26.11.2008
Krafan stendur enn
Krafan sem ég setti fram hér þann 16. nóvember sl. stendur enn, þrátt fyrir flokksstjórnarfund, rannsóknarnefnd, litla Glitnismanninn og allt það sem gerst hefur frá þeim degi. Til að ítreka kröfuna þá birti ég hana aftur:
Í fyrsta lagi er krafan sú að stjórn Seðlabanka Íslands víki öll og að þar verði skipuð ný stjórn þar sem hæfir einstaklingar setjist í stjórn en ekki einhverjir flokkshestar sem eru í náðinni hjá stjórnvöldum á hverjum tíma.
Í öðru lagi er krafan sú að stjórn Fjármálaeftirlitsins, og æðsta stjórn þess, sem sannarlega svaf Þyrnirósarsvefni undanfarin ár verði látin víkja því aðeins þannig getur almenningur í landinu fengið einhverja vissu fyrir því að eftirlit verði haft með ríkisbönkunum og því sem mun gerast í framhaldinu.
Í þriðja lagi þurfa a.m.k. tveir ráðherrar að stíga fram og axla sína ábyrgð á málinu. Þar fara fremstir ráðherra bankamála annars vegar og ráðherra fjármála hins vegar. Ef fleiri ráðherrar taka uppá því að axla ábyrgð á ástandinu, s.s. forsætisráðherra þá er það í góðu lagi mín vegna.
Í fjórða lagi þarf að boða til kosninga í vor svo þjóðin geti kveðið upp sinn dóm gagnvart þeim stjórnvöldum sem hafa ekki staðið vaktina og sinnt þeim skyldum sem þjóðin fól þeim í síðustu kosningum, kosningunum þar á undan, kosningunum þar þar á undan og svona mætti lengi telja.
24.11.2008
Kanarífuglinn
"Isss... við erum bara kanarífugl," sagði vinnufélagi við mig í dag þegar ég hélt því fram að bankakreppan sem nú skekur íslenskt samfélag muni koma illa niður á nágrannaþjóðum okkar á næstu mánuðum. Ég hélt hún væri að tala um Guðna Ágústsson, sem nú eyðir lífeyri sínum á Klörubar á hinum spænskuættuðu Kanaríeyjum.
Sú var þó alls ekki raunin heldur vildi hún, og reyndar fleiri, halda því fram að stjórnendur þjóða og fjármálafyrirtækja í kringum okkur hefðu alvarlega vara á sér vegna þess ástands sem hér er uppi. Á Íslandi hafa hlutirnir gerst hratt og útrásin og vöxturinn hefur verið meiri heldur en þjóðfélagið hefur staðið undir (það er a.m.k. komið í ljós). Það má því líkja íslensku bankakerfi við kanarífugl sem sendur var inní kolanámur hér forðum daga, en ef hann datt niður dauður þá var gasleki kominn í námuna og verkamönnunum skipað upp.
Kannski er Ísland, Íslendingar og hið íslenska bankakerfi aðeins kanarífugl í efnahagskerfi heimsins. Kanarífugl sem öðrum finnst í lagi að fórna til að vernda sjálfan sig og sitt. Þessu þurfum við að breyta og það gerist ekki öðruvísi en að menn gangist við ábyrgðum sínum hvar í flokki sem þeir standa.
21.11.2008
Áfram Ísland!
Jæja, nú er það ljóst að það á LOKSINS að ganga frá þessu eftirlaunafrumvarpi. Það er líka LOKSINS búið að ganga frá umtöluðu láni frá hinum og þessum og það er LOKSINS búið að leggja fram vantrausttillögu á ríkisstjórnina.
Nú bregður sjálfsagt einhverjum við þegar ég segi að loksins sé búið að leggja fram vantrausttillögu á ríkisstjórnina, en ég bara spyr, ef stjórnarandstaða á á einhverjum tíma að leggja fram tillögu um vantraust ... er það ekki einmitt núna? Ég er svo sem ekki alveg 100% sammála tillögunni og vil alls ekki kjósa um áramót, en ég vil að það verði kosið í vor. Traust til íslensku þjóðarinnar er ekki beysið í útlöndum. Ég meina, segjum sem svo að þjófur læðist inn til þín og steli frá þér öllu steini léttara. Þú veist hver þjófurinn er og formælir honum sem mest þú getur og þú fylgist með þegar fjármál þjófsins og fjölskyldu hans eru að komast í þrot. Myndi þér ekki bregða ef þjófurinn kæmi til þín og bæði þig um lán en ekki einhver annar fjölskyldumeðlimur?
Traust á suma þá sem stjórna landinu og bönkunum er nákvæmlega ekkert. Annars vil ég benda á frábæra grein Helga Hjörvar í Fréttablaðinu í dag þar sem hann fjallar um síendurtekin mistök bankastjóra Seðlabankans. Ég vil sérstaklega benda á niðurlag greinarinnar þar sem Helgi segir:
Öll gerum við mistök og sætum stundum ósanngirni. ... Það er þess vegna ekki verið að persónugera vandann þegar kallað er eftir breytingum í Seðlabankanum. Það er einfaldlega verið að segja hið sjálfljósa að þegar við nú stöndum á hyldýpisins brún er mikilvægt að hafa faglega yfirstjórn Seðlabankans.
Að lokum vil ég benda bloggurum og öðrum sem villast hingað inn á að nú er tækifæri fyrir okkur Íslendinga að sýna nokkra þjóðerniskennd og flagga. Það þarf ekki að vera á flaggstöng, það má setja lítinn íslenskan fána út í glugga, það hef ég þegar gert. Slíkir fánar fást fyrir tiltölulega lítinn pening t.d. í Söstrene Grene í Smáralind og örugglega víðar. Ég minnist þess að sjá myndir frá Bandaríkjunum eftir 9. september 2001 og það voru fánar út um allt. Um leið og það fór um mig hálfgerður kjánahrollur að sjá alla þessa fána fannst mér þessi flöggun út um víða völl sýna samstöðu þjóðar. Það er nokkuð sem við Íslendingar þurfum á að halda.
16.11.2008
Hver er krafan?
Tvisvar sinnum hef ég mætt á mótmælafund á Austurvelli. Oftlega hef ég verið spurð að því hverju verið er að mótmæla, svona fyrir utan ástandinu í landinu og hver krafa mótmælenda er? Sjálf hef ég svo sem velt því fyrir mér hver hin raunverulega mótmælakrafa er og sjálfsagt eru kröfurnar álíka margar og fólkið sem mætir á völlinn. Skoðanir manna eru misjafnar en þó tel ég að nokkrar kröfur sameini raddir þess fólks sem mætir á Austurvöll og krefst breytinga.
Í fyrsta lagi er krafan sú að stjórn Seðlabanka Íslands víki öll og að þar verði skipuð ný stjórn þar sem hæfir einstaklingar setjist í stjórn en ekki einhverjir flokkshestar sem eru í náðinni hjá stjórnvöldum á hverjum tíma.
Í öðru lagi er krafan sú að stjórn Fjármálaeftirlitsins, og æðsta stjórn þess, sem sannarlega svaf Þyrnirósarsvefni undanfarin ár verði látin víkja því aðeins þannig getur almenningur í landinu fengið einhverja vissu fyrir því að eftirlit verði haft með ríkisbönkunum og því sem mun gerast í framhaldinu.
Í þriðja lagi þurfa a.m.k. tveir ráðherrar að stíga fram og axla sína ábyrgð á málinu. Þar fara fremstir ráðherra bankamála annars vegar og ráðherra fjármála hins vegar. Þessir tveir hafa verið í miðju þessa máls í mislangan tíma að vísu. Afsögn þeirra yrði ekki til annars en að auka traust almennings og heimsins á því að á Íslandi ríki lýðræði og að stjórnsýslan sé skilvirk og ÁBYRG. Ef fleiri ráðherrar taka uppá því að axla ábyrgð á ástandinu, s.s. forsætisráðherra þá er það í góðu lagi mín vegna.
Í fjórða lagi þarf að boða til kosninga í vor svo þjóðin geti kveðið upp sinn dóm gagnvart þeim stjórnvöldum sem hafa ekki staðið vaktina gegn þeim flokki manna sem kallaðir hafa verið útrásarvíkingar. Þeirra ábyrgð er síðan efni í annan pistil sem ég ætla að geyma til betri tíma þegar betur hefur komið í ljós hvað þeir hafa kostað íslensku þjóðina, svona fyrir utan æruna, sómann og traustið gagnvart erlendum þjóðum.
15.11.2008
Sameinuð stöndum við ... öll 500!
Annan laugardaginn í röð skellti ég mér á Austurvöll til að treysta mín heit. Í dag var fjölmenni á vellinum, a.m.k. 12 sinnum 500 manns og stemmingin var engu lík. Íslendingar eru ekki sérstaklega duglegir við að tjá tilfinningar sínar, þeir eru ekki mikið fyrir að opinbera sig á nokkurn hátt og það að láta heyrast í sér á opinberum vettvangi er aðeins örfáum gefið. Þetta hef ég margsinnis reynt á fótboltavellinum þar sem stúkugestir sitja og styðja sitt lið í hljóði. Örfáir ungir menn hafa síðustu sumur haft sig í frammi eftir að hafa styrkt hjarta sitt og sál á öldurhúsi fyrir hvern leik. Svo hafa reyndar alltaf verið til einn og einn kverúlant sem hefur látið í sér heyra og hlotið augngotur frá samferðafólki sínu að launum.
Á Austurvelli í dag stóð almenningur ekki þögull og horfði á. Hörður Torfason stemmdi saman hópinn og á vellinum hljómaði saman krafan um ábyrgð og lýðræði í íslensku samfélagi. Þetta var hressandi að hrópa hátt og snjallt JÁ þegar Hörður spurði spurninga, það var hressandi að taka undir með ræðumönnum og klappa þeim lof í lófa ... það var hressandi að leyfa tilfinningunum aðeins að brjótast fram. Þær hafa smátt og smátt verið að gægjast fram í dagsljósið hjá Íslendingum og ráðamenn landsins hafa smá saman orðið hræddari og hræddari um stöðu sína gagnvart þjóðinni. Ég rölti aðeins um á vellinum og sá þar gamla og núverandi samferðarmenn mína í gengnum tíðina. Öll vorum við þarna í þeim tilgangi að láta stjórnmálamenn þjóðarinnar vita að okkur stendur ekki á sama.
Viðar Þorsteinsson, heimspekingur, átti ræðu dagsins að mínu mati. Hann flutti ræðu sína svo umbúðalaust. Hér ræður gömul og gjörspillt klíka ríkjum, hér er ekkert raunverulegt lýðræði, stjórnmálamennirnir fara sínu fram hvort sem þjóðin fylgi þeim að málum eða ekki. Fjölmiðlar taka vísvitandi þátt í spillingunni með því að verja þessi sömu öfl, sem oftar en ekki eru eigendur þeirra og launagreiðendur. Það sáum við best um síðustu helgi þegar eggjakast nokkurra reiðra ungmenna var aðalumræðuefni fjölmiðlanna eftir frábæran og FRIÐSAMAN útifund á Austurvelli.
Ég hlakka til næstu helgi, að geta aftur átt stund með alþýðu landsins í mótmælum á Austurvelli. Ég verð þó að viðurkenna að ég vona að í millitíðinni verði einhver úr hópi spillingaraflanna búinn að átta sig og farinn frá, hvort sem það er stjórn Seðlabankans, stjórn Fjármálaeftirlitsins eða stjórn Ríkisins. Viðar Þorsteinsson benti á að það þyrfti að stofna lýðveldið Ísland uppá nýtt ... ég hef heyrt verri hugmynd!
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson