6.9.2007
Í minningu Björns Th.
Björn Th. Björnsson er látinn. Sem ungur háskólastúdent við Sagnfræðiskor Háskóla Íslands var ég svo lánsöm að kynnast Birni Th. Björnssyni listfræðingi og lífskúnstner. Hann kenndi listasögu en einhverra hluta vegna taldi ég mig hafa mikinn áhuga á listasögu og gat talið mér til tekna að hafa séð Fæðingu Venusar eftir Bottichelli í Uffizi listasafninu í Flórens. Mér fannst ég sigld og fær í flestan sjó. Þegar ég mætti í tíma til Björns Th. þá stækkaði heimur minn mikið, þvílíkur fróðleikur, þvílík snilld sem rann uppúr þessum mikla meistara fagurfræðinnar og frásagnargleðinnar.
Fæðing Venusar eftir Bottichelli.
Engan hef ég hitt sem hefur jafn mikla frásagnargáfu og Björn Th. Í myrkvaðri stofunni lifnaði hvert málverkið á fætur öðru til lífsins og skipti þá engu hvort um var að ræða meistaraverk eftir heimskunna listmálara eða óþekkta unga listamenn. Mörg málverk standa mér lifandi fyrir hugsskotssjónum, s.s. Morgunverður í guðsgrænni náttúrunni og Stúlkan á barnum eftir Eduard Manet þar sem Björn dró athygli okkar að manninum í speglinum og glasinu á borðinu fyrir framan hana sem varla er málað heldur mikið frekar sjónhverfing þess sem ekki er.
Stúlkan á barnum eftir Eduard Manet, takið eftir glasinu með tveimur rósum á barborðinu fyrir framan stúlkuna.
Björn var ákaflega stoltur af íslensku málurunum, bæði gömlu meisturunum sem og þeim sem á háskólaárum mínum voru ungir og upprennandi. Þetta stolt hans gagnvart íslenskum listamönnum smitaðist yfir á okkur nemendur hans sem í fullkominni andakt drukkum í okkur hvert einasta orð sem féll af vörum meistarans þar sem hann gekk um stofuna, með aðra hönd í vasa og með lítinn kaffibolla í hinni hendinni. Í kaffibollanum var sjaldnast kaffi heldur göróttari drykkur sem jók enn á anda meistarans og dró okkur frekar inní frásögnina og fróðleikinn.
Birni Th. Björnssyni þakka ég uppfræðsluna og lífssýnina. Ég kveð mikinn meistara og lúti höfði í þökk.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2007
Mótmælamet
Í gær lauk fresti sem Kópavogsbær veitti til að gera athugasemdir við athafnasvæði vestast á Kársnesi. Skemmst er frá því að segja að aldrei fyrr hafa jafnmargar athugasemdir verið gerðar við eina skipulagstillögu í sögu Kópavogs. Í fréttatilkynningu frá Samtökum um betri byggð á Kársnesi segir að athugasemdir hafi verið hátt á annað þúsund.
Til samanburðar má nefna, að 82 athugasemdir bárust í janúar sl. þegar Kópavogsbær kynnti rammaskipulag fyrir Kársnes og vegna einnar umdeildustu skipulagstillögu í Kópavogi síðustu ár, Lundar í Fossvogsdal, bárust um 200 athugasemdir.
Ekki er mögulegt að túlka þennan mikla fjölda athugasemda á annan veg en sem víðtæka andstöðu við gerð stærri hafnar og enn stærra atvinnu- og athafnasvæðis vestast á Kársnesi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Deilur um skipulagsmál virðast vera að ná hámarki um þessar mundir. Nægir þar að nefna sífelldar þrætur skipulagsyfirvalda Kópavogs við íbúa í einstökum hverfum bæjarins, s.s. við íbúa Lundar, Nónhæðar, Smárahverfis, Lindahverfis, Kársness og Vatnsenda. Einnig má nefna til sögunnar þrætur í Mosfellsbæ vegna lagningu vegar í Álafosskvos, Reykjavíkur vegna byggingar á Höfðareit og breytinga á Laugavegi, Árborgar vegna breytinga á miðbænum og nú síðast eru fyrirsjáanlegar deilur í Skorradal vegna frestunar á öllum breytingum á deiliskipulagi í sveitarfélaginu í rúmt ár, en þess má geta að íbúar Skorradalshrepps voru þann 1. desember 2006 56 talsins.
Í athyglisverðri grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær, 3. september, segir m.a. í upphafi greinarinnar: Sá sem á óbyggða eða lítið byggða lóð á góðum stað á höfuðborgarsvæðinu situr á miklum verðmætum og eftir því sem sveitarfélagið veitir leyfi fyrir stærra húsi á lóðinni, því meiri eru verðmætin.
Skýr dæmi um þetta má m.a. finna í nýlegum breytingum á deiliskipulagi í landi Glaðheima, Kársnesi og fyrirhuguðum breytingum á Nónhæð. Þar hafa fjársterkir aðilar keypt upp lóðir sem vænlegar eru til byggingar íbúða- og/eða fyrirtækjahúsnæðis og þeir aðilar hafa sett mikinn þrýsting á yfirvöld í bænum að heimila byggingarmagn sem er langt umfram það sem umhverfið ræður við. Hefur þetta orðið til þess að háværar deilur og mótmæli hafa blossað upp, íbúar ná varla andanum af reiði og ímynd bæjarfélagsins hefur borið hnekki, um sinn a.m.k.
Viðbrögð bæjarstjórans í Kópavogi hafa flest verið á einn veg. Hann segir íbúa ekki hafa vit á skipulagsmálum, þeir beri á borð rangar og villandi upplýsingar (sem þó eru fengnar úr skýrslum sem bæjarstjórinn hefur sjálfur kvittað undir) og svo er þetta örugglega einhverjir ofstopamenn úr Samfylkingunni sem vilja koma á hann pólitísku höggi.
Bæjarstjórinn hefur hvað eftir annað hótað lögsókn á hendur þeim sem voga sér að gagnrýna skipulagshugmyndir bæjarins. Hann hótaði nágrannasveitarfélögum lögsókn samþykktu þau ekki tillögu að breyttu svæðisskipulagi á Glaðheimasvæðisins, hann hótaði Reykjavíkurborg og Skógræktinni lögsókn þegar jarðýtur á hans vegum ruddu burtu áratuga gömlum trjám í Heiðmörk og svona mætti lengi telja. Vitaskuld hættir hann að sjálfsögðu við málsókn þegar málið hefur legið í dvala í nokkurn tíma. En að biðjast afsökunar eða viðurkenna að hann hafi gert mistök eða haft rangt við, það mun hann aldrei gera.
Þó bæjarstjórinn haldi öðru fram þá er það öllum ljóst að flestar breytingar á deiliskipulagsáætlunum eru framkvæmdar vegna sérstakra þarfa lóðareigenda, lóðarhafa og/eða framkvæmdaraðila. Þessar breytingar þjóna sjaldnast hagsmunum heildarinnar heldur er oftast um að ræða útfærslu tiltekinna lóða eða bygginga með það að markmiði að hámarka arð lóðareigandans og/eða framkvæmdaaðilans.
Á dögunum var haldinn aukabæjarstjórnarfundur til þess að afgreiða deiliskipulag fyrir reit 4 (af 10) á Kársnesi. Rúmri viku síðar segir bæjarstjórinn á fjölmennum fundi í Salnum að íbúar Kársness þurfi ekki að óttast neitt þar sem ekki liggi neitt á að tillögur að breyttu deiliskipulagi á Kársnesi verði afgreiddar, slíkt muni ekki gerast á næstu árum svo ekki verður ráðist í byggingar þar á næstunni. Merkilegt ... merkilegt. Af hverju var þá svona mikilvægt að úthluta reit 4? Það skyldi þó ekki vera vegna þess að eigendur þeirrar lóðar hafa lagt mikla fjármuni í lóðina og vilja fara að sjá ávöxtun á sínu fé. Hversu lengi heldur Gunnar að aðrir fjárfestar sem hafa keypt upp lóðir á svæðinu séu tilbúnir að bíða?
Og fyrst það liggur ekkert á af hverju auglýsti bæjarstjórinn deiliskipulag hafnarsvæðisins, þar sem gert er ráð fyrir gríðarlegri uppfyllingu og þrefaldri stækkun athafnasvæðisins? Er nema von að maður spyrji!
29.8.2007
Makalausar árásir bæjarstjórans
Það getur verið skemmtilegt á bæjarstjórnarfundum, stundum. Það er reyndar skemmtilegast að vera á bæjarstjórnarfundum þegar bæjarstjórinn mætir ekki. Þá er jafnvel hægt að eiga málefnalegar rökræður við aðra bæjarfulltrúa. Slíkt er ómögulegt þegar bæjarstjórinn er mættur. Hann svarar flestu með skætingi, útúrsnúningi og önugheitum. Í gær brá hann sér hins vegar í annan gír.
Fundurinn í gær snerist eingöngu um fundargerð skipulagsnefndar þar sem m.a. var samþykkt að hefja skipulagningu á nýju byggingarlandi í Vatnsendahlíð. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar fagna því að framboð byggingarlóða sé aukið en höfum engu að síður varann á því skipulagsmál í Kópavogi hafa undanfarin misseri ekki beint farið vel í íbúana. Við lögðum því fram bókun þar sem við m.a. vörum við aukinni mengun í Elliðavatni og þrengslum við fyrirhuguð hesthús á svæðinu. Einnig hefðum við kosið að taka meira land en gert er ráð fyrir undir útivistarsvæði.
Undir lok fundarins var rætt um nýbyggingu sem fyrirhugað er að reisa á lóð við Breiðahvarf. Þar brá svo við að bæjarstjórinn fór í fluggírinn og aldrei hef ég orðið vitni að eins miklum dónaskap og fyrirlitningu í garð eins bæjarbúa og Gunnar sýndi á fundinum í gær. Er það með ólíkindum að forseti bæjarstjórnar, sem á fundinum í gær var Ármann Kr. Ólafsson, skuli ekki setja ofaní við ræðumenn þegar þeir ráðast að nafngreindum íbúum bæjarins með þeim hætti sem bæjarstjórinn gerði í gær.
27.8.2007
Hvar var Mogginn ...
![]() |
Festi öngul í fingrinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.8.2007 kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson