Leita í fréttum mbl.is

Svo gott sem fullkominn dagur

Ef ekki hefði verið fyrir slæmar fréttir úr Reykjavík hefði þessi dagur verið fullkominn. Eftir að hafa sinnt skyldum mínum í vinnunni (og kastað m.a. kveðju á bloggvin minn Árna Þór) þá fór ég í heitsteinanudd hjá Comfort snyrtistofu í Álfheimum. Ég hef ekki áður prufað svona nudd, er reyndar lítið fyrir nudd nema í sundlauginni í Versölum, og það var nánast himneskt!

Nuddið fékk ég að gjöf frá samstarfskonum mínum hjá sambandinu er ég bauð þeim í heimsókn til mín skömmu fyrir jól. Í 75 mínútur var dekrað við mig, nokkrir lítrar af olíu fóru í að þekja kroppinn sem hreinlega drakk í sig vökvann. Svo fékk ég slakandi nudd allt frá hvirfli til táar ... algjörlega ótrúlega meiriháttar gott! Kissing.  Þegar ég kom úr nuddinu tóku við fréttir af meirihlutaslitum í Reykjavík, en ég var svo afslöppuð eftir nuddið að það kom mér ekki úr neinu einasta jafnvægi. Ég lít enda svo á að verðandi meirihluti sé andvana fæddur og bíð í raun aðeins eftir jarðaförinni.

Eftir að hafa hlustað nægju mína af flestum stjórnmálaskýrendum landsins fara yfir mál dagsins (þar sem Sigríður Andersen var áberandi verst) fór ég í Salinn til að fylgjast með verðlaunaafhendingu fyrir Ljóðstaf Jóns úr Vör. Sigurvegari var Jónína Leósdóttir, sem sendi inn ljóðið „Miðbæjarmynd“. Ákaflega fallegt og stutt en hnitmiðað ljóð. Einnig fengu viðurkenningu þau Helgi Ingólfsson rithöfundur fyrir ljóðið „Menn hlæja bara að þeim“, sem er bráðskemmtilegur prósi um Fjölnismenn í kóngsins Kaupinhöfn og Davíð Hjálmar Haraldsson ljóðskáld fyrir „Hann blæs“ en samkvæmt útlistun dómnefndar er þar um að ræða ítalska sonnettu.

Til að toppa daginn þá flutti Ragnheiður Gröndar fjögur lög í Salnum, fyrst Táraborg eftir Megas, þá Hvert örstutt spor eftir Halldór Laxness og eftir verðlaunaafhendingu lék hún lagið Landgangur eftir Hallgrím Helgason og endaði svo á einu fallegasta ástarljóði sem samið hefur verið á íslenska tungu, Ást við texta Sigurðar Norðdals og lag Magnúsar Þórs Sigmundssonar. Ég bíð enn eftir því að einhver lagahöfundurinn hafi sig til og semji lag við fallegasta ástarljóð íslenskrar tungu Ferðalok Jónasar Hallgrímssonar...

Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið! 
Það er ekkert sem toppar þetta!

Það var hreint yndislegt að sitja í Salnum algjörlega afslöppuð eftir magnað nudd og í góðra vina hópi og hlusta á þessa frábæru listamenn. Ég óska vinningshöfum í ljóðakeppninni innilega til hamingju með viðurkenningarnar og þakka fyrir mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband