Leita í fréttum mbl.is

Kanarífuglinn

"Isss... við erum bara kanarífugl," sagði vinnufélagi við mig í dag þegar ég hélt því fram að bankakreppan sem nú skekur íslenskt samfélag muni koma illa niður á nágrannaþjóðum okkar á næstu mánuðum. Ég hélt hún væri að tala um Guðna Ágústsson, sem nú eyðir lífeyri sínum á Klörubar á hinum spænskuættuðu Kanaríeyjum.

Sú var þó alls ekki raunin heldur vildi hún, og reyndar fleiri, halda því fram að stjórnendur þjóða og fjármálafyrirtækja í kringum okkur hefðu alvarlega vara á sér vegna þess ástands sem hér er uppi. Á Íslandi hafa hlutirnir gerst hratt og útrásin og vöxturinn hefur verið meiri heldur en þjóðfélagið hefur staðið undir (það er a.m.k. komið í ljós). Það má því líkja íslensku bankakerfi við kanarífugl sem sendur var inní kolanámur hér forðum daga, en ef hann datt niður dauður þá var gasleki kominn í námuna og verkamönnunum skipað upp.

Kannski er Ísland, Íslendingar og hið íslenska bankakerfi aðeins kanarífugl í efnahagskerfi heimsins. Kanarífugl sem öðrum finnst í lagi að fórna til að vernda sjálfan sig og sitt. Þessu þurfum við að breyta og það gerist ekki öðruvísi en að menn gangist við ábyrgðum sínum hvar í flokki sem þeir standa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já þetta heyrði ég fyrstu daga kreppunnar  "kanarífuglinn"  VIÐ

Helga Kristjánsdóttir, 24.11.2008 kl. 19:00

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

síðan er spurning hvort að aðrir halda áfram að moka sig niður á meiri dýpi í námunni. við erum bara fyrsti kubburinn í dómínóinu.

Fannar frá Rifi, 25.11.2008 kl. 17:56

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hef einmitt áhyggjur,af því framtíð Íslands er í veði.   Ég gengst við minni ábyrgð,þ.e. hef kosið flesta sem höfðu eignarhald á kolanámunum,stundum litlu framboðin,sem reyndust svo máttlítil.  Ég held ég sé komin yfir reiðina,það eru svo margir samverkandi þættir sem þessu ollu.     Passar ekki:"Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum",   Oh! það eru svo margir sem það gera,held þetta fari að ganga yfir,  sjáið og heyrið,alla sem leggja til góð ráð, minn hugur mun fylgja þeim sem stofnar nýjann flokk með skýrri aðgerðaráætlan og hefur lagt niður reiðina,veit hún orkar svo litlu(hef svo oft brennt mig)  Jæja ég er ekki prestur bara mildast með aldrinum(eða hitt þó heldur,sendi skeyti um Bretana ,gott að djóka,þegar áhyggjur meiða.)      Hafið það sem best og     reddið þessu. kveðja.

Helga Kristjánsdóttir, 26.11.2008 kl. 01:07

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll félagi Ægir, það er sko margt sem þarf að breytast. Ég hef punktað það niður hér á bloggið og stend við það, líka eftir flokksráðsfundinn sl. laugardag. Ég ætla að mótmæla enn og aftur á laugardag, geri ráð fyrir því að þú meinir það. Mín er alltaf á rápi í kringum Thorvaldsen og þar ... við sjáumst!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 26.11.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 129460

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband