni.
Ég fæ t.d. ekki séð hvernig nokkur leikkona hafi getað farið betur með hlutverk sitt en Hera Hilmarsdóttir gerði í Veðramótum. Leikur hennar var algjörlega óaðfinnanlegur og það læðist að manni sá grunur að þeir sem stjórna í íslensku kvikmyndaakademíunni hafi helst ekki viljað verðlauna ólærðan, ungan leikara fyrir svo veigamikið hlutverk. Það sama má e.t.v. einnig segja um Pétur Jóhann, sem hefur farið á kostum í Næturvaktinni!
Guðný Halldórsdóttir verið aðalsprautan í nokkrum frábærum kvikmyndum, þar á meðal bestu mynd allra tíma "Stellu í orlofi" og svo hafa áramótaskaupin þegar hún hefur verið við stjórnvölinn verið ákaflega hressandi þó þau hafi sannarlega ekki verið allra.
Ég óska henni til hamingju með bjartsýnisverðlaunin, hún er vel að þeim komin.
![]() |
Guðný Halldórsdóttir fékk bjartsýnisverðlaunin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.10.2007
Þá var ég líka strákur!
Dótturdóttir Sigrúnar systur minnar, Sigrún Birta sem er bráðum fjögurra ára, átti fallegt gullkorn um daginn. Þá var hún að skoða nýja erfðaprinsinn, sem ég kalla Prins Valiant en hefur verið nefndur Ingimar Örn. Hann er bara tveggja vikna sætur kútur.
Sigrún Birta var stödd í afmæli frænda síns, Úlfars Garps, sem fangaði 3ja ára afmæli. Þangað mætti líka Prins Valiant, Ingimar Örn. Hann lá í fangi móður sinnar og var að fá brjóst þegar Sigrún Birta fer að skoða hann. Þá segir Unnur Ýr, móðir Prins Valíants; Einu sinni varst þú svona lítil eins og Ingimar Örn!
Já, og þá var ég líka strákur! svaraði Sigrún Birta um hæl og afar montin af litla frænda sínum og því hvað hún er orðin stór stelpa.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2007
Velkominn til leiks
Í dag skrifaði Knattspyrnusamband Íslands undir tveggja ára samning við nýjan landsliðsþjálfara karla, Ólaf Jóhannesson. Um leið og ég býð hann velkominn til starfa, þá bæti ég því við að ég mun gera miklar og á stundum ósanngjarnar kröfur til hans í þessu nýja starfi. Ég geri þá kröfu til hans að hann nái viðunandi árangri í þeim leikjum sem hann stýrir liðinu. Ég geri þá kröfu að hann láti ætíð stolt hinnar íslensku þjóðar ráða för í vali sínu á leikmönnum og leikaðferðum. Og ég geri þá kröfu til hans að hann nái sátt innan landsliðshópsins, en það þarf hvorki sögusagnir né netmiðla til að sjá að á það hefur skort í síðustu tveimur leikjum.
Með þessu legg ég líka þá kröfur á herðar þeim leikmönnum sem Ólafur mun velja í landsliðið að þeir muni gera sitt besta til að standa undir þeim miklu og á stundum ósanngjörnu kröfum sem til þeirra eru gerðar. Ég geri þá kröfu til þeirra að þeir nái viðunandi árangri í þeim leikjum sem þeir taka að sér að leika fyrir íslenska þjóð. Ég geri þá kröfu til leikmanna að þeir láti ætið stolt hinnar íslensku þjóðar ráða för í leikjum liðsins. Og ég geri þá kröfu til leikmanna að þeir nái sátt innan landsliðshópsins og að þeir myndi eina sterka samstæða íslenska heild þegar þeir leika fyrir íslenska þjóð.
Eyjólfi Sverrissyni þakka ég fyrir gott og fórnfúst starf í þágu íslenskrar þjóðar. Hann hefur mátt starfa undir mikilli pressu frá öllum knattspyrnusérfræðingum á Íslandi og oftar en ekki verið dæmdur á afar ósanngjarnan og á köflum ómerkilegan hátt. Eyjólfur er einn besti drengur sem ég hef kynnst á samleið minni með íslenskri knattspyrnu og ég er þakklát fyrir að hafa átt þess kost að kynnast honum persónulega. Eyjólfur er þannig persóna að hann lætur ætíð stolt hinnar íslensku þjóðar ráða för í leikjum sínum. Fyrir það er hann og mun áfram verða mikils metinn meðal hinnar knattspyrnuunnandi íslensku þjóðar. Þann eiginleika hefðu nokkrir af þeim leikmönnum sem hann valdi til þátttöku í leikjum gjarnan mátt taka sér til fyrirmyndar. Af því varð því miður ekki. Mér dettur ekki til hugar að draga Eyjólf einan til ábyrgðar að því leyti. Það verða leikmenn að eiga við sig sjálfa.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2007
Del Piero kom Juventus yfir í upphafi síðari hálfleiks eftir að hafa eignast barn á mánudaginn
aaahhhahahahaha ... þetta er náttúrulega bara snilld.
http://www.visir.is/article/20071028/IDROTTIR0107/71028017
Íþróttir | Breytt 29.10.2007 kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson