Leita í fréttum mbl.is

Merkilegar umhverfisskýrslur vegna Kársness

Með tillögum meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs um nýtt skipulag á Kársnesi fylgja tvær umhverfisskýrslur, sem unnar eru af fyrirtækinu Mannviti. Bera þær heitin: Kársnes-hafnarsvæði-endurbótasvæði annars vegar og Umhverfisskýrsla, Kársnes-Vesturhluti. Skýrslurnar eru ágætlega unnar og vel læsilegar en við lestur þeirra vakna engu að síður margar spurningar og reyndar fleiri spurningar en þær svara.

Í annarri skýrslunni segir m.a.: „Áður en tillagan fer til auglýsingar verður leitað umsagnar Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar, Siglingastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis auk annarra viðeigandi umsagnar- og hagsmunaaðila. Auk þess verður sveitarfélögum innan svæðisins kynnt breytingin.“ Þetta er nokkuð merkilegt, ekki síst í ljósi þess að á fundi bæjarstjórnar upplýsti formaður bæjarráðs að það yrði að auglýsa tillögurnar og samþykkja þær í auglýsingu áður en fundur yrði haldinn í Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins í byrjun ágúst!

  • Bíddu við átti ekki að kynna tillögurnar áður en þær færu í auglýsingu?

Einnig segir í skýrslunum að það séu meginmarkmið Kópavogsbæjar í umferðarmálum er að öryggi allra vegfarenda verði aukið og dregið úr óþægindum af bílaumferð. Auk þess sé stefnt að því að þjónustustig aðalgatnakerfis lækki ekki.

  • Má líta svo á að aukning bílaumferðar á eina götu um 5.000 bíla, þannig að hún geti þjónað 18-20 þúsund bílum á sólarhring muni ekki draga úr þjónustustigi þeirrar götu?

Það má hverjum sjálfstætt hugsandi manni vera ljóst að umferðaraukning uppá 5.000 bíla á sólarhring mun auka hættu á umferðarslysum á því svæði þar sem aukningin er. Á það er bent í skýrslunni en þar segir: „Með staðbundum mótvægisaðgerðum má draga úr aukningu á slysahættu eða jafnvel auka umferðaröryggi á tilteknum stöðum.“ [feitletrun mín].

  • Það er nefnilega það. Það má draga úr aukningu eða jafnvel auka umferðaröryggi. Mikil ósköp, má með þessu orðalagi ætla að brunnurinn verði ekki birgður fyrr en barnið er dottið ofan í hann?

Einn punktur í skýrslunni er með slíkum ólíkindum að jafnvel verkfræðistofan sem samdi skýrsluna treystir sér ekki til að standa við heldur vísar til þess að Kópavogsbær telji að „umfang fyrirhugaðra skipulagsbreytinga ekki þess eðlis að það kalli á sértæka vöktunaráætlun.“

  • Með öðrum orðum, skýrsluhöfundar þora ekki að taka undir mat bæjaryfirvalda heldur vísa einungis til þeirrar skoðunar þeirra að ekki þurfi að sértæka vöktunaráætlun. Enda svo sem ekki nema von þegar umferðaraukningin er aðeins 70-100% frá því sem nú er!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband