Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju

Mikið er ég ánægð með að Guðný Halldórsdóttir hafi fengið bjartsýnisverðlaun Alcan eftir þá sniðgöngu sem hún mátti þola á Eddu-verðlaunaafhendingunni í gærkvöldi. Eins og ég hef skrifað um áður hér á blogginu þá þótti mér Veðramót ein besta íslenska kvikmynd sem ég hef séð og hún átti sannarlega skilið meiri vegsemd en henni var sýnd á Eddunni.

Ég fæ t.d. ekki séð hvernig nokkur leikkona hafi getað farið betur með hlutverk sitt en Hera Hilmarsdóttir gerði í Veðramótum. Leikur hennar var algjörlega óaðfinnanlegur og það læðist að manni sá grunur að þeir sem stjórna í íslensku kvikmyndaakademíunni hafi helst ekki viljað verðlauna ólærðan, ungan leikara fyrir svo veigamikið hlutverk. Það sama má e.t.v. einnig segja um Pétur Jóhann, sem hefur farið á kostum í Næturvaktinni!

Guðný Halldórsdóttir verið aðalsprautan í nokkrum frábærum kvikmyndum, þar á meðal bestu mynd allra tíma "Stellu í orlofi" og svo hafa áramótaskaupin þegar hún hefur verið við stjórnvölinn verið ákaflega hressandi þó þau hafi sannarlega ekki verið allra.

Ég óska henni til hamingju með bjartsýnisverðlaunin, hún er vel að þeim komin.


mbl.is Guðný Halldórsdóttir fékk bjartsýnisverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband