Leita í fréttum mbl.is

Uppáhaldslið Sýnarmanna

Það hefur ekkert farið á milli mála að fjölmiðlamenn á íþróttarásinni Sýn hafa gert uppá milli félaga í Landsbankadeildinni þegar kemur að beinum útsendingum. Á rásinni ráða FH-ingar ríkjum með Hilmar Björnsson, fyrrum leikmann félagsins í fararbroddi. Það er vissulega eðlilegt að sýna mest frá leikjum FH, enda liðið Íslandsmeistari undanfarinna ára en að sýna frá 11 leikjum þeirra af 18 í deildinni árið 2006 meðan þrjú félög eru sýnd fjórum sinnum er kannski ekki alveg sanngjarnt!

Ástæða þess að ég fjalla um þetta nú er að þegar fimm umferðum er lokið í Landsbankadeildinni þá hefur verið sýnt frá fjórum leikjum þriggja liða á meðan mitt lið, Breiðablik, hefur ekki enn hlotið náð fyrir augum Sýnarmanna. Þá má líka telja með ólíkindum að fjórum sinnum hafi Sýnarmenn plantað útsendingarbílnum á leikjum KR-inga sem hafa verið arfaslakir það sem af er sumri og sömuleiðis hafa Skagamenn fengið fjórar sýningar. Þess má geta að þeir leikir sem ÍA og KR hafa leikið og hafa ekki verið sýndir voru báðir gegn Breiðabliki (KR-ingar á heimavelli og Skagamenn í Kópavogi)!

Máli mínu til stuðnings hef ég tekið saman hvernig leikir hafa verið valdir til flokkað eftir liðum í landsbankadeildinni árin 2005, 2006 og það sem af er keppnistímabilinu 2007. Niðurstöðurnar eru þannig (liðum raðað eftir stöðu þeirra í deildinni):

2007:

FH1234
Valur1234
Keflavík1234
Víkingur1234
Fylkir1234
HK1234
ÍA1234
Breiðablik1234
Fram1234
KR1234

2006:

FH1234567891011
KR1234567891011
Valur1234567891011
Keflavík1234567891011
Breiðablik1234567891011
ÍA1234567891011
Víkingur1234567891011
Fylkir1234567891011
Grindavík1234567891011
ÍBV1234567891011

2005:

FH123456789
Valur123456789
ÍA123456789
Keflavík123456789
Fylkir123456789
KR123456789
Grindavík123456789
ÍBV123456789
Fram123456789
Þróttur123456789

 

 


Breiðablik og rasismi

Því miður átti ég ekki heimangengt á Víkingsvöllinn á föstudag og sá því ekki né heyrði þær kveðjur sem stuðblikar sendu Garðari Erni Hinrikssyni, dómara í leik Víkings og Breiðabliks í Landsbankadeild karla. Þar munu Stuðblikar hafa sent dómaranum kaldar kveðjur í kjölfar þess að hann sýndi Prince Reicomar, hörundsdökkum leikmanni Breiðabliks, gula spjaldið. Í framhaldi af því stöðvaði dómarinn leikinn og krafðist þess að lesið yrði upp í hátalarakerfið að dómarar á vegum KSÍ störfuðu í anda þeirrar stefnu KSÍ þar sem tekið er á hverskyns fordómar s.s. rasisma.

Mér fannst þetta gott hjá Garðari Erni og hann fær klárlega broskarl í kladdann hjá mér.

Ég efast ekki um að umfjallanir á vefmiðlum séu réttar og satt best að segja þá er ég ákaflega vonsvikin út í félagana í Stuðblikunum. Þeir hafa verið til fyrirmyndar og hafa sannarlega byrjað vel í sumar. En athugasemdir í garð dómarans eins og þarna voru látnar viðhafast eru óafsakanlegar.

Einnig þykir mér afsökunarbeiðnin sem birtist á vefnum www.blikar.is og víðar hvorki vera fugl né fiskur. Ef Óli og Addi heyrðu ekki það sem fram fór á áhorfendapöllunum þá eiga þeir ekki að láta í veðri vaka að hér sé verið að gera úlfalda úr mýflugu, eins og þeir gera í afsökunarbeiðninni. Í mínum huga breytir það nákvæmlega engu hvort stuðningsmenn okkar hafi verið með "smá blammeringar á dómarann" eða slíkt sé "alvanalegt á öllum völlum landsins". Þá breytir það engu í mínum huga hvort stuðningsmennirnir hafi "söglað í tví- eða þrígang" athugasemdir í garð dómarans.

Breiðablik, og þá á ég við félagi í heild, á stöðva framferði sem þetta strax í fæðingu og það á ekki að hafa neitt hálfkák við það. Ég treysti því að stjórn knattspyrnudeildar fundi með Guðjóni og félögum í Stuðblikum, fari yfir atvikið og tryggi að svo skammarleg hegðun stuðningsmanna okkar eigi sér ekki stað aftur.


Viltu vinna milljón?

Leikur Svíþjóðar og Íslands í gær var að mínu mati ekki eintóm vitleysa. Um miðjan fyrri hálfleik, í stöðunni 1-0 sagði ég við Binnu systur, sem horfði á leikinn með mér, að mér þætti leikurinn vera miklu betri en gegn Liechtenstein. Hún var sammála því.

Svo komu mínúturnar ógurlegu, síðustu 5 í fyrri hálfleik og fyrstu 6 í þeim síðari. Hvað gekk á í huga íslensku leikmannanna á þeim tíma geri ég mér ekki grein fyrir, en þvílík hörmung! Fimmta markið var eins og úr leikritinu "Viltu vinna milljón?" - hreinn og klár farsi þar sem aðeins einn eða tveir áttuðu sig á hvað var um að vera. En ég vorkenni Ívari Ingimarssyni, ótrúleg mistök, skortur á einbeitingu og hrein og klár vitleysa.

Ég vorkenni líka Eyjólfi vini mínum Sverrissyni. Hann á ekki sjö dagana sæla framundan og nú munu flestir þeir sem þykjast hafa vit á knattspyrnu heimta afsögn hans eða uppsögn. Framundan eru nokkrar vikur sem stjórn KSÍ og Eyjólfur geta velt málunum fyrir sér og það er mikilvægt að þær vangaveltur fari fram á þeim grunni að niðurstaðan verði íslenskri knattspyrnu í hag.

Íslensk knattspyrna hefur, eftir síðustu tvo landsleiki, laskaða sál. 100. sætið ógurlega á heimslistanum blasir við og það skiptir öllu að nú verði spyrnt við fótum. Þar verða allir að stíga í takt, KSÍ, landsliðsþjálfarinn, leikmennirnir, stuðningsmennirnir og meira að segja andsk. blaðamennirnir verða að standa með landsliðinu ... einu sinni og til tilbreytingar.

Framundan eru tveir landsleikir, fyrst tekur A-landslið kvenna á móti Frökkum á Laugardalsvelli í undankeppni EM þann 16. júní og tveimur dögum síðar leikur U19 ára stúlknalandsliðið síðasta leik sinn fyrir úrslitakeppni EM. Mótherjarnir verða þeir sömu og strákarnir öttu kappi við í gær, Svíar. Ég veit það fyrir víst að okkar stelpur vilja hefna fyrir niðurlæingu strákanna í gær, það er alveg klárt.

 


Hversu rétt var þetta hjá mér?

Í síðustu viku dundaði ég mér við að finna mátulega formenn nefnda. Ég gekk út frá því að flokkarnir fengju formennsku í þeim nefndum þar sem þeir áttu ekki ráðherra málaflokksins. Skemmst er frá því að segja að þetta var algjörlega rangt hjá mér!

Niðurstöður mínar hafa þar af leiðandi verið heldur hæpnar og hef ég ekki hitt á einn einasta formann réttan. Skáletruðu nöfnin í svigunum eru ágiskanir mínar en ég komst næst réttu svari þegar ég sagði að Ágúst Ólafur myndi verða formaður Allsherjarnefndar.

Formenn nefnda:
Allsherjarnefnd: Birgir Ármannsson (Ágúst Ólafur Ágústsson - (varaformaður))
Landbúnaðar- og sjávarútvegsnefnd: Arnbjörg Sveinsdóttir (Katrín Júlíusdóttir)
Efnahags- og skattanefndar: Pétur Blöndal (Bjarni Benediktsson)
Viðskiptanefnd: Ágúst Ólafur Ágústsson (gerði ekki ráð fyrir þessari nefnd)
Menntamálanefndar: Sigurður Kári Kristjánsson (Guðbjartur Hannesson)
Félags- og trygginganefndar: Guðbjartur Hannesson (Guðfinna Bjarnadóttir)
Samgöngunefndar: Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Kristján Þór Júlíusson)
Fjárlaganefndar: Gunnar Svavarsson (Árni Páll Árnason)
Heilbrigðisnefndar: Ásta Möller (Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir (Ágúst Ólafur varaformaður))
Umhverfisnefndar: Helgi Hjörvar (Illugi Gunnarsson)
Iðnaðarnefndar: Katrín Júlíusdóttir (Ármann Kr. Ólafsson)
Utanríkismálanefndar: Bjarni Benediktsson (Pétur H. Blöndal)

Fulltrúar Samfylkingarinnar í forsætisnefnd verða Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Einar Már Sigurðarson.

Formenn þingflokka:
Sjálfstæðisflokks: Arnbjörg Sveinsdóttir
Samfylkingar: Lúðvík Bergvinsson (Gunnar Svavarsson)

Forseti Alþingis:
Sturla Böðvarsson

 


Bloggvinir

Þeir sem til mín þekkja vita að ég hef ekki verið sérlega hrifin af hinu svokallað "bloggi", þ.e. vefsíðum eins og þeirri sem ég held hér úti. Hinsvegar er þessi aðferð til að tjá sig um menn og málefni ágæt að mörgu leyti. Helsti kostur þess að halda úti bloggsíðu tel ég vera þá að þar geta menn átt skoðanaskipti um ýmis málefni.  Þess vegna finnast mér bloggsíður þar sem lokað er fyrir athugasemdir heldur klénar, nefni ég þar sem dæmi bloggsíðu Björns Inga Hrafnssonar borgarfulltrúa og Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Báðir ausa þeir úr skálum visku sinnar og stundum reiði á síðurnar sínar en gefa ekki neinum færi á að svara þeim.  Þetta þykir mér aumt.

Undanfarin ár hef ég haldið úti vefsíðu á slóðinni www.ingibjorg.net. Þar hef ég birt hugðarefni mín af ýmsum toga, s.s. ljóðagerð, stjórnmálum og íþróttaumfjöllun. Ég hef ekki haft löngun til að leyfa athugasemdir á vefsíðuna mína en stundum hefur mér þó legið eitthvað á hjarta sem ég vil deilda með öðrum og jafnvel fá "feedback" á. Þessvegna opnaði ég þetta blogg.

Mér finnst ekkert sérstakt að blogga um fréttir. Geri það afar sjaldan. Stundum kemur það þó fyrir en það er hending ef ég tengi skoðun mína við fréttina, það kemur þó stundum fyrir. Það hefur enda komið í ljós að bloggið mitt er það sem minnst er lesið af öllum bloggum landsins, og er ég nokkuð sátt við það.

Ég ákvað í fyrstu að eignast ekki neina bloggvini. Fannst það óþarfi, ég á fullt af alvöru vinum. En í dag brá svo við að ég sá að það hafði maður bankað á dyrnar hjá mér og óskaði eftir því að verða bloggvinur minn. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að samþykkja það, enda er sá hinn sami góður kunningi minn, þó við deilum svo sem ekki sömu skoðunum í pólitík (eða íþróttum). En við störfum að hluta til á sama vinnustað, hann sem stjórnarmaður og ég sem starfsmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fyrsti bloggvinur minn (og sá eini, enn sem komið er) er Árni Þór Sigurðsson, nýkjörinn alþingismaður fyrir flokk VG. Býð ég hann velkominn í vinahópinn!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband