Leita í fréttum mbl.is

Aldarafmćli skáldsins

Á vafri mínu um veraldarvefinn fór ég inná vef ţar sem uppáhalds skáldi mínu Steini Steinarri eru gerđ skil. Ţar las ég af áfergju allmargar fćrslur um ţetta mikla skáld og sá ég á fyrstu fćrslu um skáldiđ ađ í ár eru 100 ár liđin frá fćđingu hans. Af ţví tilefni held ég ađ ţađ sé ekki úr vegi ađ birta hér eitt af ţeim ţremur ljóđum sem ég setti sjálf á blađ og nefndi Tilbrigđi viđ Stein.

Tilbrigđi viđ Stein II 

Á međan ég stóđ
og horfđi út
yfir dimmblátt vatniđ
flaug tíminn framhjá.

Og í vatninu synti
fagurgrćnn fiskur
og hann sagđi
viđ mig.

Hirtu ekki um ţau
tíminn og vatniđ
eru eilíf
en ekki viđ.

Ljóđ ţetta fékk ég birt í Lesbók Morgunblađsins fyrir margt löngu.


Fyndnasta frétt gćrdagsins!

Ţetta er náttúrulega bara ótrúlega fyndin frétt.

 


Af hverju er Ólafur ekki međ í könnuninni?

Fylgi skv. könnun Capacent feb. '08Fylgiskönnun borgarstjóraefnis sjálfstćđismanna kemur ekki á óvart. Ţó ég skilji ekki af hverju menn eru ađ láta gera könnun um ţađ hvern fólk styđji í stól borgarstjóra ef ţađ fćr ađeins ađ velja á milli sjálfstćđismanna. Ţađ er Deginum ljósara í ţessari könnun ađ Reykvíkingar vilja alls ekki ađ sjálfstćđismenn sitji í borgarstjórastólnum yfirleitt. En fyrst könnunin var sett upp á ţennan veg má einnig spyrja sig ađ ţví af hverju ekki var líka bođiđ uppá Ólaf F. Magnússon sem kost í stöđunni. Hann hefur nú veriđ innvígđur og innlimađur í Sjálfstćđisflokkinn alveg uppá nýtt og hefđi ţví veriđ verđugur fulltrúi međal hinna sjálfstćđismannanna.

Fylgi Samfylkingarinnar í borginni kemur ekki á óvart, en ég verđ ađ viđurkenna ađ ég skil ekki hvers vegna fylgistap Sjálfstćđisflokkisins er ekki miklu, miklu meira!


mbl.is Flestir vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ađalfundur knattspyrnudeildar Breiđabliks

Ađalfundur knattspyrnudeildar Breiđabliks var haldinn í gćrkvöldi. Á dagskrá voru venjuleg ađalfundarstörf og ađ ţessu sinni voru umrćđur um stöđu deildarinnar fjörugar og margir tóku til máls. Ţađ ţykir mér gott. Félagar í Breiđabliki hafa til ţessa veriđ heldur tregir til ađ tjá sig á fundum og hafa jafnvel mćtt illa, fundurinn í gćr bođar breytta og betri tíma í ţví sambandi.

Formađur deildarinnar fór yfir starf sl. árs og nefndi ţađ sérstaklega ađ viđ ţyrftum ađ gera betur hvađ varđar ađsókn ađ leikjum. Ég tek undir ţađ. Ţađ verđur ţó ekki framhjá ţví litiđ ađ sl. sumar var einstaklega skemmtilegt og ţó stundum hafi mér ţótt mátt vera betri mćting ţá fannst mér mćtingin á völlinn almennt góđ og stemmingin var engu lík.

Ţegar ađalfundir eru haldnir ţykir mér nauđsynlegt ađ fundarmenn fái tvö plögg í hendur. Annars vegar er ţađ skýrsla stjórnar fyrir sl. starfsár og hins vegar yfirlit yfir reikninga. Í gćrkvöldi fengum viđ reikningana í hendur en ekki skýrslu stjórnar ... annađ áriđ í röđ. Ég tók til máls undir liđnum skýrsla stjórnar og reikningar og minntist sérstaklega á ţetta. Ţví miđur greip formađur deildarinnar til ţess ráđ ađ svara mér međ skćtingi og pirringi. Hann sagđi ađ skýrsla stjórnar vćri í ársriti deildarinnar og ađ ţađ rit hafi veriđ boriđ út í allan bćinn.

Ég viđurkenni ţađ fúslega ađ ţessi framkoma formannsins stuđađi mig verulega, ég varđ bćđi sár og reiđ enda hafđi ég ekki til ţess unniđ í minni rćđu ađ vera svarađ međ slíkum skćtingi. En verra ţótti mér ţó ađ ég var ekki sú eina á fundinum sem formađurinn talađi niđur til ađ mínu mati. Ţađ urđu fleiri fyrir barđinu á honum og ţykir mér ţađ miđur. Persónulega er ég međ breitt bak og hef tekiđ á mig ýmsa brotsjói í gegnum tíđina, ţađ er allt í lagi, en mér finnst verra ţegar fólk sem hefur unniđ gríđarmikiđ og óeigingjarnt starf í ţágu deildarinnar ţarf ađ sitja undir ţeim ávirđngum sem fuku á fundinum. Svo ekki sé minnst á ţá sem ekki eru félagar í Breiđabliki.

Breiđablik er, hefur veriđ og verđur áfram mitt félag og ég lćt ekki einn formann, sem situr um stundarsakir, pirra mig ađ eilífu ţó hann hafi veriđ međ dónaskap og leiđindi á einum fundi. Mér ţykir einfaldlega of vćnt um félagiđ sjálft og Blika til ađ svo geti nokkru sinni orđiđ.

Stjórn knattspyrnudeildar var endurkjörin á fundinum í gćrkvöldi en ţó međ einni breytingu. Árni Bragason hćtti í stjórn en í hans stađ var kjörinn Árni Páll Árnason. Um leiđ og ég ţakka Árna Bragasyni fyrir hans vel unnu störf vona ég og veit reyndar ađ Árni Páll verđi félaginu drjúgur á komandi árum.

Formađur knattspyrnudeildar Breiđabliks heitir Einar Kristján Jónsson.


Góđir tónleikar um gott tónskáld

Hér var ég búin ađ skrifa langa fćrslu um tónleikana. En fyrir einhvern andsk. klaufaskap missti ég allt út. Styttri útgáfan er ţessi, tónleikarnir voru góđir, ég hef heyrt Lífsbókina og Ađ liđnu vori miklu betur flutt en í gćr en Magga Stína og Jónas Sigurđsson voru stórkostleg. Hljómsveitin var mögnuđ og ađrir söngvarar stóđu sig af mikilli prýđi. Lei Low mćtti ekki af óviđráđanlegum orsökum!

Takk fyrir mig.

Bergţóra Árnadóttir ađ flytja Lífsbókina betur en nokkur annar.


mbl.is Bergţóru Árnadóttur minnst
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband