12.9.2007
Fjölga þarf Evrópuþjóðum á HM
Alls eru 16 þjóðir á HM. Af þeim koma 5 frá Evrópu, 4 frá Ameríku, 3 frá Asíu, 2 frá Eyjaálfu og 2 frá Afríku. Miðað við frammistöðu liða á heimslista FIFA má segja að Afríka og Eyjaálfa ættu að eiga sinn fulltrúann hvort á HM og Ameríka 3. Það þýddi að 8 þjóðir frá Evrópu kæmust á HM í stað 5 nú.
- 22 Evrópuþjóðir raðast ofar en Ghana á heimslista FIFA, en Ghana er önnur Afríkuþjóðin á HM
- 11 Evrópuþjóðir raðast ofar en Argentína á heimslistanum, en Argentína er 4. Ameríkuþjóðin á HM
- 7 Evrópuþjóðir raðast ofar en bæði Nýja-Sjáland og Nígería en Nýja-Sjáland er önnur þjóð Eyjaálfu og Nígería er önnur tveggja Afríkuþjóða á HM.
- 3 Evrópuþjóðir raðast ofar en Ástralía en Ástralía er önnur tveggja þjóða Eyjaálfu á HM.
Það er ekki nokkur vafi í mínum huga að lið eins og Frakkland, Ítalía og Rússland, sem raðast nú um stundir efst af þeim liðum sem ekki komust á HM, væru verðugir fulltrúar á HM og þar með yrði komið í veg fyrir stórslys eins og það sem varð þegar Þýskaland gjörsigraði Argentínu 11:0 í opnunarleik keppninnar.
Íþróttir | Breytt 29.10.2007 kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2007
Ótrúlegir leikir
Dagurinn í dag og næstu dagar verða ekkert nema hátíðarhöld hjá mér. Ástæðan ... Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hófst í gær í Kína. Hvaða heimsmeistaramót kunna sumir að spyrja? Þá svara ég Heimsmeistaramótið sem öllu skiptir, heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu!
Já HM kvenna hófst í gær með svaðalegum leik Þjóðverja og Argentínu. Það þarf ekki að hafa mörg orð um þann leik, Þýskaland sýndi fáheyrða yfirburði skoraði ellefu mörk gegn engu marki Argentínu.
Í dag fóru fram þrír leikir. Bandaríkin og Norður-Kórea skildu jöfn í leik þar sem Kóreu stelpurnar eiga mikið hrós skilið fyrir baráttu sína og einurð. Þær voru meira með boltann heldur en þær bandarísku og börðust eins og grenjandi ljón allan tímann. Sjálfsagt liggur leikgreiningarhópur bandaríska liðsins núna og reynir að skera úr um hvað fór úrskeiðis, því það er algjörlega kristaltært í mínum huga að bandaríska liðið hefur mætt til Kína til að vinna ALLA leiki. Það var hin magnaða Abby Wambach og Heather O'Reilly sem skoruðu fyrir Bandaríkin en Kil Son Hui og Kim Yong Ae skoruðu mörk Norður-Kóreu.
Seinni leikir dagsins voru annars vegar leikur Japans og Englands þar sem Japanir komu öllum á óvart í síðari hálfleiknum með því að komast yfir með frábærri aukaspyrnu frá Miyama. Englendingar pressuðu viðstöðulaust og uppskáru tvö mörk á tveimur mínútum frá Kelly Smith fyrrum liðsfélaga Margrétar Ólafsdóttur í Bandaríkjunum. Fyrra markið skoraði hún með vinstri fæti og það seinna með þeim hægri. En í lokaspyrnu leiksins, aukaspyrnu sem var tekin rétt utan vítateigs skoraði Miyama aftur og liðin skildu jöfn 2:2.
Hinn leikurinn var milli Nígeríu og Svíþjóðar. Þar voru frændur okkar Svíar óneitanlega sigurstranglegri en nígerísku stelpurnar sýndu og sönnuðu hæfileika sína í leiknum og skildu liðin jöfn 1:1 í bráðfjörugum leik. Victoria Svensson skoraði fyrir Svía á 50. mínútu en Uwak jafnaði fyrir Nígeríu á 82. mínútu.
Sem sagt þrjú jafntefli í dag og frábær skemmtun framundan næstu vikur. Knattspyrnuáhugafólk má ekki láta þennan stórviðburð framhjá sér fara. Til þess er skemmtunin einfaldlega of mikil.
Íþróttir | Breytt 29.10.2007 kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2007
Frábær leikur - N-Kórea kemur á óvart
Það er ótrúlega gott að eiga þess kost að sjá alla leikina sem leiknir eru á HM í Kína í beinni útsendingu á vefnum. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, veitir þessa þjónustu á vefsetri sínu www.fifa.com. Í morgun áttu sjálfsagt margir von á því að Bandaríkjamenn myndu fylgja fordæmi Þjóðverja frá í gær og rúlla yfir Norður-Kóreanska liðið en sú varð aldeilis ekki raunin. Leikmenn Norður-Kóreu gáfu gjörsamlega allt í leikinn og bandarísku stelpurnar komust lítt áleiðis gegn sterku liði Norður-Kóreu.
Í mínum huga er það alveg ljóst að framundan er einhver mest spennandi úrslitakeppni HM frá upphafi og allir knattspyrnuáhugamenn eiga að nýta tækifærið og fylgjast með þessari frábæru keppni.
ps. breytti færslunni kl. 13:05 þar sem ég hafði ranglega ritað að Bandaríkin hafi gert jafntefli við Suður-Kóreu.
![]() |
Jafntefli hjá Bandaríkjunum og Norður-Kóreu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 29.10.2007 kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2007
Veðramót ... ekki missa af henni!
Fór á Veðramót í kvöld (sem er reyndar núna orðið gærkvöld) ... frábær mynd, handritið gott, kvikmyndataka og hljóð gott og leikurinn frábær. Kvikmynd sem enginn ætti að láta framhjá sér fara!
Guðnýju Halldórsdóttur og leikurunum, bæði þeim ungu og þeim sem eldri eru, óska ég til hamingju með frábæra íslenska kvikmynd. Sérstaklega vil ég nefna stórleik hinnar ungu Heru Hilmarsdóttur, sem fer með hlutverk Dísu í myndinni. ... Það sem persónan var farin að fara í taugarnar á mér undir miðri mynd. Þá má ekki gleyma tónlistinni í myndinni sem er algjörlega frábær.
Allir í bíó að sjá Veðramót, hún er 1200 kallsins virði.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2007
Þakkir til RÚV
Oft hef ég og fleiri áhugamenn um knattspyrnu deilt á Ríkisútvarpið fyrir að hafa ekki sinnt kvennaboltanum nægilega vel. Nú bregður svo við að RÚV mun sýna allnokkra leiki frá úrslitakeppni HM sem haldin er í Kína og er það lofsvert framtak hjá þeim. Ekki aðeins vegna þess að þarna gefst knattspyrnuáhugafólki tækifæri til að sjá nokkur af bestu kvennaliðum heims, heldur einnig vegna þess að loksins fá ungar knattspyrnukonur tækifæri til að sjá bestu knattspyrnukonur í heimi og þar með tækifæri til að samsama sig með þeim. Þar með er komin grunnur að fyrirmyndum hjá ungu stúlkunum sem oftar en ekki hafa mátt sætta sig við að líta upp til leikmanna eins og Ronaldo, Zidane, Owen og Beckham vitandi það að þær munu ekki eiga nokkurn möguleika á návígi við þá á knattspyrnuvellinum.
Ungt fólk þarf að eiga tækifæri til á að jafnast á við fyrirmynd sína, markmiðið getur verið óraunsætt en þó mögulegt. Margar af landsliðskonum Íslands hafa leikið gegn evrópskum leikmönnum sem nú etja kappi í Kína. Sem dæmi má nefna leikmenn úr þýska liðinu eins og framherjann Garefrekes, markvörðinn Angerer og varnarmanninn Hingst. Allar hafa þær leikið gegn íslenskum leikmönnum á Norðurlandamótum yngri landsliða.
Þá má ekki gleyma því að mikil og náin samvinna er meðal Norðurlandaþjóðanna í knattspyrnu kvenna og þrjú af fimm liðum Evrópu á mótinu koma úr þeirra hópi, Danir, Norðmenn og Svíar. Fimmta lið Evrópu er England og þar kannast íslenskar knattspyrnukonur á öllum aldri við mörg andlit.
Ég vil hvetja stuðningsmenn íslenskrar kvennaknattspyrnu til að senda kveðju og þakkir á RÚV fyrir framtak þeirra en þar sem margir leikjanna eru á hefðbundnum vinnutíma þá er ekki úr vegi að geta þess að margir leikir eru einnig í beinni útsendingu á netinu í gegnum vefinn www.fifa.com.
ps. staðan í leik Þýskalands og Argentínu er núna 10:0 sem er mesti munur sem orðið hefur á liðum í úrslitakeppni kvenna frá upphafi. Ég tel ekki að það sýni endilega veikleika Argentínska liðins heldur mikið frekar yfirburði Þýskalands (sem ég spái heimsmeistaratitli) og reyndar Evrópu í kvennaknattspyrnunni.
![]() |
Þýskaland með ellefu mörk í opnunarleiknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 29.10.2007 kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson