Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
31.1.2008
Einn góður fyrir Steina og Adda
Addi og Steini eru þeir einu sem lesa bloggið mitt ... sendi þeim því þennan til að koma þeim í stuð fyrir helgina. Minni svo á þorrablót Breiðabliks á laugardag ... Eurobandið tryllir lýðinn!
Mig bráðvantaði nokkurra daga frí í vinnunni en ég þóttist vita að stjórinn myndi ekki taka það í mál.Þá datt mér í hug að hugsanlega myndi hann leyfa mér það ef ég hegðaði mér eins og geðbilaður maður. Svo að ég brá á það ráð að hanga öfugur í loftinu og gefa frá mér furðuleg hljóð. Samstarfskona mín - sem er ljóska - spurði mig hvað ég væri að gera. Ég sagði henni að ég ætlaði að þykjast vera ljósapera svo að stjóri héldi að ég væri kexruglaður og gæfi mér nokkurra daga leyfi.
Skömmu síðar birtist stjóri á skrifstofunni og sagði við mig: "Drottinn minn, hvað ertu að gera?" Ég sagði honum að ég væri ljósapera. Hann sagði: "Þú ert yfir þig stressaður, það fer ekki á milli mála. Farðu heim og vertu þar í nokkra daga og reyndu að ná þér." Ég stökk niður og gekk
út úr skrifstofunni.
Þegar samstarfskona mín (ljóskan) elti mig spurði stjóri hana hvert hún væri eiginlega að fara. Hún sagði: "Ég er líka farin heim. Þú getur hreinlega ekki ætlast til þess af mér að ég vinni í þessu myrkri!"
31.1.2008
Borgarstjóraval í Bloggheimum
Marta B. Helgadóttir gefur bloggurum kost á því að velja sér borgarstjóra. Hún hefur reyndar engan frambjóðanda frá Framsóknarflokknum en það tók enginn eftir því nema Steini bloggvinur minn! Endilega kíktu til Mörtu og kjóstu þér borgarstjóra!
http://martasmarta.blog.is/blog/leshringur/entry/430043/.
30.1.2008
Veiðileyfi á Siv?
Í orðrómi á www.mannlif.is segir að enn sé ekkert í DV um það sem ritstjórinn, Reynir Traustason, sagði í Silfrinu sl. sunnudag um að búið væri að undirrita aftökuskipun á Siv Friðleifsdóttir. Það hafði þó áður komið fram á mannlif.is að unnið væri að framgangi Páls Magnússonar, bæjarritara hér í Kópavogi og stjórnarformanni Landsvirkjunar, sem næsta formanns Framsóknarflokksins. Orðrómur staðfesti að það sem Reynir meinti í Silfrinu er að Siv sé fyrir Páli.
Skýringin sem Orðrómur gefur er að áður var Páll varaþingmaður Sivjar og allt virtist fínt, á yfirborðinu. Svo kom í ljós að Siv hindrar persónulegan metnað Páls. Átökin um framsóknarkvennafélagið Freyju í Kópavogi var opinbert stríð milli þeirra. Siv hefur sigrað til þessa í átökum hennar og Páls. Reynist hins vegar rétt að sterkustu og efnuðust félagarnir í flokknum hafi sammælst um að Páll verði næsti formaður, mun Siv eiga erfitt á næstunni.
Bíðið nú við, ef Páll á að vera næsta vonarstjarna Framsóknarflokksins, hvað verður þá um oddvitann í Kópavogi Ómar Stefánsson?
28.1.2008
Hvað er að Hörpu?
28.1.2008
Meira af '68 kynslóðinni
Í tilefni mótmælanna á pöllum ráðhússins í síðustu viku og þess að '68 kynslóðin fagnar um þessar mundir 40 ára afmæli þá leitaði ég eftir orðunum 68 kynslóðin á www.google.is. Mér til mikillar ánægju kom upp bloggsíða Bimbu frænku minnar, og nöfnu, sem er því miður hætt að blogga. Hún er ótrúlega skemmtileg kona en í fögnuði '68 kynslóðarinnar á Hótel Sögu 2006 var hún beðin um að halda hátíðarræðuna. Ég varð að deila þessu með ykkur!
Það má segja að við höfum upplifað miklar breytingar. Þeir sem eru af hinni raunverulegu 68 kynslóð muna tímana tvenna.Við munum eftir því þegar hápunktur vikunnar var barnatíminn á sunnudögum, flesta daga vikunnar var fiskur í matinn og lambalæri um helgar. Það sem var hvað mest framandi var saxbauti úr dós (hvað sem það var nú).
Það var ein útvarpsstöð. Við hlustuðum á lög unga fólksins einu sinni í viku þátturinn stóð yfir í rúman hálftíma á þriðjudagskvöldum ef ég man rétt og styttist ef það var mikið af tilkynningum eða auglýsingum eins og fyrir jólin. Á laugardagskvöldum var dagskrárliður sem var kynntur einhvern veginn svona. Útvarp Reykjavík - nú verða leikin danslög af plötum ýmsir listamenn spila. Þá hlustuðum við í von um að það slæddist eitt og eitt bítlalag inn á milli þess að Karl Jullarbo sveiflaði nikkunni af mikilli snilld og þýskir listamenn spiluðu lög frá ýmsum löndum.
Það var því fjör í kringum fóninn þegar þulurinn tilkynnti þurrlega að nú myndu bresku bítlarnir leika og syngja syrpu af lögum það var alveg toppurinn!
Einstaka stóreignamenn áttu plötuspilara og plötur en algengast var að fólk ætti ferðaútvarpstæki af gerðinni Nordmende sem í þá daga var algeng fermingargjöf.
Sjónvarp var ekki til nema Kanasjónvarpið sem var inni á einstaka heimilum og það þótti mikið sport að komast einhvers staðar í að horfa á Bonansa eða Ed Sullivan sjóið.
Þá voru mjólkurbúðir og við fórum með brúsa út í mjólkurbúð og afgreiðslustúlkan veiddi mjólkina upp úr stórum mjólkurbrúsum og pakkaði skyrinu inn í smjörpappír.
Krakkar fóru út í búð með net og miða í buddu sem þau réttu kaupmanninum sem afgreiddi vörurnar OMO þvottaduft, Camel sígarettur og 1313 sápu. Hann var oftast svona þjónustulipur týpa vatnsgreiddur í hvítum slopp. Þá hétu búðirnar í Vesturbænum Brekka, Straumnes, Sunnubúð eða Pétursbúð.
Við munum þegar það voru hvít jól og þegar íslendir námsmenn erlendis sendu jólakveðjur heim blindfullir og klipu börnin sín og þvinguðu þau til að muldra e-r kveðjuorð til afa og ömmu.
Sumir fóru í siglingar eins og það var kallað nokkrum sinnum yfir ævina, og þá var ætlast til að fólk yrði sólbrennt ef það fór til útlanda. HVA varstu í Danmörku og ert ekkert brún. Hvað keyptirðu? Þá gat sá hinn sami fengið uppreisn æru ef hann hafði keypt e-ð spennandi. Og þeir sem fóru í siglingar voru iðulega beðnir að kaupa hitt og þetta fyrir vini og ættingja.
Ég man eftir að hafa séð bréf sem mamma mín skrifaði pabba þegar hann var í útlöndum. Þá var hún greinilega búin að senda honum innkaupalista en þetta var bara smá viðbót: Svo ætla ég að biðja þig að kaupa gúmmístígvélin á krakkana, ljósbláar buxur nr. 16 með uppábroti og spæl að aftan fyrir hana Önnu á 10, og dekk undir Fíatinn hans pabba svo biður Jón bróðir þig að kaupa fyrir sig einn bjórkassa.
Skólaböll voru haldin tvisvar á vetri og þau voru kölluð dansæfingarnar. Þá voru litlar hnellnar stelpur með túperað hár og stór brjóst í tísku og við þessar löngu mjóu flatbrjósta stúlkur stóðum í röðum í felldu pilsunum okkar og peysusettum og biðum þess að einhver strákurinn mundi slysast til að bjóða okkur upp.
Þvílíkur léttir þegar við frelsuðumst, hentum uppstoppuðum brjóstahöldurunum og fórum að dansa berfættar þegar okkur sýndist með slegið hár og í hippamussum. Það var sko frelsun.
En nú sjáum við nýja útgáfu af 68 kynslóðinni. Það er fólk sem er vel efnað, annars hefði það ekki efni á að koma á þetta ball, mjög fastheldið. T.d. verða allir að sitja við sömu borð ár eftir ár- og stór hluti þeirra kýs Sjálfsstæðisflokkinn eða Framsókn, þessi grein '68 kynslóðarinnar er jákvæð og hefur gaman af að skemmta sér er það ekki??? Og rannsókn sem greint var frá í fréttum nýlega kemur fram að það trúir á jólasveininn og uppáhalds jólasveinninn er Stúfur en vinstri grænir fíla best Kertasníki, enda er hann umhverfisvænn með kertin sín. Og örugglega á móti virkjunum.
Mörg okkar muna ótrúlega langt aftur í tímann m.ö.o. við erum komin á efri ár. Það er því orðið tímabært að hugsa um hvernig við viljum hafa það í ellinni. En á seinni árum hefur samfélagsmyndin breyst gífurlega frá því sem áður var komið inn á og er sýnt að við munum verða kröfuharðari en sú kynslóð sem nú er elsta kynslóðin.
Við erum eftirstríðsára börnin sprengjukynslóðin sem hefur sprengt allt utan af sér, skólana, háskólana, vinnumarkaðinn þegar konur fóru að þyrpast út á vinnumarkaðinn og nú bráðum elliheimilin. Í ár verða fyrstu eintökin af sprengju kynslóðinni sextug - eftir 5 ár förum við að nálgast óðfluga eftirlaunaaldurinn.
Ég er að vona að '68 kynslóðin sem nú hefur lagst í dvala og jarðað gamla baráttuviljann og uppreisnarhugann fari að róta í kistunni sinni og rifji upp gamlar baráttuaðferðir og beita þeim í þágu aldraðra flower power og pís, engin læti eða ofbeldi."
28.1.2008
Íslandsmeistarar í futsal!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2008
Borgarblús
Fékk þessar vísur sendar í pósti í dag frá Auði frænku minni. Veit ekki hver samdi, en vísurnar eru fjári góðar.
Borgarblús
Dagur er liðinn og dæmalaus sorg,
depurð og leiði í hnípinni borg.
Ólafur Frjálslyndur (óháður þó)
öllu brátt ræður í fjúki og snjó.
Björn Ingi snarar sér Boss-jakkann í,
blessaður engillinn kominn í frí.
Svandís er forviða, heldur um haus,
hennar er stóllinn þó alls ekki laus.
Vilhjámur Þ., sá er stóð upp úr stól
og stakk af til Kanarí rétt fyrir jól,
kemur til baka með börnin sín smá
og borgmester verður að ári hér frá.
Ef þú veist hver samdi þá máttu endilega setja það inn sem athugasemd!
25.1.2008
40 ára afmæli '68 kynslóðarinnar
Dagurinn í dag var sorglegur á margan hátt. Það er með ólíkindum hvernig sumir stjórnmálamenn í borginni brjóta á lýðræðinu og hundsa vilja borgaranna. Fólki er nóg boðið, mótmælin á pöllum ráðhússins sýndu það í dag. Ég ætla mér ekki að mæla því bót að þeir sem þar voru hafi truflað fundinn með háreisti og hrópum. En mér er engu að síður spurn, hvað annað gátu þau gert? Það er ekki eins og núverandi meirihluti borgarstjórnar hafi hlustað á íbúana sem þeir svo virðulega fara að ávarpa kjósendur þegar líður að árinu 2010.
Ég þurfti að rifjað það upp í dag fyrir nokkrum einstaklingum komnum yfir miðjan aldur að þeir tilheyrðu '68 kynslóðinni svokölluðu. Margir þeirra sem hneyksluðust sem mest á frammíköllum og hrópum ungliðanna í dag voru í sömu sporum og þetta unga fólk fyrir nákvæmlega 40 árum síðan. Þá reis ungt fólk um heim allan upp og mótmælti, þá fann ungt fólk ekki annað ráð en það að hrópa, trufla fundi, loka sendiráðum, setjast að í ráðuneytum o.s.frv. Oftar en ekki voru þetta tiltölulega fámennir hópar ungs fólks sem sá sig tilneytt til þess að vekja með þessum hætti athygli á sínum skoðunum, rétti sínum og lýðræðinu.
Við skulum heldur ekki gleyma því að margir af foringjum íslenskra stjórnmálaflokka eru einmitt af þessari svokölluðu '68 kynslóð. Þeir lágu ekki á skoðunum sínum þá frekar en nú, mörg þeirra voru róttæklingar. Það er því betra að tala varlega um það unga fólk sem mótmælti á pöllum ráðhússins í dag. Við getum jafnvel notað gamlan og góðan frasa: Þeirra tími mun koma!"
23.1.2008
35 ár frá Vestmannaeyjagosi
Í dag er þess minnst að 35 ár eru frá upphafi Vestmannaeyjagossins. Fréttatímar allra miðla hafa verið fullir af upprifjun um þennan magnaða atburð sem svo rækilega situr í þeim sem komnir voru á skólaaldur þegar gosið hófst. Ég man vel eftir gosinu, það var bæði spennandi og ógnvekjandi í senn og ég man vel eftir mörgum ferðum austur á Kambabrún til að sjá gosið úr fjarska. Svo var líka bein útsending í sjónvarpinu frá gosinu og ég minnist þess að hafa setið löngum stundum og horft á svart hvíta útsendingu frá Eyjum.
Ríkissjónvarpið gerði gosinu góð skil í kvöld. Dagskráin var mjög metnaðarfull og greinilegt að þar hefur ekkert verið til sparað svo útsendingin úr Eyjum yrði sem best. Enda engin furða þar sem sjónvarpsstjórinn er enginn venjulegur Eyjamaður frá þeim tíma, heldur bæjarstjórasonurinn sjálfur. Ég tek hatt minn ofan fyrir Páli Magnússyni að hafa heimilað þessa útsendingu, ég veit ekki hvort hann hafi átt frumkvæðið að henni en ef svo er þá hneigi ég mig einnig. Þau Þórhallur og Ragnhildur stóðu sig frábærlega í beinni útsendingu, umfjöllunin um gosið var að mér fannst á álíka æðrulausum nótum og íbúar Vestmannaeyja sýndu á gosnóttina sjálfa. Margoft hef ég heyrt lýsingar af því hvernig íbúum Eyjanna var innanbrjósts þegar þeir héldu niður á bryggju og jafnoft hef ég furðað mig á því af hverju það ríkti svona mikil þögn í göngu þeirra. Ég fékk enga skýringu á því í kvöld og reikna svo sem ekki með að fá skýringu, en ég furða mig samt á því.
Við Þórhallur Gunnarsson vorum bekkjarsystkin í Digranesskóla hér forðum daga. Fljótlega eftir að gosið hófst bættust nokkrir krakkar í árganginn okkar og ekki bara það, heldur fengum við líka kennara úr Vestmannaeyjum þegar við vorum í 11 ára bekk, Ólöfu Margréti Magnúsdóttur. Hún var góður kennari, ákveðin en þó mátulega ströng. Ólöf flutti aftur út til Eyja og ég fékk ekki betur séð en að hún hafi verið mætt í Höllina og verið í salnum á meðan á útsendingu stóð.
Eyjamönnum óska ég til hamingju með daginn, þetta er klárlega dagur til að gleðjast yfir.
Á myndinni hér til hliðar, sem er úr 19. deild Digranesskóla (12 ára bekk) má sjá þáverandi kennara okkar Guðbjörgu Emilsdóttur og þrjá nemendur hennar: Þórhall Gunnarsson, Ingibjörgu Hinriksdóttur og Valtý Björn Valtýsson ... allt ákaflega vel þekkt fjölmiðlafólk hvert á sínu sviði!
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2008
Svo gott sem fullkominn dagur
Ef ekki hefði verið fyrir slæmar fréttir úr Reykjavík hefði þessi dagur verið fullkominn. Eftir að hafa sinnt skyldum mínum í vinnunni (og kastað m.a. kveðju á bloggvin minn Árna Þór) þá fór ég í heitsteinanudd hjá Comfort snyrtistofu í Álfheimum. Ég hef ekki áður prufað svona nudd, er reyndar lítið fyrir nudd nema í sundlauginni í Versölum, og það var nánast himneskt!
Nuddið fékk ég að gjöf frá samstarfskonum mínum hjá sambandinu er ég bauð þeim í heimsókn til mín skömmu fyrir jól. Í 75 mínútur var dekrað við mig, nokkrir lítrar af olíu fóru í að þekja kroppinn sem hreinlega drakk í sig vökvann. Svo fékk ég slakandi nudd allt frá hvirfli til táar ... algjörlega ótrúlega meiriháttar gott! . Þegar ég kom úr nuddinu tóku við fréttir af meirihlutaslitum í Reykjavík, en ég var svo afslöppuð eftir nuddið að það kom mér ekki úr neinu einasta jafnvægi. Ég lít enda svo á að verðandi meirihluti sé andvana fæddur og bíð í raun aðeins eftir jarðaförinni.
Eftir að hafa hlustað nægju mína af flestum stjórnmálaskýrendum landsins fara yfir mál dagsins (þar sem Sigríður Andersen var áberandi verst) fór ég í Salinn til að fylgjast með verðlaunaafhendingu fyrir Ljóðstaf Jóns úr Vör. Sigurvegari var Jónína Leósdóttir, sem sendi inn ljóðið Miðbæjarmynd. Ákaflega fallegt og stutt en hnitmiðað ljóð. Einnig fengu viðurkenningu þau Helgi Ingólfsson rithöfundur fyrir ljóðið Menn hlæja bara að þeim, sem er bráðskemmtilegur prósi um Fjölnismenn í kóngsins Kaupinhöfn og Davíð Hjálmar Haraldsson ljóðskáld fyrir Hann blæs en samkvæmt útlistun dómnefndar er þar um að ræða ítalska sonnettu.
Til að toppa daginn þá flutti Ragnheiður Gröndar fjögur lög í Salnum, fyrst Táraborg eftir Megas, þá Hvert örstutt spor eftir Halldór Laxness og eftir verðlaunaafhendingu lék hún lagið Landgangur eftir Hallgrím Helgason og endaði svo á einu fallegasta ástarljóði sem samið hefur verið á íslenska tungu, Ást við texta Sigurðar Norðdals og lag Magnúsar Þórs Sigmundssonar. Ég bíð enn eftir því að einhver lagahöfundurinn hafi sig til og semji lag við fallegasta ástarljóð íslenskrar tungu Ferðalok Jónasar Hallgrímssonar...
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið!
Það er ekkert sem toppar þetta!
Það var hreint yndislegt að sitja í Salnum algjörlega afslöppuð eftir magnað nudd og í góðra vina hópi og hlusta á þessa frábæru listamenn. Ég óska vinningshöfum í ljóðakeppninni innilega til hamingju með viðurkenningarnar og þakka fyrir mig.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson