1.8.2008
Tveggja vikna afslöppun á Íslandi
Undanfarnar tvær vikur hef ég unað mér við leik en engin störf og hef notið hverrar mínútu til hins ítrasta. Veðrið á Íslandi hefur verið algjörlega magnað og ég var svo heppin að eyða dögunum frá 27. júlí - 1. ágúst við Úlfljótsvatn þar sem hitinn var á köflum hreint óbærilegur. Algjörlega magnaðir dagar engu að síður þar sem afslöppunin var engu lík.
Reyndar hóf ég ferðalag mitt föstudaginn 25. júlí þegar ég brá mér vestur á Snæfellsnes með Veiðifélaginu. Þar var ég í tvær nætur ásamt fríðu föruneyti. Tilgangur ferðarinnar var að veiða nokkrar bröndur úr vötnunum við Vatnaleiðina en sökum veðurs þá létu bröndurnar ekki ná sér. Ferðin á nesið var hins vegar æðisleg og eyddi ég megninu af sunnudeginum í siglingu um Breiðafjörð með Eyjaferðum. Það er algjörlega óborganlegt að sigla um Breiðafjörðinn þegar veðrið leikur svona við mann, spegilsléttur sjór og hitinn eins og hann gerist bestur.
Að aflokinni ferð á Snæfellsnes lá leið mín austur að Úlfljótsvatni þar sem foreldrar mínir höfðu sumarbústað á leigu í eina viku. Þau komu í bústaðinn á föstudag ásamt Bubbu systur minni en þar sem hún varð þeirrar gæfu aðnjótandi að verða amma þá um helgina þá eyddi hún ekki þeim tíma þar sem hún hafði ætlað. Eins og hún orðaði það sjálf: Það er kjánalegt að eyða helginni í bústað en sofa heima hjá sér!" Hinni hennar Bubbu eignaðist nefnilega yndislegan son þann 26. júlí og var Bubba að sjálfsögðu ekki fjarri þegar sá atburður átti sér stað. Óska ég henni, Hinna og Ástu innilega til hamingju með litla yndislega prinsinn.
Það var ljúft að eyða þessari viku með foreldrum mínum í bústaðnum, þangað komu systkini mín og þeirra fjölskyldur og var gestagangur og margmenni í bústaðnum. Nóg pláss var fyrir alla og menn nutu veðurblíðunnar í botn. Á það ekki síst við um fimmtudaginn 30. júlí þegar hitamet var slegið í næsta nágrenni við Úlfljótsvatn, á Þingvöllum en opinberir mælar þar fóru í 29,7 gráður. Hitinn á bústaðnum okkar sló yfir 30 gráðurnar og var allt að því óbærilegt að vera þar. Hið góða við þennan mikla hita var þó engu að síður að flugan, sem öllu jöfnu hefur sig talsvert í frammi við Úlfljótsvatn, virtist ekki hafa kjark eða þor til að ergja okkur í þessum hita og vorum við ákaflega sátt við það.
Myndir úr ferðunum mínum og af litla prinsinum munu birtast á flickr síðunni minni nú um helgina. Óska ég lesendum síðunnar farsællar og slysalausrar Verslunarmannahelgar.
Ferðalög | Breytt 2.8.2008 kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.7.2008
Fyrir hvern vinna sveitarstjórnir?
Vandamálið við skipulagsmál er tvennskonar. Í fyrsta lagi þá gagnast þau oftast þeim sem ekki þurfa að búa við þau, bæjaryfirvöldum miklu frekar en bæjarbúum. Sveitarstjórnir hafa spillst og taka orðið meira mark á hagsmunum verktaka og fyrirtækja heldur en íbúa. Skipulagsmál hafa því í framhaldinu orðið að bitbeini þessara tveggja hagsmunaaðila.
Í öðru lagi hafa skipuleggjendur trúað því að þau geti breytt hegðun fjöldans með því að breyta félagslegu umhverfi þeirra. Þetta getur hafa átt við þegar götulýsingu var komið á, garðbekkir voru settir niður eða þegar pípulagnir voru lagðar í hús eða götur. Þessi hugsun byggir á því að breyta samfélaginu þannig að það passi í aðstæðurnar í stað þess að breyta aðstæðum þannig að þær passi samfélaginu."
Ian Bertham, breskur skipulagsfræðingur
Með tillögum meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs um nýtt skipulag á Kársnesi fylgja tvær umhverfisskýrslur, sem unnar eru af fyrirtækinu Mannviti. Bera þær heitin: Kársnes-hafnarsvæði-endurbótasvæði annars vegar og Umhverfisskýrsla, Kársnes-Vesturhluti. Skýrslurnar eru ágætlega unnar og vel læsilegar en við lestur þeirra vakna engu að síður margar spurningar og reyndar fleiri spurningar en þær svara.
Í annarri skýrslunni segir m.a.: Áður en tillagan fer til auglýsingar verður leitað umsagnar Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar, Siglingastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis auk annarra viðeigandi umsagnar- og hagsmunaaðila. Auk þess verður sveitarfélögum innan svæðisins kynnt breytingin. Þetta er nokkuð merkilegt, ekki síst í ljósi þess að á fundi bæjarstjórnar upplýsti formaður bæjarráðs að það yrði að auglýsa tillögurnar og samþykkja þær í auglýsingu áður en fundur yrði haldinn í Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins í byrjun ágúst!
- Bíddu við átti ekki að kynna tillögurnar áður en þær færu í auglýsingu?
Einnig segir í skýrslunum að það séu meginmarkmið Kópavogsbæjar í umferðarmálum er að öryggi allra vegfarenda verði aukið og dregið úr óþægindum af bílaumferð. Auk þess sé stefnt að því að þjónustustig aðalgatnakerfis lækki ekki.
- Má líta svo á að aukning bílaumferðar á eina götu um 5.000 bíla, þannig að hún geti þjónað 18-20 þúsund bílum á sólarhring muni ekki draga úr þjónustustigi þeirrar götu?
Það má hverjum sjálfstætt hugsandi manni vera ljóst að umferðaraukning uppá 5.000 bíla á sólarhring mun auka hættu á umferðarslysum á því svæði þar sem aukningin er. Á það er bent í skýrslunni en þar segir: Með staðbundum mótvægisaðgerðum má draga úr aukningu á slysahættu eða jafnvel auka umferðaröryggi á tilteknum stöðum. [feitletrun mín].
- Það er nefnilega það. Það má draga úr aukningu eða jafnvel auka umferðaröryggi. Mikil ósköp, má með þessu orðalagi ætla að brunnurinn verði ekki birgður fyrr en barnið er dottið ofan í hann?
Einn punktur í skýrslunni er með slíkum ólíkindum að jafnvel verkfræðistofan sem samdi skýrsluna treystir sér ekki til að standa við heldur vísar til þess að Kópavogsbær telji að umfang fyrirhugaðra skipulagsbreytinga ekki þess eðlis að það kalli á sértæka vöktunaráætlun.
- Með öðrum orðum, skýrsluhöfundar þora ekki að taka undir mat bæjaryfirvalda heldur vísa einungis til þeirrar skoðunar þeirra að ekki þurfi að sértæka vöktunaráætlun. Enda svo sem ekki nema von þegar umferðaraukningin er aðeins 70-100% frá því sem nú er!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.7.2008 kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2008
Virðingarleysi við íbúa Kársness
Ég las í blaði á þriðjudag að mig minnir grein frá formann sjálfstæðisfélags í Kópavogi þar sem hann varði með kjafti og klóm það skipulag á Kársnesi sem nú hefur verið sent til auglýsingar. Um er að ræða skipulag sem íbúasamtök á Kársnesi hafa með formlegum og óformlegum hætti, í ræðu og riti, mótmælt og hafa ekki getað sætt sig við. Er þar fyrst og fremst um að ræða mótmæli vegna gríðarlegrar umferðaraukningar sem óneitanlega fylgja svo mikilli aukningu á íbúðum og íbúum vestast á Kársnesi.
Í réttlætisskrifum formannsins segir m.a.: Það er ekki íbúum Kársness til hagsbóta að ata þeim út í stríð við bæjaryfirvöld á röngum forsendum. Þarna ratast honum rétt orð í munn. Það er engin ástæða til að ata íbúum út í stríð við bæjaryfirvöld á röngum forsendum ... eða réttum. Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur, með réttu eða röngu, verið í stríði við íbúa Kársness frá því að fyrstu tillögur litu dagsins ljós í desember 2006. Meirihluti bæjarstjórnar segir að haft hafi verið samráð við íbúasamtökin, en við það samráð kannast íbúasamtökin ekki. http://karsnes.is/?p=272
Fjölmenni mætti á fund bæjarstjórnar Kópavogs sem fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn óskuðu eftir. Með viðveru sinni á fundinum vildu íbúar Kársness ítreka þá skoðun sína að þeir væru ekki sáttir við að senda skipulagið í auglýsingu, m.a. vegna þess að auglýsingin fer fram á sumarleyfistíma þar sem ekki allir hafa aðstöðu til þess að hafa í frammi mótmæli við skipulaginu. Á vefsíðu samtakanna er fjallað um fund bæjarstjórnar og segir þar m.a.: Okkur blöskrar virðingarleysið sem íbúum Kársness er sýnt með þessari hraðafgreiðslu málsins á hásumarfrístíma og að ekki skuli hafa verið staðið við loforð um samráð. http://karsnes.is/?p=270
Virðingarleysi bæjarfulltrúa í meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs gagnvart bæjarbúum ríður ekki við einteyming, það hefur sést í mýmörgum málum á þessu kjörtímabili og sjálfsagt er ekki öllu lokið enn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2008
Hverfagæsla einkafyrirtækja
Undanfarnar vikur hefur mikið verið rætt um þá ákvörðun meirihluta bæjarráðs Kópavogs að ráða einkaaðila til að sinna hverfagæslu í Kópavogi. Ekki eru allir á eitt sáttir við þá ákvörðun enda er það verkefni ríkisvaldsins að halda upp lögum og reglu um land allt, slíkt er enn sem komið er ekki á verksviði sveitarfélaga.
Seltjarnarnesbær reið á vaðið fyrir nokkrum árum og bætti hverfagæslu einkaaðila við þjónustu til sinna íbúa. Í sjálfu sér er allt gott um það að segja, íbúar Seltjarnarness eru tæplega 4.500 talsins og þeir búa allir á þeim 2 ferkílómetrum sem Seltjarnarnesbær nær til. Á fjárhagsáætlun Seltjarnarness ætlar bæjarstjórnin að veita 4,5 milljónum króna í verkefnið á árinu 2008.
Í fréttum hefur komið fram að Kópavogsbær áætlar að setja um 6-10 milljónir í verkefnið sem eigi að vera til reynslu til eins árs og að gert sé ráð fyrir að gæsla standi í tvo til sex tíma á dag. Gott og vel, sjálfsagt er þetta allt saman vel meint og í sjálfu sér gott að bæjarráð skuli með þessum hætti vilja stuðla að auknu öryggi íbúa bæjarins og eigna þeirra. Hitt vekur athygli að á meðan Seltjarnarnes, sem gjarnan hefur verið vísað til í þessu sambandi, veitir 4,5 milljónum á ári í verkefnið þá skuli Kópavogsbær aðeins veita í það 6-10 milljónum. Þó eru Kópavogsbúar rúmlega sex sinnum fleiri en Seltirningar og landsvæði Kópavogs fjörtíu sinnum stærra en Seltjarnarness eða 80 ferkílómetrar. Skyldi maður þá ekki ætla að ef meirihluta bæjarráðs væri fullkomin alvara með hverfagæslunni að í hana yrði sett það fjármagn sem dygði til að raunverulegt öryggi byggi þar að baki.
Seltirningar hafa nú verið með þetta verkefni í á þriðja ár. Þeir telja að 4,5 milljónir þurfi í verkefnið, sexföldun á þeirri tölu er nærri því að vera 30 milljónir en ekki 6-10 milljónir. Auk þess er landsvæði Kópavogs margfalt það sem er á Seltjarnarnesi svo eflaust þyrfti talan að vera mikið hærri ef vel ætti að vera.
Í mínum huga er ljóst að sýndarmennska fylgir þessari tillögu meirihluta bæjarráðs Kópavogs. Ef menn eru að tala í alvöru, þá þarf hugur að fylgja máli. Verkefnið eins og það stendur núna, þar sem eftirlitsbílar eiga að vera á ferli um bæinn 2-6 stundir á dag er ekki til þess fallið að auka öryggiskennd bæjarbúa. Það er sýndaröryggi og ekkert annað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson