Á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi í síðustu viku var m.a. fjallað um fyrirhugaða heimsókn fulltrúa Kópavogsbæjar til borgarinnar Wuhan í Kína. Þangað hefur meirihluti bæjarstjórnar samþykkt að senda nokkra fulltrúa bæjarins enda barst boð til bæjarstjóra um að taka þátt í viðskiptaráðstefnu, Expo Central China 2008. Ráðstefnan fer fram í lok apríl og vil ég hvetja þá sem þennan pistil lesa til að kynna sér hvað er í boði á ráðstefnunni og meta það með sjálfum sér hvort ferðalagið sé réttlætanlegt.
Eftir að hafa kafað ofaní dagskrá ráðstefnunnar þá er mér útilokað að skilj a hvaða erindi fulltrúar bæjarstjórnar Kópavogs eiga á þessa ráðstefnu. Ljóst er á öllu að þarna verður heljarinnar mikil og flott sýning á öllu mögulegu en það eina sem hugsanlega getur komið Kópavogsbæ og Kópavogsbúum að gangi er að fulltrúar okkar taki virkan þátt í umræðum um "sjálfbæra þróun borgarskipulags", sem á ensku útlegst "Urban Sustainable Development". Má ég nú biðja þann sem trúir því að bæjarstjórinn í Kópavogi sé að fara yfir hálfan hnöttinn til að sitja ráðstefnu um sjálfbæra þróun borgarskipulags um að rétta upp hönd!
Miðað við endalausan áhuga bæjarstjórans á að byggja upp karlmennskutákn í formi háhýsa í Smárahverfi og þess að hann flengist um hnöttinn þveran og endilangan í boði bæjarsjóðs Kópavogsbæjar þá læðist að mér sá grunur, eða kannski er þetta óskhyggja, að bæjarstjórinn í Kópavogi sé að undirbúa brottför sína úr bæjarstjórn. Það væri þá bara óskandi!
17.3.2008
Ósannindi
Fátt fer meira í taugarnar á mér en ósannindi. Það má því ímynda sér hvernig mér líður þegar ósannindin eru sögð aftur og aftur og aftur. Á sunnudag var ég verulega pirruð, íþróttafréttamenn Ríkisútvarpsins fóru þá æ ofan í æ með ósannindi varðandi landsleik í Kórnum þar sem Ísland og Færeyjar mættust í vináttulandsleik.
Í upphafi fréttatímans í útvarpinu var sagt frá sigri Íslands á Færeyjum í fyrsta landsleiknum í knattspyrnu sem fram fer innanhúss. Í íþróttafréttunum sjálfum var þetta síðan endurtekið. Þá var komið að sjónvarpsfréttunum. Aftur var sagt frá því að Ísland hafi leikið fyrsta landsleikinn innanhúss gegn Færeyjum á sunnudag. Og að sjálfsögðu endurtóku íþróttafréttamenn RÚV ósköpin þegar kom að íþróttafréttunum í lok fréttatímans.
Einhvern er sjálfsagt farið að gruna að ég sé ekki alveg sammála þeirri staðhæfingu að leikurinn á sunnudag hafi verið fyrsti landsleikur Íslands innanhúss í knattspyrnu. Mínar upplýsingar eru þær að fyrsti landsleikur Íslands í knattspyrnu innanhúss hafi farið fram þann 10. nóvember 2004. Þá lék Ísland við Noreg um laust sæti á Evrópumótinu 2005 og tapaði nokkuð örugglega 2-7. Þann 21. nóvember 2006 lék Ísland við England í Akraneshöllinni, lekurinn tapaðist 0-4. Tveimur dögum síðar, lék Ísland aftur við England, að þessu sinni í Egilshöll, og aftur mátti Ísland sætta sig við tap,að þessu sinni 0-3.
Á þessari upptalningu má sjá að leikur Ísland og Færeyja á sunnudag var fjórði landsleikur Íslands sem leikinn er innandyra hér á landi og það að mínu viti algjörlega óþolandi að íþróttafréttamenn Ríkisútvarpsins geti ekki haft svo einfalda hluti rétta. Aðrir fjölmiðlar voru með þetta rétt, ef ég hef tekið rétt eftir.
Rétt er að leikur Íslands og Færeyja var fyrsti leikur A-landsliðs karla innanhúss. Fyrsti landsleikurinn sem leikinn var innanhúss hér á landi, í nóvember 2004, var leikur kvennalandsliðsins og er það jafnframt eini leikurinn sem ekki er vináttuleikur. Leikirnir árið 2006 voru vináttuleikir U19 ára stúlknalandsliðsins í undirbúningi liðsins fyrir úrslitakeppni EM sem fram fór hér á landi sl. sumar.
Það er von mín að íþróttafréttamenn RÚV hafi aðeins verið óvandvirkir en ekki sýnt af sér fordóma gagnvart knattspyrnu kvenna með fréttum sínum. Ég vona líka að þeir muni í framtíðinni vanda sig meira við fréttasmíðar sínar en mér finnst ljóst að eftir brotthvarf Samúels Arnar Erlingssonar og Geirs Magnússonar hefur dregið úr vandvirkni á stofnuninni.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2008
Áfram Ísland
Leiknum lauk 3:0. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum, Rakel Hönnudóttir bætti öðru marki við fyrir leikhlé en það var síðan Guðrún Sóley Gunnarsdóttir sem gulltryggði sigurinn í uppbótartíma.
Leikurinn í dag er mjög mikilvægur fyrir Ísland og íslenska knattspyrnu. Með sigri á Finnum í dag er alveg ljóst að Ísland mun færast enn ofar á styrkleikalista FIFA en þar sitjum við nú í 21. sæti. Það er of neðarlega að mínu mati. Ísland hefur getu til að sigra þjóðir eins og Ástralíu (12), Ítalíu (14), Finnland (16) og þær þjóðir sem koma þar á eftir, Úkraínu, Holland, Tékkland og Spán. Reyndar er staðan á styrkleikalistanum í dag þannig að aðeins munar 15 stigum á Tékklandi sem er í 19. sæti listans og Íslandi í 21. sæti, á milli þeirra er Spánn.
Hver leikur sem íslensku stelpurnar leika skipta miklu máli. Þær keppa nú um að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Finnlandi á næsta ári. Eins og áhugamenn um knattspyrnu vita þá eiga þær góða möguleika á að það takmark náist. Til þess þarf liðið þó öflugan stuðning allra, ekki aðeins KSÍ og félaganna sem sinna stelpunum heldur ALLRA ÍSLENDINGA. Þjóðin sýndi það svo um munaði sl. sumar þegar liðið lék gegn Serbum á Laugardalsvelli að hún stendur að baki stelpunum. Sá stuðningur þarf að halda áfram og nú þurfa allir að senda hlýjar hugsanir til Portúgals þar sem enn er góður klukkutími eftir af leiknum.
Áfram Ísland!
![]() |
Ísland vann Finnland 3:0 í leiknum um 7. sætið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.3.2008
Umhverfisráð fundar ekki
Umhverfisráð Kópavogs, sem ekki hafði fundað síðan fyrir jól hittist loks sl. mánudag en þá var var lagt fyrir nefndina mál sem þegar hafa verið samþykkt í bæjarráði. Telja má víst að ástæður þess afð fundur í ráðinu var loks haldinn hafi verið ítrekaðar fyrirspurnir bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar um orsakir fundarleysisins.
Það verður að telja mjög sérkennilegt að á dagskrá fundarins var nýtt skipurit, ný starfslýsing og ný staða sviðsstjóra sem þegar hefur hafið störf og starfslýsing sem þegar hafði verið samþykkt í bæjarráði. Ætla mætti að það væri eðlilegt að umhverfisráð legði mat skipurit nýs sviðs áður en það er lagt fyrir og samþykkt í bæjarráði. Á bæjarstjórnarfundi sem haldinn var í dag var formaður umhverfisráðs, sem sat bæjarstjórnarfundinn, spurð út í það af hverju nefndin hafi ekki verið kölluð saman í þrjá mánuði. Svar hennar kom öllum á óvart: Þú þarft að spyrja bæjarstjórann að því.
Hvernig ætli standi á því að formaður umhverfisráðs getur ekki svarað því á bæjarstjórnarfundi af hverju nefndin sem hún er í forsæti fyrir hafi ekki fundað um þriggja mánaða skeið? Af hverju treystir formaðurinn sér ekki til að svara svo einfaldri spurningu? Það læðist að manni sá grunur að einhver maðkur sé í mysunni, það mætti jafnvel halda að ósætti væri innan Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þar sem bæjarstjórinn hefur deilt og drottnað í nær 20 ár. Af hverju vísar formaðurinn á bæjarstjórann í málinu? Ákveður bæjarstjórinn hvenær það á á halda fundi í umhverfisráði og hvenær ekki?
Oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi hefur sent frá sér grein um málið sem mun birtast í Fréttablaðinu á næstu dögum.
11.3.2008
Fulltrúinn ekki boðaður á fund
Á bæjarstjórnarfundi sem nú fer fram hefur m.a. verið fjallað um fund sem haldinn var í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins. Í þeirri nefnd eiga sæti tveir fulltrúar frá Kópavogsbæ, rétt eins og öðrum sveitarfélögum sem heyra undir nefndina. Annar fulltrúi Kópavogsbæjar er fulltrúi meirihlutans, Einar Kristján Jónsson, og hinn fulltrúinn er Jón Júlíusson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Svæðisskipulagsnefnd hélt sérstakan sáttafund vegna skipulags í Glaðheimum en Garðbæingar hafa mótmælt þeim hugmyndum sem meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur komið fram með. Þar var reiknað með allt að 200.000 fermetrum. Á þetta hafa bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi og ekki heldur Garðbæingar verið tilbúnir að fallast og á sáttafundi sem boðaður var komust menn að niðurstöðu um 158.000 fermetra en þó bregður svo við að fulltrúi Samfylkingarinnar, Jón Júlíusson er ekki boðaður á fundinn.
Segja má að með þessu hafi lýðræðisleg hugsun meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs kristallast. Meirihlutinn hefur til þessa ekki gert hina minnstu tilraun til að komast að sameiginlegri niðurstöðu innan bæjarstjórnar Kópavogs um framkvæmdir á Glaðheimasvæðinu. Meirihlutinn hefur ekki í neinu brugðist við þeirri ábendingu Samfylkingarinnar að það þurfi að líta á Smárasvæðið sem eina heild en ekki aðeins að horfa á Glaðheimareitinn. Það er líka verið að byggja umtalsvert á reitum í kringum Smáralind og Smáratorg, fyrirhugað er að byggja á Nónhæð, fyrirhugað er að auka byggingarmagn við Dalveg umtalsvert og nú standa yfir framkvæmdir við Lindir IV. Samtals eru uppi hugmyndir um hátt á 500.000 fermetra byggingarmagn á svæðinu öllu. Þó Glaðheimasvæðið sé sannarlega stórt í þessu samhengi þá verður að horfa á heildarmyndina en því hafa fulltrúar meirihlutans algjörlega neitað þeir vilja halda áfram í sínum bútasaumi sem er í raun ekkert annað en blekkingarleikur gagnvart íbúum bæjarins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson