Leita í fréttum mbl.is

Áfram Arsenal

Fyrsti leikur af þremur við Liverpool í vikunni í kvöld. Nú er bara að herða sig drengir, girða sig í brók og vinna leikinn. Áfram Arsenal!

Snjókoma og döpur úrslit

Þá er maður komin aftur úr Baunaríki, Danmörku, þar sem ég hef verið í snjókomu og kulda síðustu viku. Stúlknalandslið Íslands skipað leikmönnum yngri en 17 ára öttu þar kappi við stöllur sínar frá Danmörku, Rússlandi og Finnlandi. Þrátt fyrir að stelpurnar mínar hafi verið markahæsta lið mótsins, skoruðu 7 mörk í 3 leikjum, þá voru þær líka það lið sem fékk flest mörk á sig og töpuðu þær öllum leikjum sínum.

Heilt yfir er ég ánægð með ferðina, leikmennirnir, sem ég var að kynnast flestum í fyrsta sinn, eru upp til hópa kurteisar, dugmiklar og ákveðnar stúlkur sem eiga framtíðina fyrir sér í fótboltanum. En eftir að hafa verið í þetta mörg ár með kvennaliðum Íslands þá er eitthvað sem hvíslar í hnakkanum á mér um að ungir leikmenn í dag búi ekki yfir nægilegum aga og skipulagi og ungir leikmenn fyrir nokkrum árum síðan. Það má vel vera að þetta sé bara tilfinning hjá mér sem eigi sér enga stoð, og ég vona það raunar, en sumir leikmenn brotnuðu niður við minnsta mótlæti á meðan aðrir stóðu keikir og ákveðnir í að berjast fyrir sínu sæti í liðinu.

Það var meira en slæleg úrslit sem hrekktu íslenska liðið á mótinu. Vetur konungur ákvað að líta til Danmerkur einmitt á meðan við vorum þar og varð að fresta tveimur leikjum í mótinu um einn dag vegna snjókomu. Eins og sjá má á meðfylgjandi tengli þá varð ekki hjá því komist að fresta leikjum en myndirnar sem eru á tenglinum sýna ástandið fyrir fyrsta leik mótsins (sem fór fram á réttum tíma), en eftir þetta hélt áfram að snjóa og varð frestun ekki umflúin.


Stefnum hærra

Þetta eru ánægjuleg tíðindi og alveg í takti við það sem ég spáði þann 12. þessa mánuðar. Það er hins vegar ljóst að íslenska liðið vill og hefur getu til að stefna enn hærra. Ísland hefur getu til að sigra þjóðir eins og Ástralíu (12), Ítalíu (13), Finnland (16), Úkraínu (17) og ekki síst Holland sem er í 18. sæti heimslistans, sem nú hefur 12 stiga forskot á Ísland.

Staða Íslands nú er afrakstur gríðarlega mikillar vinnu þeirra leikmanna sem hafa leikið fyrir hönd Íslands sl. 5 ár. Þar er enginn leikmaður undanskilinn, ungur eða gamall, núverandi eða fyrrverandi. Allir leikmennirnir hafa lagt sitt af mörkum til að ná þeim árangri sem stefnt er að, sem er að komast á EM í Finnlandi 2009. Knattspyrnusambandið hefur lagt mikinn metnað í íslenska liðið og með markvissum hætti stuðlað að því að takmarkið náist. Það má ekki gleyma því að Róm var ekki byggð á einum degi og þeir sem fylgst hafa með íslensku kvennalandsliðunum í gegnum tíðina sjá árangur þess liðs sem hafnaði í 3. sæti Norðurlandamót U17 ára stúlknaliða sem fram fór á Íslandi 2002 var engin tilviljun. Þar báru liðið uppi leikmenn eins og Margrét Lára, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Dórurnar (Dóra María og Dóra Stefáns) og Greta Mjöll Samúelsdóttir. Af 16 manna hópi hafa 11 þeirra sem léku með U17 árið 2002 leikið A-landsleik fyrir Íslands hönd, sem verður að teljast frábær árangur af þeim voru 8 leikmenn með liðinu á æfingamótinu í Portúgal fyrr í mánuðinum.

Íslenska þjóðin hefur í sívaxandi mæli fylgst með stelpunum sínum á vellinum og það er von mín að þjóðin muni ekki liggja á liði sínu í sumar þegar stelpurnar taka síðustu skrefin í átt til Finnlands. Þær þurfa á stuðningi þjóðarinnar að halda og ég er klár á því að Íslendingar munu ekki láta sitt eftir liggja. Áfram stelpur, Áfram Ísland!


mbl.is Ísland í 19. sæti á FIFA listanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur afreksíþróttamönnum fækkað?

Í þættinum "Utan vallar" á Sýn ... úps, fyrirgefið Stöð 2 Sport, í gærkvöldi fullyrti þáttastjórnandinn að íslenskum afreksíþróttamönnum hafi fækkað og vísaði til þess að nú í lok mars hafi ekki nema svo og svo mörgum íþróttamönnum tekist að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Peking ... úps, fyrirgefið Bejing.

Enginn af viðmælendum þáttastjórnandans tók undir þá skoðun hans að afreksíþróttamönnum hefði fækkað og bentu m.a. á að enn væri tími til að tryggja sér farseðil til Bejing í haust. Nú væri t.a.m. tími frjálsíþróttamannanna að renna upp eftir strangar vetraræfingar og því ættu menn að fara hægt í svona fullyrðingar. Ég tek undir með viðmælendunum, mér finnst íslenskum afreksíþróttamönnum ekki hafa fækkað.

Það er tiltölulega auðvelt að velta upp nöfnum Rögnu Ingólfsdóttur bandminton, Ásdísar Hjálmsdóttur spjótkast, Söru Bjarkar Gunnarsdóttur knattspyrnu, Sunnu Jónsdóttur handknattleik, Fríðu Rúnar Einarsdóttur fimleikum og Sigrúnar Brár Sverrisdóttiur sund.  Með afrekskonur eins og þessar þarf Ísland engu að kvíða og mér finnst algjörlega óþarft að fara í einhvert svartsýniskast þó íslenskum þátttakendum á Ólympíuleikum fækki um 2 eða 3. Framtíðin er björt í íslenskum íþróttum.


Gunnsteinn var vanhæfur!

Eftirfarandi frétt birtist á vef www.mbl.is í dag.

Samgönguráðuneytið hefur úrskurðað fyrrverandi formann Íþrótta – og tómstundaráðs í Kópavogi, Gunnstein Sigurðsson, vanhæfan til að fjalla um ráðningu í stöðu verkefnisstjóra æskulýðs- og tómstundarmála í Kópavogi. 

Guðríður Arnardóttir og Hafsteinn Karlsson bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar kærðu ákvörðun ÍTK til samgönguráðuneytisins og töldu óeðlilegt að Gunnsteinn tæki þátt í ráðningaferlinu vegna tengsla sinna við einn umsækjandann. 

Viðkomandi umsækjandi hafði verið undirmaður Gunnsteins til margra ára, hann var meðmælandi hennar á umsókn um starfið og mælti hann með henni í starfið þegar ákvörðun var tekin um ráðningu.  Þá var ráðningin umdeild þar sem gengið var fram hjá umsækjendum með meiri menntun og reynslu í málaflokknum,  samkvæmt upplýsingum frá bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Kópavogi, Guðríði Arnardóttur.

Í umsögn ráðuneytisins segir: „Gunnsteinn var vanhæfur til að taka þátt í ráðningaferlinu með þeim hætti sem það fór fram, þar sem hann var jafnframt meðmælandi eins umsækjanda og yfirmaður hennar.  Honum var því óheimilt að taka þátt í afgreiðslu málsins með tillögu um ráðningu til bæjarstjórnar.

Ráðuneytið fellst því á körfu kærenda um vanhæfi formannsins vegna ráðningar í stöðu æskulýðs- og tómstundarmála en telur ekki sýnt fram á að ráðninguna eigi að ógilda.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband