Leita í fréttum mbl.is

Flottur riðill hjá strákunum

Þá er búið að draga í riðil fyrir HM 2010. Karlalandsliðið leikur með Hollandi, Skotlandi, Noregi og Makedóníu í eina 5 liða riðlinum sem var í boði. Að lenda í 5 liða riðli er óneitanlega ókostur, þar sem við fáum einum heimaleik færra, ekkert lið er fyrir neðan okkur í styrkleikaflokki og það þarf alltaf eitt lið að sitja yfir í hverri umferð.

Því verður hins vegar ekki á móti mælt að riðillinn sem slíkur er flottur. Þarna eru mjög öflugar knattspyrnuþjóðir. Hollendingar sýnu bestir, Skotar eru alltaf skemmtilegir og svo er alltaf mikill rígur milli Norðurlandaþjóðanna og það er nokkuð síðan við lékum gegn Norðmönnum. Þetta er glæsilegt! Kunnátta mín gagnvart Makedóníu er ekki mikil en þjóðin er ein af fyrrum lýðveldum Júgóslavíu og þar var knattspyrna mjög hátt skrifuð svo það er alveg klárt að menn skulu ekki á nokkrum tíma vanmeta Makedóna.

Guðmundur Torfason var í íþróttaþættinum á RÚV í kvöld. Ég er sammála honum um að það er kominn tími til að við hættum að líta á okkur sem stórþjóð í knattspyrnu karla, við erum 300.000 manna þjóð og þó við teljum okkur eiga mannskap sem getur á góðum degi staðið uppi í hárinu á hvaða stórveldi sem er þá verðum við að halda væntingum niðri að þessu sinni. Það þýðir ekki að spenna bogann jafn hátt og áður hefur verið gert. Auðvitað ætlast ég til að leikmenn landsliðsins fari í hvern leik til að vinna hann og ég sætti mig ekki við hvaða úrslit sem er, en ég verð sátt svo fremi að mér finnist leikmennirnir hafi lagt sig 100% fram.

ÁFRAM ÍSLAND!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband