22.11.2007
Ég játa ...
Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var vitnað í fótboltaþátt á Sýn í gærkvöldi, sem ég skrifa um hér í næstu færslu á undan. Eins og ég hef bent á þá var þetta um margt merkilegur þáttur. Vissulega var knattspyrnuforystan [lesist stjórn KSÍ] gagnrýnd þar að einhverju marki, en einnig voru leikmenn liðsins gagnrýndir og blaðamenn voru gagnrýndir, menn gagnrýndu í þættinum og tóku gagnrýni. Á íslensku hefur svona gagnrýni milli manna stundum verið kölluð skoðanaskipti.
Skoðanaskipti um hin ýmsu mál eru af hinu góða, Eggert Magnússon, fyrrverandi formaður KSÍ, sagði eitt sinn á stjórnarfundi að knattspyrnan þrifist á gagnrýni. Ef það er engin gagnrýni þá er eitthvað að, ég meina kommon, gagnrýni er drifkraftur okkar. Eitthvað á þessa leið komst Eggert að orði. Mér þótti þetta merkilegt, og ég var þessu fullkomlega sammála. Ef ekki kemur fram gagnrýni þá hreyfast menn ekki úr stað!
Gagnrýni er allra góðra gjalda verð en hún þarf líka að lúta þeim lögmálum að vera sett fram á faglegan hátt og vera studd góðum rökum. Ef þeim skilyrðum er ekki fylgt þá er gagnrýnin tæplega meira en nöldur og tuð. Gagnrýnin sem kom fram í þættinum í gær var sem betur fer flest ágætlega rökstudd. En önnur gagnrýni á ekki við nein rök að styðjast, heldur er byggð á einhverjum kjaftasögum og sjálfsagt einhverri öfund líka. Dæmi um þetta er fullyrðing Guðjóns Þórðarsonar, fyrrverandi landsliðsþjálfara, sem sagði í þættinum að undirbúningur landsliðsins mætti ekki ráðast af skáli í kampavíni og kokteilboðum út og suður. Ég hef persónulega ekki ferðast með neinu af karlalandsliðum Íslands, en ég hef mætt á leiki þeirra hér heima og vissulega hefur mér stundum verið boðið í kokteilboð bæði út og suður. Ég bara vissi það ekki að þau kokteilboð hefðu svona mikil áhrif á undirbúning leikmanna.
Einu sinni hef ég séð íslenska karlalandsliðið leika erlendis, á vináttumóti í Manchester þar sem þeir mættu m.a. Englendingum. Þá var knattspyrnuforystunni vissulega boðið í móttöku fyrir leikinn á nýjum og glæsilegum heimavelli Manchester City (sem heitir því frumlega nafni City of Manchester Stadium og Siggi Helga á þar drjúgan hlut og plötu á vegg). Íslenska liðið tapaði þeim leik, en við skoruðum þó mark og stóðum okkur ágætlega. Ég bara vissi ekki að hvítvínið sem ég fékk mér fyrir leikinn hefði svona mikil og neikvæð áhrif á undirbúning leikmanna og þjálfara fyrir leikinn!
Í fréttum stöðvar 2 í kvöld var einnig bent á að breyting á hugarfari leikmanna hafi verið mikið á undanförnum árum og sjálfsagt er það líka stjórn KSÍ að kenna að mati íþróttafréttamanna Stöðvar 2 og Sýnar, rétt eins og allt annað. En ég verð ég þó að biðjast undan því, fyrir mína hönd og annarra stjórnarmanna, að það sé okkur að kenna að iPodinn var fundinn upp og lokaði þar með á stemminguna inní búningsklefa! Þá játa ég frekar á mig kokteilboðin!
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Sæl Ingibjörg
Eggert Magnússon á sér margt til ágætis, en að taka hann sérstakt dæmi um lýðræðispostula sem hvetur til skoðanaskipta gefur miklar ranghugmyndir um manninn. Undir stjórn Eggerts hafa skoðanaskipti um knattspyrnuna ekki aukist. Þú varst annað hvort í liði Eggerts eða ekki. Þetta leiddi til að eðlileg skoðanaskipti t.d. í fjölmiðlum nánast lögðust af. Uppskeran er að landsliðið er á styrkleikalista FIFA meðal vanþróaðra þjóða.
Þáttur Sýn var alveg til fyrirmyndar. Kallaðir voru til menn sem þorðu að segja skoðanir sýnar á gengi landsliðsins. Guðjón Þórðarson gerir kröfu til leikmanna og hann gerir kröfu til stjórnar KSÍ og það er ekkert slæmt um það að segja. Hann sjálfsagt af fenginni reynslu gagnrýnir stjórn KSÍ fyrir að leggja áherslu á aukaatriðin í stað aðalatriðanna. Hvítvínið skiptir í raun ekki öllu, en ef það er það eina sem stefnt er að er málið háalvarlegt. Ef stjórn KSÍ er ekki með stefnu að því að ná árangri þá ber að skipta um stjórn. Þjálfararáðningin er aðeins hluti af þeirri stefnu.
Nú er Ólafur Jóhannesson ráðinn landsliðsþjálfari og við skulum gefa honum tækifæri. Þeir þjálfarar sem báru af nú í sumar voru hins vegar Willum Þórsson og síðan Guðjón Þórðarson. Af þeim sökum voru margir sem töldu þá betri kost. Ólafur er ráðinn og verður spennandi að sjá hverning til tekst. Bæði Willum og Guðjón sýndu snerpu í sumar sem hefði verið áhugaverð við stjórnun landsliðsins.
KSÍ ætti að hafa frumkvæði að því að fara yfir málin á faglegum nótum. Krafa hins almenna knattspyrnuáhugamanns er um stórbættan árangur. Standi þjálfari og stjórn KSÍ ekki undir þeim væntingum verður fljótlega farið að fara fram á breytingar.
Kvennalandsliðið okkar er e.t.v. það lið sem hefur náð hvað lengst, og verður spennandi að sjá hvað þær gera á næstunni.
Yngri landslið okkar eru hins vegar ekki að standa undir væntingum. Þjálfun þeirra situr undir réttmætri gagnrýni. Sú staða bendir til þess að fagleg stjórnun KSÍ sé stórlega ábótavant.
Ingibjörg, þú situr í stjórn KSÍ. Þú ert því í valdastöðu. Rétt eins og við gerum kröfu til leikmanna, þá eigum við að gera kröfu um mun meiri árangur til stjórnar KSÍ. Ef í stjórn KSÍ er ekki toppfólk, á að gefa því tækifæri, sem hæfa því betur. Á þeim nótum er gagnrýni Guðjóns Þórðarsonar á stjórn KSÍ. Ykkar er síðan að sýna árangurinn.
Sigurður Þorsteinsson, 23.11.2007 kl. 17:43
Sæll Siggi,
takk fyrir þitt innlegg í umræðuna. Varðandi Eggert Magnússon, þá veist þú það jafnvel og ég að hann getur verið harður í horn að taka. En ég veit það af eigin raun að meðan hann var formaður KSÍ þá tók hann rökum, það var ekki alltaf gott að rökræða við hann en þegar maður tók við hann málefnalega umræðu þá var gott við hann að eiga. Hvort maður hafi þurft að vera í "hans liði" eða ekki ætla ég ekki að ræða hér en ég hef fullyrt það áður og fullyrði það enn að á meðan við störfuðum saman innan stjórnar KSÍ þá var knattspyrnan ALLTAF í fyrrirrúmi.
Auðvitað má gagnrýna það hvernig ráðningu landsliðsþjálfara ber að. Sumir segja að það hafi verið best að gera þetta svona, aðrir telja að það hefði mátt fara öðruvísi að. Og so what! Þannig er þetta bara, málið var rætt innan stjórnar KSÍ og þetta var niðurstaðan. Trúir þú því að það hafi ekki verið rætt að fara aðrar leiðir? Auðvitað var það þannig, en þetta var niðurstaðan og henni verður ekki breytt.
Málefni Eyjólfs Sverrissonar dettur mér ekki í hug að ræða hér. Hans tími sem landsliðsþjálfari er liðinn í bili, en ég vona sannarlega að hann muni halda áfram að setja mark sitt á íslenska knattspyrnu. Eyjólfur býr yfir gríðarlega mikilli reynslu af flestum þáttum knattspyrnunnar og það væri synd ef íslensk knattspyrna verður af þeirri reynslu sökum óbilgjarnrar og á tíðum ákaflega ósanngjarnrar umræðu um hann og hans störf.
Vitanlega er margt í starfi knattspyrnusambandsins sem mætti betur fara, um það ætla ég ekki að deila og það er sannarlega rétt hjá þér að þar þarf að vera toppfólk. Stjórn KSÍ er kosin á ársþingum, það eru fulltrúar knattspyrnunnar í landinu sem kjósa og ég trúi ekki öðru en að þingfulltrúar kjósi til starfa fólk sem þeir hafa fulla trú á að geti unnið íslenskri knattspyrnu gagn.
Fagleg umræða mætti sannarlega vera meiri og opinberari innan knattspyrnunnar almennt. En ég fullyrði að innan KSÍ fer fram mikil og mjög málefnaleg vinna í hinum ýmsu nefndum og ráðum. Sambandið hefur t.a.m. unnið þrekvirki í uppbygginu þjálfaramenntunar á Íslandi og þar hefur Knattspyrnuþjálfarafélagið fylgt með í hverju spori.
Þú segir að krafa hins almenna knattspyrnuáhugamanns snúist um stórbættan árangur. Þá spyr ég þig: Hvað er árangur? Er það árangur að tapa 3-0 fyrir Dönum? Er það árangur að gera jafntefli við Ítali? Er það árangur að vinna Frakka? Er það árangur að um 60 íslenskir knattspyrnumenn leika að staðaldri með erlendum félagsliðum? Er það árangur að U17 og U19 ára landslið kvenna og U19 ára landslið karla eru komin í milliriðil í Evrópukeppninni?
Hvað er árangur í augum 300 þúsund manna þjóðar norður undir heimskautsbaug? Persónulega er mín krafa sú að þegar íslenskir landsliðsmenn (og skiptir þá kyn og aldur engu máli) klæðast bláa eða hvíta landsliðsbúningnum, að þeir fari út á völlinn fullir af stolti og vilja til þess að berjast fyrir íslenska þjóð. Niðurstaða leiksins skiptir mig minna máli. Ég vil sjá í látbragði þeirra og fasi á vellinum að þeir séu Íslendingar. Það er algjörlega óraunhæft að ætlast til þess að Ísland vinni Dani á Parken ... það gæti hins vegar gerst og ég trúi því að það muni gerast einn daginn. Þá munum við bæði brosa út að eyrum!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 24.11.2007 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.