Leita í fréttum mbl.is

Mínir þingmenn

Ég er ákaflega stolt af mínu fólki á Alþingi, þingmönnum Samfylkingarinnar. Mínir uppáhaldsþingmenn eru:

Ágúst Ólafur Ágústsson,  Árni Páll Árnason, Ásta R. Jóhannesdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Einar Már Sigurðarson, Ellert B. Schram, Guðbjartur Hannesson, Gunnar Svavarsson, Helgi Hjörvar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Karl V. Matthíasson, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Lúðvík Bergvinsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéðinsson.

Að auki hef ég mikið álit á eftirtöldum þingmönnum úr öðrum flokkum en Samfylkingunni:

Björk Guðjónsdóttir, Geir H. Haarde, Guðfinna Bjarnadóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Þorgerður K. Gunnarsdóttir.

Glöggir lesendur sjá að hér eru aðeins taldir upp þingmenn Sjálfstæðisflokksins, það er ekki vegna einhverra fordóma gagnvart Framsóknarflokki, Frjálslynda flokknum eða Vinstri hreyfingunni grænu framboði, heldur eingöngu vegna þess að ég hef átt þess kost að kynnast flestum ofangreindum persónulega, eða séð til þeirra utan vettvangs stjórnmálanna. Allt er þetta fólk sem ég treysti til að setja hagsmuni þjóðarinnar fram yfir hagsmuni sjálfra sín og sinna ættingja og vina. Þannig eiga stjórnmálamenn að vera.

 


Jóhanna flott í hádegisviðtalinu

Einn al besti og markvissasti stjórnmálamaður okkar tíma er Jóhanna Sigurðardóttir. Hún var í hádegisviðtalinu á Stöð 2 á mánudag, annan í hvítasunnu, og stóð fullkomlega undir væntingum mínum.

Hún er komin á réttan stað í stjórnarráðinu, í félagsmálaráðuneytið, þar sem ég fullyrði að enginn ráðherra hefur staðið sig jafn vel og Jóhanna gerði á sínum tíma. Ég sagði hér á blogginu þann 13. maí sl. að Samfylkingin ætti erindi í ríkisstjórn og þar ætti hennar hlutverk að vera það að leiða umbætur í velferðarmálum. Þar fer Jóhanna fremst meðal jafningja.

Hádegisviðtalið á Stöð 2 styrkti þá skoðun mína að hún er besti málsvari þeirra sem minna mega sín og ekki aðeins ber ég miklar væntingar í brjósti til Jóhönnu heldur er ég þess fullviss að velferðarmálunum er vel borgið í hennar umsjón.


Hverjir fá formennsku í nefndum?

Nú er ljóst hverjir verða ráðherrar en ég hef líka dundað mér við að spá fyrir um formennsku í nefndum, sem eru ákaflega mikilvægar, þó svo að þær séu svo sem ekki ígildi ráðherrastóls. Hér fyrir neðan hef ég uppfært listann sem ég birti fyrst um daginn. 

Ég hef engar upplýsingar um það hvernig þetta verði, fyrir utan það að Arnbjörg verður formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks og Sturla verður forseti Alþingis. Annað eru hreinir og klárir spádómar. Nú er bara að bíða og sjá hversu spámannlega ég er vaxin.

Formenn nefnda:

Allsherjarnefndar: Ágúst Ólafur Ágústsson
Atvinnumálanefndar: Katrín Júlíusdóttir
Efnahags- og viðskiptanefndar: Bjarni Benediktsson
Menntamálanefndar: Guðbjartur Hannesson
Félagsmálanefndar: Guðfinna Bjarnadóttir
Samgöngunefndar: Kristján Þór Júlíusson
Fjárlaganefndar: Árni Páll Árnason
Heilbrigðisnefndar: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Umhverfisnefndar: Illugi Gunnarsson
Iðnaðarnefndar: Ármann Kr. Ólafsson
Utanríkismálanefndar: Pétur H. Blöndal

Formenn þingflokka:
Sjálfstæðisflokks: Arnbjörg Sveinsdóttir
Samfylkingar: Gunnar Svavarsson

Forseti Alþingis:
Sturla Böðvarsson


Þingvallastjórnin

Ég var nú svo sem ekki brjálæðislega langt frá þesu, og svo sem ekki nálægt því heldur. Gerði ekki ráð fyrir uppstokkun ráðuneyta en ég hafði rétt fyrir mér með Geir H. Haarde, Árna M. Mathiesen, Jóhönnu Sigurðardóttur og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Þá gat ég mér rétt til um að Guðlaugur Þór Þórðarson, Össur Skarphéðinsson og Björgvin G. Sigurðsson yrðu ráðherrar.

Niðurstaðan varð sem sagt sú að ráðherrar Sjálfstæðisflokks verða: Geir H. Haarde forsætisráðherra, Björn Bjarnason Dóms- og kirkjumálaráðherra, Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra, Einar K. Guðfinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verður menntamálaráðherra.

Ráðherrar Samfylkingarinnar verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, Össur Skarphéðinsson, iðnaðar- og byggðamálaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og Kristján Möller verður ráðherra samgöngumála og reyndar sveitarstjórnarmála líka.

Ég ber miklar væntingar í brjósti til þessarar ríkisstjórnar og vona að hún muni verða farsæl í öllum sínum störfum. Íslenskri þjóð til heilla.

 


Þetta líst mér betur á!

Svona stjórn líst mér betur á!! Get reyndar hugsað mér að skipta á heilbrigðis- og tryggingarmálunum fyrir Iðnaðar og viðskiptamálin og þá myndu viðkomandi ráðherrar fylgja skiptunum.

  • Forsætisráðherra og ráðherra hagstofunnar: Geir H. Haarde (D)
  • Dóms- og kirkjumálaráðuneyti: Guðlaugur Þór Þórðarson (D)
  • Félagsmálaráðuneytið: Jóhanna Sigurðardóttir (S)
  • Fjármálaráðuneytið: Árni M. Mathiesen (D)
  • Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið: Kristján Þór Júlíusson (D)
  • Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið: Katrín Júlíusdóttir (S)
  • Landbúnaðarráðuneytið: Björgvin G. Sigurðsson (S)
  • Menntamálaráðuneytið: Guðbjartur Hannesson (S)
  • Samgönguráðuneytið: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (D)
  • Sjávarútvegsráðuneytið: Össur Skarphérðinsson (S)
  • Umhverfisráðuneytið: Bjarni Benediktsson (D)
  • Utanríkisráðuneytið: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (S)
  • Forseti alþingis: Þórunn Sveinbjarnardóttir (S)

D-listi teflir fram fimm körlum og einni konu. Tveir ráðherrar koma úr Suðvesturkjördæmi, einn úr hvoru Reykjavíkurkjördæminu, einn úr Suðurkjördæmi og einn úr Norðausturkjördæmi.

S-listi teflir fram þremur konum og þremur körlum. Tveir ráðherrar koma úr Reykjavíkurkjördæmi norður, einn úr Reykjavík suður, einn úr Suðvesturkjördæmi, einn úr Norðvesturkjördæmi og einn úr Suðurkjördæmi.

Samtals dreifast því ráðherrar þannig að þrír ráðherrar koma úr Suðvesturkjördæmi og úr Reykjavíkurkjördæmi norður, tveir ráðherrar úr reykjavíkurkjördæmi suður, tveir úr suðurkjördæmi, og einn úr hvoru norðurkjördæminu. Alls tólf ráðherrar, fjórar konur og átta karlar. Ég spái því að auki að Þórunn Sveinbjarnardóttir verði forseti alþingis.

Til að spá enn frekar get ég svo sem líka spáð því að formaður í: 

  • allsherjarnefnd verði Ágúst Ólafur Ágústsson
  • landbúnaðarnefnd verði Sturla Böðvarsson
  • efnahags- og viðskiptanefnd verði Gunnar Svavarsson
  • menntamálanefnd verði Guðfinna Bjarnadóttir
  • félagsmálanefnd verði Björn Bjarnason
  • samgöngunefnd verði Kristján Möller
  • fjárlaganefnd verði Árni Páll Árnason
  • sjávarútvegsnefnd verði Einar Oddur Kristjánsson
  • heilbrigðis- og trygginganefnd verði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
  • umhverfisnefnd verði Helgi Hjörvar
  • iðnaðarnefnd verði Einar Kristinn Guðfinnsson
  • utanríkismálanefnd verði Sturla Böðvarsson

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband