Leita í fréttum mbl.is

Bara hringja í mömmu ...

Um daginn átti ég leið framhjá fjölbýlishúsi í Kópavogi þegar ég sé þrjá unga pilta lyfta hægri hönd og miða á bílinn minn. Bíllinn minn er nýleg Toyota Corolla, draumabíllinn sem ég hef lagt mikið á mig til að eignast (eða þannig ... Lýsing er skráður eigandi!).  Að minnsta kosti tveir boltar hittu bílinn og ég snöggreiddist, snögghemlaði og snögglagðist á flautuna á bílnum. Þar sem strákarnir sáu mig ekki, ruku þeir af stað og hlupu í skjól. Ég hefði aldrei náð þeim á hlaupum og datt það reyndar ekki í hug!

Þegar ég ek síðan í burtu minnist ég þess að ég kannast við eina ágæta konu sem býr einmitt í þessu húsi. Ég var með símanúmerið hennar í símanum mínum og hringi.

- „Halló“
- „Já blessuð, þetta er Ingibjörg, hvað segir þú? Meira hvað það hefur snjóað.“
- „Sæl, jú ótrúlegt magn af snjó. En þetta er bara gaman. Krakkarnir úti að leika sér og rólegt inni hjá mér.“
-„Já einmitt, en ég ætlaði einmitt að benda þér á að ég var að keyra framhjá húsinu þínu og þá stóðu þrír piltar þar fyrir utan og voru að kasta snjóboltum í bílana sem aka framhjá. Ég vona að það hafi ekki verið þinn drengur!“
- „Varst þú að kasta snjóboltum í bíla fyrir utan áðan ....“
Þögn ... svo heyrist svarað lágum rómi. „Já, en ég kom bara inn til að pissa!“ 
- „Ertu alveg brjálaður drengur, þú mátt ekki vera að kasta snjóboltum í bílana, þú getur truflað bílstjórana og þeir geta lent í árekstri. ... Heyrðu, jú þetta var minn strákur, ég er búin að lesa yfir honum. Þakka þér fyrir að láta mig vita!“


mbl.is Reiddist þegar snjó var kastað í bílinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvernig er það, er það ekki talið alvarlegt að hlaupa á eftir ungum drengjum og draga þá uppí bíla.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 13:01

2 identicon

Ég gerði þetta nú sjálfur fyrir um 12 árum eða svo, semsagt kastaði snjóbolta í bíl og maðurinn í honum nauðhemlaði skiljanlega, og kom hlaupandi á eftir okkur, við náðum nú að fela okkur en við sáum hann leita að okkur vel og lengi á bílnum sínum. Þetta var mikið högg og hefur örugglega skemmt bílinn aðeins. Þessi viðbrögð hjá þessum manni í Sandgerði eru fullkomlega eðlileg, svona fyrir utan að vera að lemja til hans kannski.

 Held það hafi nú ræst ágætlega úr manni þrátt fyrir eitthvern töffaraskap sem átti sér stað þarna.

 Er ekki annars uppeldi bara að versna þessa dagana og krakkar seinni og seinni að átta sig á því hvað ábyrgð er?

Viðar Kristinsson (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 13:19

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll Þorsteinn,

jú það er alvarlegt að hlaupa á eftir ungum drengjum og draga þá uppí bíla. Ég legg það ekki til við nokkurn mann, mæli frekar með aðferðinni minni ... hringja í mömmu!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 20.1.2008 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 129492

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband