Leita í fréttum mbl.is

Silfur í Beijing

Til hamingju Ísland með þetta frábæra handknattleikslandslið. Strákarnir hafa staðið sig eins og sannkallaðar hetjur og þeir hafa lyft íslensku þjóðlífi uppá æðri stall með frammistöðu sinni. Umfjöllun um þá er kærkomin tilbreyting frá bullinu í borgarstjórn og víðar.

Það var ekki laust við að tár trítluðu niður vangann á mér í morgun þegar ég sá strákana taka við silfrinu. Þá rifjaðist upp stundin fyrir átta árum þegar Vala Flosadóttir steig á pall í Sidney og tók við bronsinu. Ég var á staðnum og var hreinlega að rifna úr stolti yfir stelpunni og hennar frábæra afreki. Svo fékk ég fréttir að heiman að menn hefðu flaggað, flautað og gert allt vitlaust þegar Vala náði þessum frábæra árangri. Ég minnist þess ekki að hafa brynnt músum í Sidney yfir afrekinu enda sleppti ég mér alveg á áhorfendapöllunum eins og sjá má á myndbrotinu hér til hliðar.


Stórasta land í heimi

Til hamingju strákar, Til hamingju Ísland, Til hamingju allir!!!

 Orð dagsins á forsetafrúin: „Ísland er ekki litla landið, Ísland er stórasta land í heimi!"


Ekkert fundað í leikskólanefnd

Í dag bárust fréttir af mikilli manneklu í leikskólum Kópavogsbæjar. Þegar hefur verið farið fram á það við formann og varaformann leikskólanefndar að nefndin verði kölluð saman hið fyrsta. Er enda kominn tíma til þar sem liðnar eru 11 vikur frá því nefndin fundaði síðast. Því miður eru ekki miklar líkur á að fundur verði boðaður þar sem formaður nefndarinnar er staddur í Kína og varaformaðurinn hefur ekki látið svo lítið að svara ítrekuðum tölvupóstum þar um.

Á leikskólaskrifstofu bæjarins er verið að vinna að því hörðum höndum að leysa vandann og það ber að virða. En á meðan er leikskólanefnd föst í sumarfríi, börnin komast ekki í leikskólann sinn og foreldrar þeirra ekki til vinnu. Finnst þér þetta boðlegt?


Viðurkenningar umhverfisráðs

Umhverfisráð Kópavogs hefur veitt viðurkenningar fyrir fallega garða, snyrtilegt umhverfi og endurbætur á eldra húsnæði. Tvennt í viðurkenningunum vekur athygli mína. Annars vegar viðurkenning sem íbúar Hólmaþings 10 hlutu vegna glæsilegs frágangs húss og lóðar á nýbygginarsvæði en þau hlaut gamall nágranni minn og vinur af Álfhólsveginum, Ólafur Sigtryggsson og hans kona. Undanfarin misseri hef ég fylgst vandlega með uppbyggingu húss þeirra í Hólmaþingi og verð að segja að niðurstaðan er hreint frábær. Óska ég þeim, sem og öðrum viðurkenningarhöfum innilega til hamingju með heiðurinn.

Hitt sem vakti athygli mína er sú niðurstaða umhverfisráðs að veita viðurkenningu fyrir hönnun íþróttamannvirkis, sem er stúkan við Kópavogsvöll. Ég er svo sem ekki að setja út á það að verðlauna þetta glæsilega mannvirki, en ég minnist þess ekki að umhverfisráð hafi áður veitt viðurkenningu fyrir hönnun íþróttamannvirkis. Auk þess sé ég það fyrir mér þegar afhendingin fór fram þar sem bæjarstjóri afhentir formanni bæjarráðs viðurkenninguna en auk þess að vera formaður bæjarráðs er sá hinn sami vallarstjóri Kópavogsvallar og undirmaður Gunnars í stjórnkerfi bæjarins. Alveg sé ég þá fyrir mér félagana fallast í faðma og knúsa hvorn annan með formann umhverfisráðs á milli sín. Svo sætt Kissing!!!

Viðurkenningar umhverfisráðs fyrir árið 2008 eru:

Gata ársins - Ísalind 1–8
Framlag til umhverfismála - JB Byggingafélag, opið svæði við Grandahvarf
Frágangur húss og lóðar á nýbyggingarsvæði - Hólmaþing 10
Hönnun fjölbýlishúss - Tröllakór 12–16
Hönnun íþróttamannvirkis - Stúkan við Kópavogsvöll
Endurgerð húsnæðis - Fífuhvammur 39


... og aðeins betur ef það er það sem þarf!!!

Frábært, stórkostlegt, magnað, ótrúlegt, hrikalegt og öll hin lýsingaroðin eiga við leikinn í morgun!

Áfram Ísland!

Arnór Atlason
Arnór Atlason

Björgvin Páll
Björgvin Páll Gústafsson

forsetinn og forsetinn
Forsetinn og forsetinn, Ólafur R og Ólafur R!

Guðjón Valur Sigurðsson
Guðjón Valur Sigurðsson

Ólafur Stefánsson
Ólafur Stefánsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband