4.3.2008
Ástina sína að finna
Fyrir allmörgum mánuðum einsetti ég mér að setja hér inn tónlist við eitt af þeim ljóðum sem ég hef samið í gegnum tíðina. Ljóðaskrif mín undanfarin misseri hafa því miður verið af ákaflega skornum skammti en þó held ég í vonina að það lifni yfir mér einn góðan veðurdag.
Eitt ljóð minna heitir Ástina sína að finna og fjallar um stúlku sem kastar sér í straumharða á þegar ástin hennar deyr. Heldur tregafullt ljóð en systkinabörn mín Ellert S. B. Sigurðarson og María Konráðsdóttir komu mér á óvart fyrir nokkrum árum á fertugsafmæli mínu. Elli hafði samið lag við ljóðið og hann, María og fleiri fluttu mér það í afmælisveislunni.
Þetta var náttúrulega hápunktur veislunnar og ég varð klökk við að heyra ljóðið mitt komið í viðhafnarbúning. Lagið má nálgst hér til hliðar á síðunni en ljóðið er svona. Það má syngja með!
Ástina sína að finna
Þar er straumurinn mestur
og áin svo stór
og hún stendur í vatninu
stúlkan sem fór
ástina sína að finna.Þó þau hrópuðu á hana
og kölluðu í kór
þau fengu engu breytt
því stúlkan hún sór
ástina sína að finna.Svo hreif hana straumurinn
sterkur og stór
hreif hana með sér
hana sem fór
ástina sína að finna.Þeir fundu hana neðar
svo létta á brún
og brosandi í framan
því búin var hún
ástina sína að finna.Og þú sérð þau á himnum
sem stjörnurnar tvær
þær lýsa upp nóttina
því nú eru þær
búnar ástina sína að finna.
4.3.2008
Flensan búin að ná mér
Þá náði flensan í afturendann á mér, allt að því í bókstaflegri merkingu því beinverkir í neðanverðu baki og lærum eru með hreinum ólíkindum . Þegar svona er ástatt þá er ekki annað að gera en reyna að lesa, hlusta á tónlist og horfa eitthvað á sjónvarpið en því miður var þessi dagur ekki besti sjónvarpsdagurinn. Ég hugði þó gott til glóðarinnar og stillti á Alþingi, þar eru oft umræður í upphafi þingfunda sem getur verið skemmtilegt að fylgjast með. Mér til mikillar ánægju sofnaði ég yfir umræðunum eftir um það bil hálftíma áhorf.
Í kvöld beið ég síðan spennt eftir leik AC Milan og Arsenal og var mjög hneyksluð á gestum í myndveri þegar þeir spáðu báðir að AC Milan myndi hafa sigur. Það gekk náttúrulega ekki upp í mín eyru enda fór það svo að mínir menn í Arsenal unnu sannfærandi og sanngjarnan 2-0 sigur á ítalska liðinu.
3.3.2008
Fínn sigur Blika á ÍBV
Hann var erfiður gærdagurinn fyrir Eyjamenn. Allt á kafi í snjó og þeir sem voru á landi voru kaffærðir í leik Breiðabliks og ÍBV sem fram fór í Kórnum. Blikaliðið lék eins og þeir sem valdið hafa og unnu sérlega sannfærandi sigur, 7:0 í Lengjubikarnum.
Breiðabliksliðið er lítið breytt frá fyrra ári og virðist ætla að halda stöðugleika sem svo sárlega hefur vantað á undanförnum árum. Marel Baldvinsson er kominn til baka í Kópavoginn og hann á klárlega eftir að ná vel saman með Prince í fremstu víglínu. Það vakti þó sérstaka athygli hvað ungu strákarnir voru að standa sig vel en einn þeirra, Haukur Baldvinsson, skoraði með sinni fyrstu snertingu í sínum fyrsta leik með meistaraflokki. Frábært hjá honum og strákunum öllum.
Auk Hauks skoruðu Marel 2, Nenad Z 2, Nenan Petrovic 1 (eitt af dýrari gerðinni - þrumari utan teigs!!) og Olgeir 1.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.2.2008
Frábær hugmynd ...
![]() |
Aukið samráð við íbúa borgarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Á minningartónleikum um Bergþóru Árnadóttur í Salnum fyrir skömmu flutti trúbadorinn Jónas Sig ljóð Steins Steinarrs um Verkamanninn við lag Bergþóru. Útsetning lagsins var vægast sagt frumleg, gítar og túba. Magnaður flutningur. Upptöka af laginu hefur nú verið sett inná YouTube, ekki í sérstökum gæðum en gefur engu að síður góða hugmynd um flutninginn.
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson