9.10.2007
Komin heim
Síðan hefur verið í bloggfríi í nokkra daga. Ástæðan er undankeppni Evrópumóts U19 kvenna 2008 en íslenska liðið lék í Portúgal ásamt heimamönnum, Rúmenum og Grikkjum. Allir leikir unnust og stelpurnar okkar eru komnar í milliriðil.
Meira síðar!
20.9.2007
Stolt af stelpunum
Mikið óskaplega er ég stolt þessa dagana. Ástæðan er að nú um stundir er verið að leika fyrstu leikina í Evrópukeppni stúlknalandsliða yngri en 17 ára. Ísland sendi að sjálfsögðu lið til keppni og etja þær nú kappi við mótherja frá Slóveníu, Lettlandi og Úkraínu en leikið er í Slóveníu.
Fyrsti leikur liðsins fór fram á mánudag þega stelpurnar okkar léku gegn Lettum. Gerðu þær sér lítið fyrir og sigruðu með sjö mörkum gegn einu, 7-1. Sannarlega glæsileg úrslit en íslenska liðið rendi gjörsamlega blint í sjóinn og hafði nákvæmlega engar upplýsingar um mótherjana. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi tala kemur upp þegar 17 ára liðið hefur tekið þátt í móti. Árið 2000 fór ég í mína fyrstu ferð á Norðurlandamót með liði í þessum aldursflokki og fyrsti leikurinn, sem var gegn Þjóðverjum endaði 7-1 ... fyrir Þjóðverja. Það var ekki skemmtileg upplifun að fylgjast með þeim leik en þess ber þó að geta að í því liði var margt frækilegra knattspyrnukvenna.
Af þeim 16 leikmönnum sem léku í keppninni í Finnlandi forðum hafa 8 leikmenn náð þeim áfanga að leika með A-landsliði Íslands einu sinni eða oftar og verður það að teljast góður árangur og nokkur framsýni hjá þáverandi þjálfara liðsins, Ragnhildi Skúladóttur. Liðsstjóri hennar í þessari ferð var Kristrún Lilja Daðadóttir (Kitta), sem nú leiðir U17 ára stelpurnar á sigurbraut í Slóveníu. Það verður fróðlegt að fylgjast með því eftir nokkur ár hversu margar af stelpunum hennar Kittu munu leika með A-landsliðinu fyrir árið 2014 og hvort henni hafi tekist jafnvel upp og verið jafn framsýn og og Ragga Skúla á sínum tíma.
Stelpurnar léku annan leik sinn í gær, miðvikudag, og mættu þá heimaliðinu Slóvenum. Skemmst er frá því að segja að enn stóðu stelpurnar sig frábærlega. Þær sigruðu Slóvena 5-0 og eru efstar í riðlinum þegar einum leik er ólokið. Það verða því að teljast bærilegar líkur á því að 17 ára liðið komist í aðra umferð keppninnar sem mun fara fram á bilinu 1. janúar - 15. apríl 2008.
Þriðji og síðasti leikur þeirra í keppninni verður gegn Úkraínu á laugardag og hefst hann kl. 14:30, en stelpurnar eru væntanlegar heim á sunnudag.
Íþróttir | Breytt 29.10.2007 kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2007
Óvænt tíðindi - Ástralía áfram
Það var sitt lítið af hvoru sem kom á óvart í riðlakeppninni á HM í Kína. Þjóðverjar, sem hefðu átt að vera með mikla yfirburði í sínum riðli, lentu í strögli með Englendinga sem stóðu sig vel og fóru áfram í 8 liða úrslitin.
Bandaríkin fara áfram ú B-riðli ásamt Norður-Kóreu en Svíar (sem ég spáði að myndu fara áfram enda silfurhafar frá síðustu Heimsmeistarakeppni) náðu aðeins jafntefli gegn Nígeríu og sitja því eftir þrátt fyrir að hafa lagt Norður-Kóreu að velli í síðasta leik sínum.
Í C-riðli komst Noregur nokkuð örugglega áfram ásamt Ástralíu, sem fór mjög óvænt áfram á kostnað Kanada, en aldrei í lífinu hefði ég spáð Áströlum áfram í þessari keppni.
Í D-riðli fór allt eins og við var búist Brasilía áfram með fullt hús og gestgjafarnir fylgdu þeim eftir en þeir háðu harða baráttu við Dani um sæti í 8 liða úrslitunum.
Þess má geta að á þessu ári hefur Ísland leikið við tvö af þeim liðum sem hafa nú náð inní átta liða úrslitin. Ísland rúllaði yfir Kína á Algarve Cup, 4-1, en í kjölfarið var skipt um þjálfara hjá Kína og hin sænska Monica Domanski Lyfors tók við. Það var einmitt hún sem stýrði Svíum til silfurs í Bandaríkjunum fyrir fjórum árum.
Hitt liðið sem Ísland lék gegn voru Englendingar, sem eru undir stjórn hinnar lokkaprúðu Hope Powell. Síðasti leikur Englendinga í undirbúningi sínum fyrir mótið var gegn Íslendingum og það var alveg ljóst eftir þann leik að Englendingar myndu gefa sig alla í þetta mót og höfðu klárlega hæfileika til að ná langt. Leiknum lauk með sigri England 4-0 (frekar en 5-0).
Í undanúrslitum leika:
22. september:
Þýskaland - N.-Kórea.
Bandaríkin - England
23. september:
Noregur - Kína
Brasilía - Ástralía
![]() |
Danir misstu af lestinni á HM í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 29.10.2007 kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007
Fyrsta hraðahindrunin í Kópavogi
Ef mig misminnir ekki þá var fyrsta hraðahindrunin í Kópavogi sett á Digranesveg. Reyndar örlítið austar en lögreglan var að mæla í gær. Síðan þá hefur hraðahindanir fjölgað sér eins og kanínur í Öskjuhlíðinni og eru nú um stundir óteljandi í Kópavogi. Þegar ég ætla t.d. að fara í miðbæ okkar Kópavogsbúa, Hamraborgina, þá þarf ég að fara yfir ekki færri en 12 hraðahindranir og þrengingar á leið sem er ríflega 2 kílómetrar. Akstursleið mín er frá Efstahjalla, í gegnum Engihjalla, vestur Álfhólsveg og í Hamraborg.
Annars er skemmtileg saga af fyrstu hindruninni á Digranesvegi en hún mun vera á þá leið að skömmu eftir að hraðahindrunin var sett niður hafi lögregluþjónn nokkur ekið austur Digranesveg. Hann var á nýju lögreglumótorhjóli, því fyrsta sem Lögreglunni í Kópavogi var úthlutað. Þegar hann kemur að hindruninni þá var hann klárlega á of miklum tókst karlinn á loft með Harleyinn milli fótanna og fékk harða lendingu. Hindrunin var nefninlega þannig úr garði gerð að hún átti sannarlega að skila hlutverki sínu og lyftist eina 20-30 cm uppúr götunni mjög snögglega. Í kjölfarið var hraðahindrunin lækkuð um helming og hef ég ekki frétt af fleiri óhöppum lögreglunnar á þessari hraðahindrum.
![]() |
184 brutu umferðarlög á Digranesvegi í gær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007
Kjaftasaga eða ekki
Hvort sem það er kjaftasaga eða ekki, að starfsmenn félagsþjónustunnar í Kópavogi séu að hætta í kjölfar þess að gerður var starfslokasamningur við yfirmann deildarinnar, þá er það óumdeilt að á fundi félagsmálaráðs þann 21. ágúst sl. var tilkynnt um uppsögn þriggja starfsmanna deildarinnar auk yfirmannsins. Á næsta fundi á eftir dró einn starfsmaður uppsögn sína til baka en annar bættist við í hóp þeirra sem sögðu upp.
Það að 4 starfsmenn félagsþjónustunnar segi upp þar sem stöðugildin eru 6 er alvarlegt mál og það ber að líta á það þannig. Það breytir nákvæmlega engu að koma með yfirlýsingar um kjaftasögur eða ekki.
Fundargerð félagsmálaráðs frá 21. ágúst 2007
Fundargerð félagsmálaráðs frá 4. september 2007
![]() |
Kjaftasaga að barnaverndarstarfsmenn flýi Kópavog" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson