Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
27.9.2009
Forkastanlega framganga í Hádegismóum
Eftir tíðindi dagsins frá Hádegismóum hafa margir ákveðið að segja upp Morgunblaðinu og einhverjir hafa hótað að hætta að blogga á Moggablogginu. Sumir hafa jafnvel hvatt aðra til að gera slíkt hið sama á Fasbók, Twitter og hvað þetta heitir allt. Allt vegna þess að karlinn hann Davíð hefur verið ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins.
Og só vott?
Ég er reyndar ekki áskrifandi að Mogganum og hefði kannski sagt upp áskriftinni í dag, um það get ég ekki fullyrt. Ég get fullyrt að í dag hef ég engar fyrirætlanir um að hætta að lesa mbl.is eða hætta að skrifa hér á blog.is. Ég tel að sú þrönga klíka sem nú ræður ríkjum á Mogganum hafi gott af því að heyra hvað ég hef að segja, enda ég geri ekki ráð fyrir því að það verði þeim allt að skapi.
Framganga forystumanna á Hádegismóum við að segja upp 30 blaðamönnum í dag er allt annað mál og að mínu viti algjörlega forkastanleg. Mér liggur við að spyrja hvað þeir kumpánar tveir sem ráðnir voru í dag fái í laun ef það þarf að segja upp 30 manns á gólfinu? Verst er augljóslega að á þeim lista eru blaðamenn sem hafa varið lunganum af starfsævi sinni hjá fyrirtækinu, hafa starfað þar af dyggð og trúmennsku og þeir hlutu laun erfiðis síns í dag. Fyrir þetta fordæmi ég nýja eigendur og ég dreg það ekki í nokkurn efa að nýir ritstjórar beri ábyrgð á þessum uppsögnum, nú degi áður en þeir setjast í ritstjórnarstólinn.
Þeir blaðamenn sem fengu uppsagnarbréf í dag eiga samúð mína alla. Sérstaklega þeir blaðamenn sem ég þekki persónulega. En þeir blaðamenn sem eftir sitja fá samúðarkveðjur frá mér, ekki aðeins vegna þess að þurfa að vinna undir flokksaga íhaldsklíkunnar, heldur einnig vegna þess að í dag sjá þeir á eftir góðum vinnufélögum og vinum. Gangi ykkur vel og vonandi haldið þið sjálfstæði ykkar í ykkar skrifum. Það mun ég gera hér á blogginu!
Fyrst ritað 24. endurbirt í dag
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.9.2009
Góðir hlutir gerast hægt
Undanfarna daga og vikur hafa ýmsir þrýstihópar farið mikinn í bloggheimum og í fjölmiðlum þar sem því hefur statt og stöðugt verið haldið fram að það sé ekkert að gerast hjá ríkisstjórninni. Þessu hefur verið svo ítrekað haldið fram að margir eru farnir að trúa þessu. Það er eðlilegt og það er í okkar eðli að trúa því sem okkur er sagt, trúa án þess að staðreyna.
En hefur ríkisstjórnin setið auðum höndum? Nei ég held ekki, alþingismenn fengu ekki að fara í sumarfrí fyrr en langt var liðið fram á haustið og ég hef ekki orðið vör við það að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi verið mikið fjarverandi vinnustöðvum sínum, án þess þó að ég hafi lagst í djúpar rannsóknir þar á. Hins vegar hafa margir þeirra sem nú hrópa á torgum tekið sér gott leyfi, ekki náðist í forystumenn Sjálfstæðisflokksins á dögunum og enn dýpra hefur verið niður á forystu Framsóknarflokksins. Nú koma þessir foringjar og gæðingar þeirra fram á sjónarsviðið, endurnærðir og fullir orku eftir gott frí og hamra á ríkisstjórninni og heldur því fram að ekkert hafi gerst á síðustu vikum.
Það er löngu sannað, og það vita allir sannir verkmenn, að það tekur mun styttri tíma að rífa niður heldur en byggja upp. Góðir hlutir gerast hægt, segir einhversstaðar og ég held að forystumenn stjórnarandstöðunnar verði að líta í spegilinn þegar færi gefst og spyrja sjálfa sig, hvað það taki langan tíma að byggja upp það þjóðfélag sem þeir dunduðu sér við að rífa niður á tæpum 10 árum.
Já og ég heyrði í Sigmundi Davíð í útvarpinu í dag, það var hressandi, sumt breytist ekkert!
22.9.2009
Ekkert bloggað í dag
Í morgun velti ég því fyrir mér í örstutta stund að skrifa blogg umritstjóraskiptin á Mogganum. Ákvað að sleppa því, fannst það ekki þess virði. Eigendur blaðsins geta ráðið og rekið ritstjóra eins og þeim sýnist, það skiptir mig ekki máli.
Svo langaði mig í örstutta stund um daginn að skrifa blogg um hugsanlega endurkomu fv. bæjarstjórans í Kópavogi. Sú tilfinning var fljót að líða hjá enda er ég sérlega ánægð með að nafn hans er sjaldnar og sjaldnar í fjölmiðlum.
Í dag hlustaði ég á útsendingu frá bæjarstjórnarfundi í Kópavogi og enn og aftur til að hamra á lyklaborðið og segja frá því hvað flaug í gegnum huga minn meðan ég hlustaði á tafsið í forseta bæjarstjórnar. En eftir örstutta umhugsun komst ég að því að hann væri heldur ekki þess virði.
Það verður því ekkert bloggað í dag.
13.9.2009
Pólitískur vetur framundan
Miðað við atburði síðustu daga þá held ég að það verði ekki nokkur vafi að veturinn framundan verði mun pólitískari en nokkur í mínu minni og sjálfsagt margra annarra. Nú þegar virðist sem grasrótarhreyfing síðasta vetrar sé sprungin í frumeindir sínar og sannast sagna þá þykir mér það miður. Borgarahreyfingin hafði alla möguleika til þess verða að alvöru stjórnmálaafl, knúið áfram af kröfum fólksins um réttlæti, sanngirni og sannleikann. Því miður fór það svo að valdið sem nokkrir einstaklingar fengu í umboði hreyfingarinnar hafi verið fljótir að spillast, samband þeirra við grasrótina rofnaði og liðið hélt í pólitísk hrossakaup um leið og færi gafst.
Svo virðist þó sem hreyfingin sem slík muni halda velli, þingmenn hennar yfirgáfu skútuna á fundi nú um helgina og munu sjálfsagt halda áfram að ríghalda í það vald sem þeim var falið af fjölmörgum kjósendum og neita að horfast í augu við þá staðreynd að það eru þeir sem hafa fjarlægst hreyfinguna en ekki hreyfingin þá.
En þó mikið sé umleikis í Borgarahreyfingunni nú um stundir þá held ég að það verði mikið meira að gerast í stjórnmálunum víða annarsstaðar. Um helgina hefur t.d. verið nánast útilokað að ná í ákveðna forystumenn Framsóknarflokksins eftir að upp komst um heldur vafasöm viðskipti fulltrúa flokksins í bankaráði Seðlabankans. Er ekki ráð fyrir fjölmiðlamenn að beita þessum forkólfa svipuðum brögðum þeirra þeir biðla til þeirra um athygli þegar nær dregur sveitarstjórnarkosningum í vor. Af hverju eiga fjölmiðlar að sitja og standa eins og stjórnmálamönnunum hentar? Stjórnmálamenn eru kjörnir til þess að standa vörð um þjóðarbú okkar og þeim ber skylda til að svara þegar á þá er yrt og þeir eiga ekki aðeins að svara, þeir eiga að segja sannleikann.
Í færslu sem ég skrifaði 11. ágúst sl. ákallaði ég formann þess flokks sem ég tilheyri, Samfylkingarinnar, og bað hana um að stíga fram, vera í sambandi við þjóð sína og segja henni sannleikann. Enn á ný sendi ég ákall til formannsins.
Jóhanna, íslenska þjóðin þarf á þér að halda. Við þolum sannleikann, en þorir þú að segja hann?
10.9.2009
Engu er að kvíða
UEFA European Women's Under-17 Championship holders Germany are through to the second qualifying round but only after their perfect record since this competition began was ended by Iceland.
Setningin hér að ofan er upphafið að frétt á vefsíðunni www.uefa.com þar sem fjallað var um undanriðil Evrópumóts U17 ára liða sem fram fór hér á landi síðustu vikuna. Íslensku stúlkurnar hófu leik gegn Evrópumeisturum Þjóðverja og skildu liðin jöfn 0-0. Niðurstaðan var einstaklega gleðileg fyrir okkur enda er þýska liðið með óflekkaðan feril í keppninni til þessa og fullt hús stiga.
Undanfarnar vikur hafa verið samfelld sigurganga fyrir konur í knattspyrnu á Íslandi. Þetta hófst allt með því að A-landsliðið tryggði sér farmiða á úrslitakeppni Evrópumótsins í Finnlandi í sumar, U19 ára landsliðið fylgdi því eftir með því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni 19 ára liða sem fram fór í Hvíta Rússlandi í júlí. Það verður hins vegar að segjast eins og er að ég átti alls ekki von á því að 17 ára liðið myndi verða sporgöngulið hinna liðanna tveggja en það gerðu ungu stúlkurnar engu að síður í þeim ógnarsterka riðli sem fram fór hér á Íslandi fyrstu dagana í september.
Eftir jafnteflið gegn Þjóðverjum var þungt yfir hópnum þeirra og gaf þjálfari liðsins sig á tal við mig og fussaði yfir því að vera í riðli með Frökkum, þeir væru með ógnarsterkt lið og svo gæti jafnvel farið að Þjóðverjar yrðu úr leik eftir fyrstu umferð mótsins. Ralf Peters, vini mínum og þjálfara Þýskalands, svaraði ég með þeim orðum að hann gæti lítið kvartað, hann gæti sett sig í spor okkar Íslendinga og Ísraela sem voru með okkur í riði. Hvernig heldur hann að okkur líði að vera í riðli með Frökkum OG Þjóðverjum!!!
Stelpurnar okkar í U17 ára liðinu komast ekki í milliriðil en ég er ótrúlega stolt af þessum stelpum, þær eiga framtíðina fyrir sér og með svona hóp hefur íslensk knattspyrnuhreyfing engu að kvíða!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2009
Stórkostleg upplifun
Á dögunum fór ég ásamt föngulegum hópi systra og vinkvenna til Finnlands. Markmiðið var að leggja Norðmenn og Frakka að velli í úrslitakeppni EM í knattspyrnu. Hafi það farið framhjá nokkrum þá tókst ætlunarverk okkar heldur betur og ekki bara það heldur lagði liðið mitt Þjóðverja einnig að velli þó systrahópurinn væri horfinn heim til Íslands á nýjan leik.
Nei ég er ekki með rugluna, ég tilheyrði hópi nokkurra tuga stuðningsmanna sem fylgdi íslenska kvennalandsliðinu til Finnlands og á pöllunum rúlluðum við upp Evrópumótinu svo eftir var tekið. Stemmingin á pöllunum var engu lík. Hljómsveitin Hjaltalín sló taktinn og við léðum raddir okkar og lungu í verkefnið og slógum hvergi af. Áfram Ísland hljómaði um leikvöllinn án mikilla hléa í rúmar 90 mínútur en þegar hvatningarhrópunum linnti var gripið til ættjarðarlaganna, þessara gömlu góðu sem allir kunna. Þarna rúlluðum við mótherjum okkar upp, hverrar þjóðar sem þeir voru!
Þessi ferð til Finnlands er einhver sú besta sem ég hef nokkru sinni farið í. Bæði vegna þess að Finnland tók vel á móti okkur með sólskini og hlýju, vegna þess borgirnar Helsinki, Tampere og Lahti eru ósköp ljúfar og viðkunnanlegar og ekki síst vegna þess að stelpurnar okkar fylltu okkur þjóðarstolti á ný. Nokkuð sem verulega hefur skort á undanfarna mánuði.
Eins og gefur að skilja hittum við fjölda marga ferðalanga þá viku sem við dvöldum í Finnlandi. Allir voru hlýlegir í okkar garð og nokkrir höfðu skilning á efnahagsástandi hér á landi og færðu okkur gjafir, sem oftar en ekki voru í fljótandi formi .
Það eina sem gerði ferðina erfiða ef svo má segja var íslenska krónan. Ég hygg að allir þeir sem í mínum hópi voru hafi þarna gert sér endanlega ljóst að gamli góði gjaldmiðillinn okkar hefur runnið sitt skeið. Það verður ekki búið við það til lengdar að greiða 7-8 evrur fyrir staðlaðan hamborgara frá McDonalds, eða 5-8 evrur fyrir glas af bjór eða gosdrykk. Steininn tók þó úr þegar nokkrar í hópnum mínum fengu sér rauðvínsglas og var gert að reiða fram 14 evrur fyrir herlegheitin, samsvarandi 2.500 króna.
Engu að síður var ferðin stórkostleg upplifun, nokkuð sem mun lifa í minningunni um ókomna tíð og stoltið sem fylgir því að vera hluti af svona frábæru og samheldnu fólki er óborganleg. Stelpunum í landsliðinu þakka ég fyrir frábæra leiki. Ferðafélagarnir fá þúsund kossa fyrir ógleymanlega ferð.
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson