Leita í fréttum mbl.is

Virđingarleysi viđ íbúa Kársness

Ég las í blađi á ţriđjudag ađ mig minnir grein frá formann sjálfstćđisfélags í Kópavogi ţar sem hann varđi međ kjafti og klóm ţađ skipulag á Kársnesi sem nú hefur veriđ sent til auglýsingar. Um er ađ rćđa skipulag sem íbúasamtök á Kársnesi hafa međ formlegum og óformlegum hćtti, í rćđu og riti, mótmćlt og hafa ekki getađ sćtt sig viđ. Er ţar fyrst og fremst um ađ rćđa mótmćli vegna gríđarlegrar umferđaraukningar sem óneitanlega fylgja svo mikilli aukningu á íbúđum og íbúum vestast á Kársnesi.

Í réttlćtisskrifum formannsins segir m.a.: „Ţađ er ekki íbúum Kársness til hagsbóta ađ ata ţeim út í stríđ viđ bćjaryfirvöld á röngum forsendum.“ Ţarna ratast honum rétt orđ í munn. Ţađ er engin ástćđa til ađ ata íbúum út í stríđ viđ bćjaryfirvöld á röngum forsendum ... eđa réttum. Meirihluti bćjarstjórnar Kópavogs hefur, međ réttu eđa röngu, veriđ í stríđi viđ íbúa Kársness frá ţví ađ fyrstu tillögur litu dagsins ljós í desember 2006. Meirihluti bćjarstjórnar segir ađ haft hafi veriđ samráđ viđ íbúasamtökin, en viđ ţađ samráđ kannast íbúasamtökin ekki. http://karsnes.is/?p=272

Fjölmenni mćtti á fund bćjarstjórnar Kópavogs sem fulltrúar Samfylkingarinnar í bćjarstjórn óskuđu eftir. Međ viđveru sinni á fundinum vildu íbúar Kársness ítreka ţá skođun sína ađ ţeir vćru ekki sáttir viđ ađ senda skipulagiđ í auglýsingu, m.a. vegna ţess ađ auglýsingin fer fram á sumarleyfistíma ţar sem ekki allir hafa ađstöđu til ţess ađ hafa í frammi mótmćli viđ skipulaginu. Á vefsíđu samtakanna er fjallađ um fund bćjarstjórnar og segir ţar m.a.: „Okkur blöskrar virđingarleysiđ sem íbúum Kársness er sýnt međ ţessari hrađafgreiđslu málsins á hásumarfrístíma og ađ ekki skuli hafa veriđ stađiđ viđ loforđ um samráđ.“ http://karsnes.is/?p=270

Virđingarleysi bćjarfulltrúa í meirihluta bćjarstjórnar Kópavogs gagnvart bćjarbúum ríđur ekki viđ einteyming, ţađ hefur sést í mýmörgum málum á ţessu kjörtímabili og sjálfsagt er ekki öllu lokiđ enn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 129408

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband