Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnin er greinilega að gera ekki neitt

Miðað við ummæli margra stjórnarandstöðuþingmanna þá er þessi ríkisstjórn ekki að gera neitt og það litla sem hún gerir er þveröfugt við það sem á að gera. Það er líklega þess vegna sem ástandið hér heima er mun skárra en ráð var fyrir gert. Atvinnuleysi er minna. Verðbólga er lægri. Stýrivextir hafa lækkað hraðar en gert var ráð fyrir. Viðskipti á bankamarkaði ganga snuðrulaust. Alþingi hefur aldrei starfað lengur (a.m.k. ekki svo ég muni eftir). Það er greinilega allt á heljarþröm eins og stjórnarandstaðan heldur fram.

Svo eru það viðbrögðin eftir ákvörðun forsetans. Þau hafa að sögn stjórnarandstöðunnar engin verið og fjölmiðlar í útlöndum hafa vaðið upp með tóma þvælu og vitleysu og jafnvel haldið því fram að við ætlum ekkert að borga. Auðvitað er það allt ríkisstjórninni að kenna. Þessar liðleskjur hafa ekkert gert síðustu daga og látið hlutina dankast og veltast eftir vindi.

Þetta má glögglega lesa úr listanum sem utanríkisráðuneytið hefur birt um viðbrögð vegna synjunar forsetans. Það sem ríkisstjórnin hefur gert er að fulltrúar forsætis-, fjármála-, efnahags- og viðskiptaráðuneytis og utanríkisráðuneytis hafa unnið að því að miðla upplýsingum til annarra ríkja til að byggja upp með jöfnum skrefum traust og trúverðugleika Íslands og íslensks efnahagslífs erlendis eftir hrunið.

Breska almannatengslastofan Financial Dynamics hefur verið hópnum til ráðgjafar og aðstoðar. Að auki hafa breska almannatengslafyrirtækið Headland Consultants og hollenska almannatengslafyrirtækið Huijskens unnið fyrir íslensk stjórnvöld á þessu tímabili.

Eftir að forseti Íslands synjaði lögunum staðfestingar hinn 5. janúar hafa íslensk stjórnvöld unnið markvisst að því að upplýsa önnur ríki og erlenda fjölmiðla um nýja stöðu í Icesavemálinu og sjónarmið Íslands.

Meðal meginskilaboða í samtölum fulltrúa Íslands hafa verið að Ísland muni standa við skuldbindingar sínar, vilji finna sanngjarna lausn á málinu í sátt við önnur ríki og að þjóðaratkvæðagreiðsla um málið sé nú í undirbúningi.

Að neðan er yfirlit yfir helstu aðgerðir íslenskra stjórnvalda dagana 5.-6. janúar.

Samskipti við önnur ríki & alþjóðastofnanir

  • Forsætisráðherra ræddi símleiðis við Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.
  • Forsætisráðherra ræddi símleiðis við Jan-Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands.
  • Forsætisráðherra ræddi símleiðis við Jan Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs.
  • Fjármálaráðherra ræddi símleiðis við Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands.
  • Fjármálaráðherra ræddi símleiðis við Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands.
  • Fjármálaráðherra ræddi símleiðis við Anders Borg, fjármálaráðherra Bretlands.
  • Utanríkisráðherra ræddi símleiðis við Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs.
  • Utanríkisráðherra ræddi símleiðis við Jens Henriksson, stjórnarmann Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna hjá AGS.
  • Utanríkisráðherra ræddi símleiðis við Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar.
  • Utanríkisráðherra ræddi símleiðis við Grazyna Bernatowicz, varautanríkisráðherra Póllands.
  • Utanríkisráðherra ræddi símleiðis við Alexander Stubb, utanríkisráðherra Finnlands.
  • Utanríkisráðherra ræddi símleiðis við Maris Riekstins, utanríkisráðherra Lettlands.
  • Utanríkisráðherra ræddi símleiðis við Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands.
  • Utanríkisráðherra átti fund með Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi.
  • Frekari fundir og samtöl ráðherra við erlenda ráðherra eru fyrirhugaðir.
  • Sendiherrar erlendra ríkja í Reykjavík voru boðaðir á fund í utanríkisráðuneytinu 5. janúar og upplýstir um stöðu Icesavemálsins. Þessi ríki eru Bretland, Þýskaland, Frakkland, Danmörk, Noregur, Svíþjóð Finnland, Kanada, Bandaríkin, Kína, Indland, Japan, Færeyjar og Pólland.
  • Haldinn var sérstakur fundur með sendiherrum Norðurlandanna á Íslandi - Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar.
  • Utanríkisráðuneytið hefur ítrekað verið í sambandi við sendiherra Hollands gagnvart Íslandi sem staðsettur er í Osló.
  • Utanríkisráðuneytið hefur ítrekað verið í sambandi við sendiherra Bretlands á Íslandi.
  • Utanríkisráðuneytið fól öllum sendiráðum Íslands að ganga á fund stjórnvalda í gistiríkjum og upplýsa um stöðu Icesavemálsins.
  • Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins ræddi símleiðis við ráðuneytisstjóra norska fjármálaráðuneytisins.
  • Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins ræddi símleiðis við ráðuneytisstjóra danska fjármálaráðuneytisins.
  • Sendiráð Íslands í London átti samtöl og fundi með embættismönnum í breska forsætis- og utanríkisráðuneytinu.
  • Sendiherra Íslands í London átti samtöl við breska þingmenn.
  • Sendiherra Íslands í London átti samtöl við sendiherra Spánar í Bretlandi en Spánn er formennskuríki ESB á fyrri hluta árs 2010.
  • Embættismenn utanríkisráðuneytisins voru sendir frá Reykjavík og Brussel til Hollands og funduðu með sviðsstjóra forsætisráðuneytis Hollands.
  • Sendiherra Íslands í Brussel fundaði með sendiherra Spánar, formennskuríkis ESB.
  • Sendiherra Íslands í Brussel ræddi við stækkunarskrifstofu framkvæmdastjórnar ESB.
  • Sendiherra Íslands í Brussel ræddi við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA).
  • Sendiherra Íslands í Brussel ræddi við sendiherra Svíþjóðar gagnvart ESB.
  • Sendiherra Íslands í Brussel ræddi við sendiherra Bretlands gagnvart ESB.
  • Sendiherra Íslands í Brussel ræddi við sendiherra Hollands gagnvart ESB.
  • Sendiherra Íslands í Brussel fundaði með belgíska utanríkisráðuneytinu.
  • Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn fundaði með ráðuneytisstjóra danska utanríkisráðuneytisins.
  • Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn fundaði með sendiherra Noregs í Danmörku.
  • Sendiherra Íslands í Helsinki átti samtal við finnska fjármálaráðuneytið.
  • Staðgengill fastafulltrúa Íslands hjá NATO fundaði með skrifstofu framkvæmdastjóra bandalagsins.
  • Sendiherra Íslands í Tókíó fundaði með utanríkis- og fjármálaráðuneyti Japans.
  • Sendiherra Íslands í París fundaði með ráðuneytisstjóra Evrópumála í franska forsætisráðuneytinu.
  • Sendiherra Íslands í París ræddi við skrifstofustjóra ráðherraskrifstofu í spænska utanríkisráðuneytinu.
  • Sviðsstjóri viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins ræddi símleiðis við skrifstofustjóra Evrópumála í þýska utanríkisráðuneytinu.
  • Sendiráð Íslands í Washington D.C. átti fund í bandaríska utanríkisráðuneytinu.
  • Sendiráð Íslands í Berlín mun eiga fund í þýska utanríkisráðuneytinu 7. janúar.
  • 7. janúar mun sendiherra Íslands í París eiga fund með skrifstofustjóra skrifstofu Evrópumálaráðherra Frakklands.
  • 7. janúar mun sendiherra Íslands í Vín eiga fund með austuríska utanríkisráðuneytinu.
  • 8. janúar mun sendiherra Íslands í Osló eiga fund með ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis Noregs.
  • Öll sendiráð Íslands munu áfram vera í virkum samskiptum við viðeigandi stjórnvöld í öðrum ríkjum til að upplýsa um stöðu og þróun Icesaveamálsins og sjónarmið Íslands.

Samskipti við erlenda fjölmiðla

  • Ríkisstjórn Íslands gaf 5. janúar út tvær fréttatilkynningar um viðbrögð sín við ákvörðun forseta Íslands.
  • Ríkisstjórnin gaf út fréttatilkynningu á ensku hinn 6. janúar.
  • Utanríkisráðuneytið og önnur ráðuneyti eftir atvikum sendu fréttatilkynningar ríkisstjórnar á tengslanet sitt meðal erlendra fjölmiðla og Financial Dynamics kom þeim á framfæri í Bretlandi.
  • Öll sendiráð Íslands sendu fréttatilkynningu ríkisstjórnar til fjölmiðla í gistiríkjum sínum
  • Utanríkisráðuneytið, önnur ráðuneyti og sendiráð Íslands erlendis hafa haft milligöngu um viðtöl erlendra fjölmiðla við íslenska ráðamenn.
  • Fjármálaráðherra hefur m.a. talað við AP, Reuters, E24, Independent, BBC Radio, ITN/Channel 4, og veitti forsíðuviðtal í hollenska blaðinu Volkskrant.
  • Utanríkisráðherra hefur m.a. talað við Independent, Times of London og TV2 í Danmörku
  • Efnahags- og viðskiptaráðherra hefur m.a. talað við Dagens Næringsliv, Reuters, BBC Radio og útvarpsstöð sem sendir út um öll Bandaríkin.
  • Benedikt Stefánsson, aðstoðarmaður efnahagsráðherra, fór í viðtal hjá BBC Radio og Sky News (Jeff Randall Show).
  • Fjölmiðlafulltrúar ráðuneytanna hafa svarað miklum fjölda fyrirspurna og veitt bakgrunnsupplýsingar, einkum til Bretlands, Hollands, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Sviss.
  • Fjölmiðlafulltrúar ráðuneytanna hafa ítrekað haft samband við erlenda fjölmiðla til að leiðrétta villandi eða rangan fréttaflutning.

Annað

  • Samráðshópur forsætis-, utanríkis-, fjármála- og efnahags- og viðskiptaráðuneytisins hefur komið saman daglega og unnið náið saman til tryggja að aðgerðir í upplýsingamálum séu samræmdar og markvissar.
  • Unnið hefur verið með breska almannatengslafyrirtækinu Financial Dynamics að því að koma málstað Íslands á framfæri í erlendum fjölmiðlum og leiðrétta rangfærslur.
  • Unnið hefur verið með hollenska almannatengslafyrirtækinu Huijskens að því að meta fjölmiðlaumfjöllun í Hollandi og möguleg viðbrögð.
  • Almannatengslafyrirtækið KOM mun veita tímabundna aðstoð í upplýsingamálum.
  • Öll sendiráð Íslands vakta umfjöllun um Icesavemálið og Ísland og leggja mat á möguleg viðbrögð.
  • Samráðshópur forsætis-, utanríkis-, fjármála- og efnahags- og viðskiptaráðuneytisins átti fund með fulltrúum samtakanna InDefence.

http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/5371


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 129480

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband