28.2.2008
Höfðingi fallinn frá
Fallinn er frá mikill höfðingi, Árni Helgason í Stykkishólmi. Ég var svo lánsöm að kynnast Árna þegar ég tók að mér að vera leiðbeinandi við Grunnskólann í Stykkishólmi veturna 1989-1991. Þar var ég jafnframt fréttaritari DV á staðnum og eftir að ég hafði sent eina frétt suður um ólæti á dansleik bauð Árni mér í kaffi heim til sín. Þar tóku hann og Ingibjörg kona hans á móti mér með miklum virktum, nýbökuðum pönnukökum og heitu kaffi. Árni talaði við mig af miklum kærleik og af föðurlegri umhyggju og sagði: Ingibjörg mín, við flytjum ekki slæmar fréttir héðan úr Hólminum.
Meira á www.ingibjorg.net
![]() |
Árni Helgason látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2008
Ráðherrann kíkti í kaffi og vínarbrauð
Mikið er ég ánægð að Kristján Möller hafi kíkt í kaffi hjá bæjarstjóranum í Kópavogi í morgun. Vesalings bæjarstjórinn var búinn að bíða eftir ráðherranum í 9 mánuði, hámandi í sig vínarbrauð og rúnnstykki. Var farinn að leiðast biðin og leið eins og hryggbrotinni mær.
Mikið er gott að samgönguráðherrann miskunaði sig yfir ljósmyndafyrirsætu ársins og bjargaði bæjarstjóranum frá því að borða allt bakkelsi morgunsins sjálfur. Eitthvað ræddu þessir fyrrum starfsfélagar af Alþingi samgöngumál milli þess sem þeir mauluðu vínarbrauð. Það getur þó ekki hafa tekið langan tíma fyrir bæjarstjórann að útlista fyrir ráðherranum hvar skóinn kreppir í Kópavogi, enda býr ráðherrann í því sveitarfélagi á meðan þing starfar. Ég vona að fundur þeirra hafi verið árangursríkur Kópavogsbúum til heilla og framdráttar.
27.2.2008
Við vitum a.m.k. hvar Gunnar er!
Einhver spaugsamur leigupenni bæjarstjórans í Kópavogi skrifaði grein í Morgunblaðið í dag í nafni bæjarstjórans og ákallar þar samgönguráðherrann Kristján L. Möller. Í greininni segir frá því að bæjarstjórinn hafi boðið samgönguráðherra í heimsókn og er farinn að lengja eftir honum. Bæjarstjóranum datt því í hug að auglýsa eftir honum í Mogganum. Það lesa jú allir málsmetandi Moggann, ekki satt?
Í greininni segir að Gunnar sitji á bæjarstkrifstofunum og bíði og bíði ... eins og hann bíði eftir Godot ... en hann lætur sér ekki leiðast á meðan hann bíður. Hann er ljósmyndafyrirsæta ársins 2007 og biðin sl. 9 mánuði hefur mótað útlit mannsins
Ég vona sannarlega að samgönguráðherra kíki í heimsókn á bæjarskrifstofurnar, við vitum að þar bíður bæjarstjórinn og hámar í sig rúnnstykki og vínarbrauð. Það er síðan spurning hvort nokkuð verði eftir af veitingunum þegar Kristján mætir á svæðið.
26.2.2008
Formennska í fjórum nefndum
Á fundi stjórnar KSÍ skipti stjórnin með sér verkum. Þar var mér falin formenska í fjórum nefndum:
- Framkvæmdanefnd NMU16 á Íslandi 2008
- Fræðslunefnd
- Unglinganefnd kvenna og
- Útbreiðslunefnd
Vitaskuld er ég bæði upp með mér og montin af því að vera falið að fara fyrir þessum mikilvægu nefndum. Allar nefndirnar snúa að grasrótinni, grunni öflugrar og kraftmikillar knattspyrnuiðkunar um land allt. Með mér í nefndunum er mikið af öflugu fólki sem öll eiga það sameiginlegt að eiga sér hugsjón um sterka íslenska knattspyrnu.
Að auki á ég sæti í Framkvæmdanefnd um jafnréttisáætlun.
www.mbl.is sá ástæðu til þess í dag að fjalla um þessa verkaskiptingu stjórnar og setti sem fyrirsögn að Jón tæki við formennsku í landsliðsnefnd karla. Ég viðurkenni það fúslega að ég skil ekki alveg fréttamat þeirra Moggamanna en virði það þó við þá að þeir taka það sérstaklega fram að um sé að ræða landsliðsnefnd KARLA. Alltof oft hefur það brunnið við að menn tala um landsliðsnefnd annars vegar og landsliðsnefnd kvenna hins vegar.
Þetta hljómar sjálfsagt dálítið sjálfhverft, en mér finnst það ekki sérstakt fréttaefni að Jón Gunnlaugsson taki við formennsku í landsliðsnefnd karla, að Þórarinn Gunnarsson haldi áfram um stjórnartaumana í dómaranefnd nú eða að Lúðvík S. Georgsson fari fyrir mótanefnd. Það sem mbl.is mönnum láðist að segja frá er að þarna er um að ræða nefndir sem Halldór B. Jónsson fór fyrir en hann gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn KSÍ á síðasta ársþingi sökum veikinda.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2008
Ánægð með niðurstöðuna
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson