Leita í fréttum mbl.is

Komin heim

Síðan hefur verið í bloggfríi í nokkra daga. Ástæðan er undankeppni Evrópumóts U19 kvenna 2008 en íslenska liðið lék í Portúgal ásamt heimamönnum, Rúmenum og Grikkjum. Allir leikir unnust og stelpurnar okkar eru komnar í milliriðil.

Meira síðar!


Stolt af stelpunum

Mikið óskaplega er ég stolt þessa dagana. Ástæðan er að nú um stundir er verið að leika fyrstu leikina í Evrópukeppni stúlknalandsliða yngri en 17 ára. Ísland sendi að sjálfsögðu lið til keppni og etja þær nú kappi við mótherja frá Slóveníu, Lettlandi og Úkraínu en leikið er í Slóveníu.

Fyrsti leikur liðsins fór fram á mánudag þega stelpurnar okkar léku gegn Lettum. Gerðu þær sér lítið fyrir og sigruðu með sjö mörkum gegn einu, 7-1. Sannarlega glæsileg úrslit en íslenska liðið rendi gjörsamlega blint í sjóinn og hafði nákvæmlega engar upplýsingar um mótherjana. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi tala kemur upp þegar 17 ára liðið hefur tekið þátt í móti. Árið 2000 fór ég í mína fyrstu ferð á Norðurlandamót með liði í þessum aldursflokki og fyrsti leikurinn, sem var gegn Þjóðverjum endaði 7-1 ... fyrir Þjóðverja.  Það var ekki skemmtileg upplifun að fylgjast með þeim leik en þess ber þó að geta að í því liði var margt frækilegra knattspyrnukvenna.

Af þeim 16 leikmönnum sem léku í keppninni í Finnlandi forðum hafa 8 leikmenn náð þeim áfanga að leika með A-landsliði Íslands einu sinni eða oftar og verður það að teljast góður árangur og nokkur framsýni hjá þáverandi þjálfara liðsins, Ragnhildi Skúladóttur. Liðsstjóri hennar í þessari ferð var Kristrún Lilja Daðadóttir (Kitta), sem nú leiðir U17 ára stelpurnar á sigurbraut í Slóveníu. Það verður fróðlegt að fylgjast með því eftir nokkur ár hversu margar af stelpunum hennar Kittu munu leika með A-landsliðinu fyrir árið 2014 og hvort henni hafi tekist jafnvel upp og verið jafn framsýn og og Ragga Skúla á sínum tíma.

Stelpurnar léku annan leik sinn í gær, miðvikudag, og mættu þá heimaliðinu Slóvenum. Skemmst er frá því að segja að enn stóðu stelpurnar sig frábærlega. Þær sigruðu Slóvena 5-0 og eru efstar í riðlinum þegar einum leik er ólokið. Það verða því að teljast bærilegar líkur á því að 17 ára liðið komist í aðra umferð keppninnar sem mun fara fram á bilinu 1. janúar - 15. apríl 2008.

Þriðji og síðasti leikur þeirra í keppninni verður gegn Úkraínu á laugardag og hefst hann kl. 14:30, en stelpurnar eru væntanlegar heim á sunnudag.


Óvænt tíðindi - Ástralía áfram

Það var sitt lítið af hvoru sem kom á óvart í riðlakeppninni á HM í Kína. Þjóðverjar, sem hefðu átt að vera með mikla yfirburði í sínum riðli, lentu í strögli með Englendinga sem stóðu sig vel og fóru áfram í 8 liða úrslitin.

Bandaríkin fara áfram ú B-riðli ásamt Norður-Kóreu en Svíar (sem ég spáði að myndu fara áfram enda silfurhafar frá síðustu Heimsmeistarakeppni) náðu aðeins jafntefli gegn Nígeríu og sitja því eftir þrátt fyrir að hafa lagt Norður-Kóreu að velli í síðasta leik sínum.

Í C-riðli komst Noregur nokkuð örugglega áfram ásamt Ástralíu, sem fór mjög óvænt áfram á kostnað Kanada, en aldrei í lífinu hefði ég spáð Áströlum áfram í þessari keppni.

Í D-riðli fór allt eins og við var búist Brasilía áfram með fullt hús og gestgjafarnir fylgdu þeim eftir en þeir háðu harða baráttu við Dani um sæti í 8 liða úrslitunum.

Þess má geta að á þessu ári hefur Ísland leikið við tvö af þeim liðum sem hafa nú náð inní átta liða úrslitin. Ísland rúllaði yfir Kína á Algarve Cup, 4-1, en í kjölfarið var skipt um þjálfara hjá Kína og hin sænska Monica Domanski Lyfors tók við. Það var einmitt hún sem stýrði Svíum til silfurs í Bandaríkjunum fyrir fjórum árum.

Hitt liðið sem Ísland lék gegn voru Englendingar, sem eru undir stjórn hinnar lokkaprúðu Hope Powell. Síðasti leikur Englendinga í undirbúningi sínum fyrir mótið var gegn Íslendingum og það var alveg ljóst eftir þann leik að Englendingar myndu gefa sig alla í þetta mót og höfðu klárlega hæfileika til að ná langt. Leiknum lauk með sigri England 4-0 (frekar en 5-0).

Í undanúrslitum leika:

22. september:
Þýskaland - N.-Kórea.
Bandaríkin - England

23. september:
Noregur - Kína
Brasilía - Ástralía


mbl.is Danir misstu af lestinni á HM í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta hraðahindrunin í Kópavogi

Ef mig misminnir ekki þá var fyrsta hraðahindrunin í Kópavogi sett á Digranesveg. Reyndar örlítið austar en lögreglan var að mæla í gær. Síðan þá hefur hraðahindanir fjölgað sér eins og kanínur í Öskjuhlíðinni og eru nú um stundir óteljandi í Kópavogi.  Þegar ég ætla t.d. að fara í miðbæ okkar Kópavogsbúa, Hamraborgina, þá þarf ég að fara yfir ekki færri en 12 hraðahindranir og þrengingar á leið sem er ríflega 2 kílómetrar. Akstursleið mín er frá Efstahjalla, í gegnum Engihjalla, vestur Álfhólsveg og í Hamraborg.

Annars er skemmtileg saga af fyrstu hindruninni á Digranesvegi en hún mun vera á þá leið að skömmu eftir að hraðahindrunin var sett niður hafi lögregluþjónn nokkur ekið austur Digranesveg. Hann var á nýju lögreglumótorhjóli, því fyrsta sem Lögreglunni í Kópavogi var úthlutað. Þegar hann kemur að hindruninni þá var hann klárlega á of miklum  tókst karlinn á loft með Harleyinn milli fótanna og fékk harða lendingu. Hindrunin var nefninlega þannig úr garði gerð að hún átti sannarlega að skila hlutverki sínu og lyftist eina 20-30 cm uppúr götunni mjög snögglega. Í kjölfarið var hraðahindrunin lækkuð um helming og hef ég ekki frétt af fleiri óhöppum lögreglunnar á þessari hraðahindrum.


mbl.is 184 brutu umferðarlög á Digranesvegi í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjaftasaga eða ekki

Hvort sem það er kjaftasaga eða ekki, að starfsmenn félagsþjónustunnar í Kópavogi séu að hætta í kjölfar þess að gerður var starfslokasamningur við yfirmann deildarinnar, þá er það óumdeilt að á fundi félagsmálaráðs þann 21. ágúst sl. var tilkynnt um uppsögn þriggja starfsmanna deildarinnar auk yfirmannsins. Á næsta fundi á eftir dró einn starfsmaður uppsögn sína til baka en annar bættist við í hóp þeirra sem sögðu upp.

Það að 4 starfsmenn félagsþjónustunnar segi upp þar sem stöðugildin eru 6 er alvarlegt mál og  það ber að líta á það þannig. Það breytir nákvæmlega engu að koma með yfirlýsingar um kjaftasögur eða ekki.

Fundargerð félagsmálaráðs frá 21. ágúst 2007

Fundargerð félagsmálaráðs frá 4. september 2007


mbl.is „Kjaftasaga að barnaverndarstarfsmenn flýi Kópavog"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband