Leita í fréttum mbl.is

Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn?

  • Forsætisráðherra og ráðherra hagstofunnar: Geir H. Haarde (D)
  • Dóms- og kirkjumálaráðuneyti: Guðlaugur Þór Þórðarson (D)
  • Félagsmálaráðuneytið: Siv Friðleifsdóttir (B)*
  • Fjármálaráðuneytið: Árni M. Mathiesen (D)
  • Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið: Kristján Þór Júlíusson (D)
  • Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið: Valgerður Sverrisdóttir (B)**
  • Landbúnaðarráðuneytið: Guðni Ágústsson (B)***
  • Menntamálaráðuneytið: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (D)
  • Samgönguráðuneytið: Sturla Böðvarsson (D)
  • Sjávarútvegsráðuneytið: Einar K. Guðfinnsson (D)
  • Umhverfisráðuneytið: Arnbjörg Sveinsdóttir (D)
  • Utanríkisráðuneytið: Jón Sigurðsson (B)****
  • Forseti alþingis: Björn Bjarnason (D)

Ekki beint spennandi þykir mér!

* Samúel Örn Erlingsson kallaður inná þing, Siv verður utan þings.
** Huld Aðalbjarnardóttir kölluð inná þing, Valgerður verður utan þings.
*** Helga Sigrún Harðardóttir kölluð inná þing, Guðni verður utan þings.
**** Jón Sigurðsson verður ráðherra án þingsætis.

Breytt aðfararnótt 16. maí.

 


R-lista mynstrið heldur hæpið

Í dag hefur verið mikið spáð og spekúlerað um hvaða ríkisstjórn verði mynduð. Ég hef þegar lýst þeirri skoðun minni að Samfylkingin eigi að fara með velferðarmál í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Það yrði fjölmenn og öflug ríkisstjórn þar sem málin verða stokkuð upp og menn taka nýja sýn á málin og málefnin.

Undanfarið hafa margir nefnt það að samstarf gömlu R-lista flokkanna, Samfylkingar, VG og Framsóknar, væri möguleiki til myndunar ríkisstjórnar. Það er sannarlega rétt og slíkt samstarf hefði góðan meirihluta en engu að síður ætla ég að leyfa mér að lýsa þeirri skoðun minni að slíkt samstarf yrði heldur hæpið.

Þar vegur þyngst sú staðreynd að í þingmannaliði VG er sá einstaklingur sem lagðist hvað þyngst á árarnar við það að rifta R-lista samstarfinu á sínum tíma. Í þingmannaliði VG er sá einstaklingur sem kom í veg fyrir að sátt næðist um nýjan formann Sambands íslenskra sveitarfélaga og í þingmannaliði VG er maður sem hefur verið að nudda sér utan í íhaldið leynt og ljóst undanfarin misseri.

Þarna er ég í öllum tilfellum að tala um borgarfulltrúann ÁÞS. Hans vegna er ekki á það treystandi að leggja í R-lista samstarf í ríkisstjórn og það treystir þá skoðun mína að það eigi að láta reyna á tveggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.

 


Löglegt en siðlaust og ósmekklegt

Á laugardag starfaði ég sem umboðsmaður Samfylkingarinnar á kjördag. Í því starfi fólst m.a. að fara milli kjörstaða og athuga hvort kosningarnar hafi ekki farið fram svo sómi væri að. Við sem vorum í þessu starfi, þ.e. ég og Geir Þórólfsson úr Hafnarfirði, fórum saman á alla kjörstaði, nema í Kjósarhreppinn. Allsstaðar var framkvæmd kosninganna til mikillar fyrirmyndar, vel var tekið á móti okkur af kjörstjórnum og almennt voru starfsmenn þeirra glaðir að við sinntum þessari skyldu okkar. Reyndar var það þannig að við vorum ávallt fyrst á vettvang ef undan er skilin einn kjörstaður þar sem fulltrúar V-lista voru á staðnum þegar við komum.

Eins og ég sagði áður þá fór framkvæmd kosninganna almennt vel fram. Eina undantekningin þar á var í Mosfellsbæ þar sem ég fylltist vanþóknun á því siðleysi sem birtist mér er ég fór inní fjórðu og síðustu kjördeildina í Lágafellsskóla. Áður en ég held áfram þá vil ég taka það fram að formaður kjörstjórnar sem tók á móti okkur þar ber, að ég tel, enga ábyrgð á þeirri athugasemd sem ég ætla að færa fram og bar undir yfirkjörstjórn þegar yfirreið okkar var lokið. Athæfið sem ég vil segja frá var fullkomlega löglegt en svo siðlaust að það hríslaðist kalt vatn milli skinns og hörunds á mér.

Í fjórðu kjördeild í Mosfellsbæ sátu fjórir starfsmenn, eins og lög gera ráð fyrir, það sem er siðlaust er að einn þessara fjögurra starfsmanna var dóttir bæjarstjórans í Mosfellsbæ, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, sem jafnframt var í baráttusæti Sjálfstæðisflokksins í Alþingiskosningunum. Það getur ekki með nokkru móti talist eðlilegt að dóttir bæjarstjóra í einu sveitarfélagi, þar sem bæjarstjórinn er sjálfur í framboði, sitji og taki á móti kjósendum. Léttilega hefði ég getað sagt að þarna hafi farið fram áróður á kjörstað og það eina sem ég gæti hugsað mér að væri verra en þetta er ef Ragnheiður hefði sjálf setið og tekið á móti kjósendum.

Ragnheiður ber skömmina af þessu, hún samþykkti þá starfsmenn sem valdir voru til starfa í kjördeildum og það er siðblinda hennar sem varð til þess að dóttir hennar fékk að sitja inni í kjördeild og taka á móti kjósendum.

Lítið álit hafði ég á sjálfbirtingshætti sjálfstæðismanna áður en eftir þetta atvik er fyrirlitning mín algjör. Jakkkk, þetta er toppurinn á ósmekklegheitunum og siðleysinu.

 


Ríkisstjórnin er óstarfhæf

Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin með eins manns meirihluta er óstarfhæf. Nægir þar að benda á að í Sjálfstæðisflokknum heitir einn þingmaður Árni Johnsen, hann er ekki maður sem ríkisstjórn getur treyst á enda hafa skoðanir hans oftar en ekki farið á skjön við stefnu flokksins yfirleitt og nægir þar að benda á jarðgöng til Eyja.

Annar maður sem gerir það að verkum að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er óstarfhæf er að í liði Framsóknarmanna er maður að nafni Bjarni Harðarson sem hefur sýnt það í kosningabaráttunni að hann er ekki maður flokksstefnu, honum myndi sjálfsagt lynda ágætlega við Guðna Ágústsson, en hann er ekki maður sem mun taka hverju sem er þegjandi og hljóðalaust, það sýndi sig svo ekki varð um villst í baráttunni.

Það er því ljóst að ríkisstjórnin mun fara frá og við munum fá nýjan flokk í ríkisstjórn fyrir næstu mánaðamót.

 


Samfylkingin á erindi í ríkisstjórn

Þrátt fyrir að Samfylkingin hafi því miður misst tvo menn fyrir borð í kosningunum í gær þá er það meira en 100% ljóst í mínum huga að flokkurinn á erindi í ríkisstjórn og í gær voru skilaboð kjósenda, Íslendinga, þau að það á að skipta um ríkisstjórn. Það er líka kristaltært að ríkisstjórn með eins manns meirihluta er ákaflega tæp og það verður erfitt að gera slíka stjórn starfhæfa eftir öll þau ummæli sem fallið hafa í kosningabaráttunni á milli flokkanna tveggja sem hana mynda.

Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, orðaði þetta vel í Silfri Egils í dag þegar hún sagði eitthvað á þá leið að Framsóknarflokkurinn hafi búið við pólitískt heimilisofbeldi í 12 ár af hendi Sjálfstæðisflokksins og það væri þeim flokki fyrir bestu að draga sig út úr ríkisstjórninni og byggja sig upp fyrir næstu kosningar utan ríkisstjórnar.

Með þetta í huga þá á Samfylkingin, og reyndar Sjálfstæðisflokkur líka, aðeins einn möguleika í stöðunni og það er að mynda sterka tveggja flokka stjórn þar sem Samfylkingin mun leiða þær nauðsynlegu umbætur sem þarf að standa fyrir í velferðarmálunum.

Ég hvet því nöfnu mína og forsætisráðherrann til að setjast niður í kvöld, eða strax eftir helgi, og ræða þá möguleika sem eru í stöðunni og skora á þau bæði (og þá sérstaklega Geir H. Haarde) að hafa hagsmuni íslenskrar þjóðar að leiðarljósi en ekki framapot einstakra þingmanna eða bestu vina aðal. Það er létt að láta af öllu slíku þegar Framsóknarflokkurinn er horfinn úr ríkisstjórninni.

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Ríkisstjórnin of veik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband