7.1.2010
Engin geimvísindi
Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri í Kópavogi, sendi heldur óvænt að ég tel frá sér yfirlýsingu í kvöld þess efnis að hann hyggi ekki á framboð til bæjarstjórnar í Kópavogi nú í vor. Ég hef verið í ágætri stöðu til þess að fylgjast með flokkadráttum í Kópavogi bæði innan Samfylkingar, þar sem ég starfa, sem og innan annarra flokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn. Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að óróleikinn í Sjálfstæðisflokknum hefur verið mikill og megnið af þeim væringum sem þar hafa átt sér stað hafa snúist um fyrrverandi bæjarstjóra, hinn brottvikna Gunnar I. Birgisson.
Gunnar er stór maður að öllu leyti en líkt og líkamlegt ástand hans hefur dregist saman á undanförnum vikum hefur líka minnkað álit margra á honum sem stjórnmálamanni og svei mér ef það hefur ekki líka dregið nokkuð úr styrk hans innan flokks og utan. Hann sér hins vegar enn stórt og mikið ljón þegar hann lítur í spegilinn það sást vel í Morgunblaðinu í gær þar sem hann fór hörðum orðum um þá sem nú sitja í bæjarstjórn Kópavogs. Eins og hans er von og vísa, fór hann víða, hann eirði engum og hjó víða.
Gunnsteinn Sigurðsson er heiðarlegur maður og sanngjarn þó ég sé fjarri því alltaf sammála skoðunum hans á hinum ýmsu málum. Yfirlýsingin sem hann sendi frá sér í dag lauk með orðunum: "Ég styð Sjálfstæðisflokkinn og óska þess að kjósendur beri gæfu til að kjósa heiðarlegt og duglegt fólk á framboðslistann sem hefur hugsjónir flokksins og heill bæjarbúa að leiðarljósi í hvívetna."
Ég tel að ekki þurfi nein geimvísindi til að átta sig á því að þarna skýtur Gunnsteinn föstum skotum á Gunnar og hans fylgifiska sem sannarlega hafa sig mikið í frammi innan SjálfstæðisFLokksins í Kópavogi. Eins og við var að búast þá skildi Gunnar sneiðina, var ekki lengi að grípa til varna og heldur því fram að hann hafi ekki komið nálægt bæjarpólitíkinni í Kópavogi síðasta hálfa árið!
Ég veit að lesendum Morgunblaðisins hefur fækkað mikið undanfarið en sjálfsagt hafa einhverjir aðgang að blaðinu t.d. í vinnunni eins og ég. Afskipti Gunnars af bæjarpólitíkinni hafa opinberlega verið minni eftir að hann hröklaðist úr stóli bæjarstjóra en hann er sannarlega kominn í stuð ef eitthvað er að marka grein sem hann skrifar í flokksblaðið sl. miðvikudag. Þar fer hann mikinn og gagnrýnir fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2010 og skýtur mjög ómaklega á núverandi bæjarstjóra. Ég vona bara að Gunnsteinn stigi skrefið til fulls og segi skilið við þennan hóp fólks sem kennir sig við sjálfstæði og fari að vinna eftir sannfæringu sinni en ekki sannfæringu annarra, allra síst fv. bæjarstjóra sem fer vægast sagt með ósannindi þegar hann segist ekki hafa komið nálægt bæjarpólitíkinni sl. mánuði!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.1.2010 kl. 00:23 | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.