Leita í fréttum mbl.is

Fulltrúinn ekki boðaður á fund

Á bæjarstjórnarfundi sem nú fer fram hefur m.a. verið fjallað um fund sem haldinn var í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins. Í þeirri nefnd eiga sæti tveir fulltrúar frá Kópavogsbæ, rétt eins og öðrum sveitarfélögum sem heyra undir nefndina. Annar fulltrúi Kópavogsbæjar er fulltrúi meirihlutans, Einar Kristján Jónsson, og hinn fulltrúinn er Jón Júlíusson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Svæðisskipulagsnefnd hélt sérstakan sáttafund vegna skipulags í Glaðheimum en Garðbæingar hafa mótmælt þeim hugmyndum sem meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur komið fram með. Þar var reiknað með allt að 200.000 fermetrum. Á þetta hafa bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi og ekki heldur Garðbæingar verið tilbúnir að fallast og á sáttafundi sem boðaður var komust menn að niðurstöðu um 158.000 fermetra en þó bregður svo við að fulltrúi Samfylkingarinnar, Jón Júlíusson er ekki boðaður á fundinn.

Segja má að með þessu hafi lýðræðisleg hugsun meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs kristallast. Meirihlutinn hefur til þessa ekki gert hina minnstu tilraun til að komast að sameiginlegri niðurstöðu innan bæjarstjórnar Kópavogs um framkvæmdir á Glaðheimasvæðinu. Meirihlutinn hefur ekki í neinu brugðist við þeirri ábendingu Samfylkingarinnar að það þurfi að líta á Smárasvæðið sem eina heild en ekki aðeins að horfa á Glaðheimareitinn. Það er líka verið að byggja umtalsvert á reitum í kringum Smáralind og Smáratorg, fyrirhugað er að byggja á Nónhæð, fyrirhugað er að auka byggingarmagn við Dalveg umtalsvert og nú standa yfir framkvæmdir við Lindir IV. Samtals eru uppi hugmyndir um hátt á 500.000 fermetra byggingarmagn á svæðinu öllu. Þó Glaðheimasvæðið sé sannarlega stórt í þessu samhengi þá verður að horfa á heildarmyndina en því hafa fulltrúar meirihlutans algjörlega neitað þeir vilja halda áfram í sínum bútasaumi sem er í raun ekkert annað en blekkingarleikur gagnvart íbúum bæjarins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hæ!pólitík er fyriir ykkur unga fólkið til að vasast í,vil þó segja að ég las þetta mér hugnast ekki bútasaumur,en Bútungur er góður veistu hvað það er góða baráttukona kveðja Helga Kr.

Helga Kristjánsdóttir, 11.3.2008 kl. 21:47

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæl Helga,

ég viðurkenni að ekki vissi ég hvað Bútungur er. En ég fletti orðinu upp á netinu og fæ ekki betur séð en að þetta sé eitthvað í ætt við það sem Svíar kalla Surströmning. Fiskur sem hefur legið í salti í 2 ár og er orðinn eldrauður og sjálfsagt verulega bragðsterkur.

Á vafri mínu um veraldarvefinn rakst ég líka á vísu um Bútunginn:

Bútungur er besta hnoss
að bjóða fólki svöngu.
Náttúru hann gefur oss
öllum nema Möngu.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 11.3.2008 kl. 22:01

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

þú ert óborganleg,já það er saltaður fiskur ekki flattur eins og alvörusaltfiskur heldur bolurinn skorinn í búta síðan lagður í pækil eða allavega saltaður.baráttukveðja.

Helga Kristjánsdóttir, 11.3.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 129440

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband